A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
12.07.2016 - 22:35 | Vestfirska forlagið,timarit.is

12. júlí 2016 - Brynjólfur Árnason er 95 ára

Á 95 ára afmælisdeginum. Hjónin Brynjólfur Árnason og Brynhildur Kristinsdóttir sem búa á Tjörn - heimili aldraðara - á Þingeyri. Ljósm.: Rakel Brynjólfsdóttir.
Á 95 ára afmælisdeginum. Hjónin Brynjólfur Árnason og Brynhildur Kristinsdóttir sem búa á Tjörn - heimili aldraðara - á Þingeyri. Ljósm.: Rakel Brynjólfsdóttir.

Brynjólfur Árnason á Tjörn - heimili aldraðra - á Þingeyri, frá Vöðlum í Önundarfirði, er nítíu og fimm ára í dag 12. júlí 2016.

 

Starfsferill

Brynjólfur fæddist á Minna Garði i Mýrahr., Dýrafirði, 12. júlí 1921. Hann fluttist tveggja ára með foreldrum sínum að Kotaúpi í sömu sveit, ólst þar upp og vann hjá foreldrum sínum til fullorðinsára.

Árið 1943 fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan prófi úr bændadeild 1945. Árið eftir kaupir hann jörðina Vaðla í Önundarfirði í félagi við Arnór bróður sinn. Fjölskyldan á Kotnúpi flytur síðan á þá jörð vorið 1947. Bræðurnir ráku þar félagsbú til ársins 1989 að Árni sonur Brynjólfs tók við.

Brynjólfur sat í hreppsnefnd Mosvallahrepps 1970 til 1986, þar af oddviti síðustu fjögur árin. Hann sat í stjórn Búnaðarfé- lags Mosvallahrepps og í sóknarnefnd Holtssóknar 1950 til 1990, þar af formaður sóknarnefndar frá 1985.

Hann var organisti við Holts- og Kirkjubólskirkjur í ísafjarðarprófastsdæmi 1960 til ársloka 2000. Þá lék hann líka á harmoníku á samkomum og dansleikjum á árunum 1940 til 1980.

Fjölskylda

Brynjólfur kvæntist 25.4.1957 Brynhildi Kristinsdóttur frá Vífllsmýrum i Önundarfirði, f. 25.7. 1935. Foreldrar hennar voru Kristinn D. Guðmundsson skrifstofumaður og Guðfinna Vilhjálmsdóttir frá ísafirði. Brynhildurólst upp frá fæðingu hjá afa sinum og ómmu, Guðmundi Ág. Jónssyni, b. Á Vífilsmýrum, og k.h. Guðjónu Jónsdóttur ljósmóður og dvaldi hjá þeim til fullorðinsára.

 

Börn Brynjólfs og Brynhildar eru: 

1.) Gunnhildur Jóna f. 30.10.1957, húsmóðir á Flateyri, maki Þorsteinnn Jóhannsson

2.) Árni Guðmundur f. 15.09.1963, bóndi á Vöðlum, maki Erna Rún Thorlacius,

3.) Guðrún Rakel, f. 25.06. 1970, kennari á Þingeyri, maki Jón Sigurðsson

Foreldrar Brynjólfs voru:

 

Árni Kr. Brynjólfsson, f. 10.09. 1887, d. 01.03. 1977, bóndi á Kotnúpi Dýrafirði. Árni var sonur Brynjólfs Brynjólfssonar, b. á Granda í Dýraflrði, Einarssonar og Jónínu Þóru Árnadóttur ættaðri úr Arnarfirði.

Hansína G. Guðjónsdóttir, f. 03.11. 1887, d. 29.05. 1966, húsmóðir og ljósmóðir. Hansína var dóttir Guðjóns, b. á Brekku á Ingjaldssandi, Arnórssonar, b. á Höfðaströnd, Hannessonar prests á Stað í Grunnavík. Móðir Hansínu var Rakel Sigurðardóttir, húsmóðir á Brekku, ættuð úr Aðalvík. Rakel og Guðjón bjuggu á Brekku í 17 ár og þar ólst Hansína upp. 

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31