A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
12.07.2016 - 08:20 | Hlaupahátíð 2016,Vestfirska forlagið

Hlaupahátíð á Vestfjörðum 15. - 17. júlí 2016

« 1 af 2 »


Vesturgatan 17. júlí 2016



Vesturgatan var fyrst hlaupin árið 2006 og verður hlaupin í ellefta sinn 17. júli 2016.  2011 var í fyrsta sinn boðið upp á 45 km Vesturgötu og verður það gert aftur í ár. Í hverri vegalengd er keppt í karla og kvennaflokki en í ár verður einnig keppt í aldursflokkunum, 16-39 ára og 40 ára og eldri. 

Vegleg verðlaun verða einnig veitt fyrstu þremur í karla og kvennaflokki, óháð aldursflokkum

Stutt leiðarlýsing

Vegalendirnar í ár eru eru því þrjár:

  • 10 km  („hálf“ Vesturgata) Start klukkan 12:45. (Mæting 10:45, rútur fara 11:15)
  • 24 km  (heil Vesturgata) Start klukkan 11:00 (Mæting 8:30, rútur fara 9:00)
  • 45 km  (tvöföld Vesturgata) Start klukkan 8:00 (Mæting 7:30)
  • Mæting í allar vegalengdir við íþróttahúsið á Þingeyri

Hlaupið er á Skaganum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, sem gjarnan er kenndur við Sléttanes eða Svalvoga, stundum kallaður Fjallaskagi en kannski oftast nefndur Vestfirsku alparnir. Fyrir skagann er enginn þjóðvegur en þar er stórmerkilegur og löngu landsþekktur ýtuvegur, einkaframtak Elísar Kjaran á áttunda áratugnum.

Rásmark í tvöfaldri Vesturgötu er á Þingeyri. Þaðan verður hlaupið inn Kirkjubólsdal og upp á Álftamýrarheiði. Efsta brún hennar er í 544 m hæð en háheiðin er þó ekki nema nokkrar bíllengdir að lengd. Lækkun hefst því strax aftur og liggur leiðin niður Fossdal að sjó í Arnarfirði og stuttan spöl út að næsta dal, Stapadal. Fyrir neðan Stapadalsbæinn er rásmark í heilli Vesturgötu. Þaðan liggur leið hlaupara úr báðum þessum vegalengdum eftir ýtuvegi Elísar Kjarans út í Lokinhamradal og áfram fyrir Sléttanes að Svalvogum. Nálægt Svalvogum er rásmark í hálfri Vesturgötu. Þaðan er hlaupið að Dýrafjarðarmynni, eftir syllunni í Hrafnholunum inn í Keldudal og þaðan áfram inn Dýrafjörinn að Sveinseyri. Þar er endamark í öllum hlaupunum. Hlaupið er niður brekku í lokin þannig að allir koma í mark af mikilli reisn.

Athugið að í ár, líkt og undanfarin 3 ár, verður styttri vegalengdin, hálf Vesturgata, stytt örlítið frá því sem verið hefur. Ræst verður við sjálfan Svalvogavitann, þannig að vegalengdinn verður rétt um 10 km. Þessi breyting á sér tvær skýringar. Sú fyrri er sú að á gamla rásstaðnum er símasamband hér um bil ekkert, sem er bagalegt því ræsir þarf að vera í beinu sambandi við tímaverði í markinu á Sveinseyri. Hefur sambandsleysið ítrekað valdið töfum á ræsingu, en þetta vandamál ætti að vera úr sögunni með þessum flutningi. Í öðru lagi er erfitt fyrir rútur, sem flytja keppendur á staðinn, að snúa og athafna sig á gamla rássvæðinu, en við vitann er mun betra pláss til slíkra athafna.

Umsjón hlaupsins er í höndum stjórnar Hlaupahátíðarinnar og félaga í Höfrungi, íþróttafélagsins á Þingeyri. Hlaupstjóri er Sigmundur Þórðarson.

Grillið á Víkingasvæðinu

Hlauparar í Vesturgötunni eru hvattir til að nýta sér útigrillið á hinu rómaða Víkingasvæði Dýrfirðinga eftir hlaupið. Þar hefur gjarnan myndast góð stemning meðal hlaupara og áhangenda. Víkingasvæðið er staðsett yst á Þingeyrinni, við Sundhöllina, tjaldstæðið og útiblakvöllinn.

 

Skemmtiskokk 2016 - 16. júlí á Þingeyri

 

Líkt og undanfarin ár verður hægt að velja um tvær vegalengdir í skemmtiskokkinu. Fyrir þau yngstu verður hægt að hlaupa 1-2 km en einnig verður hægt að hlaupa 4 km en það er meira hugsað fyrir þá sem eru nýbyrjaðir að hlaupa og treysta sér ekki í lengra hlaup.

Þátttökugjaldi er stillt í hóf en það er500 kr. Hver fjölskylda greiðir þó að hámarki 2000 kr. Skráning er á staðnum (Þingeyri) og hefst hún klukkan 10.00.

Í fyrra tóku yfir 100 manns sem þátt og ætlum við að slá það met í ár með ykkar stuðningi.


Vesturgötuhjólreiðar 16. júlí 2016

Vesturgötuhjólreiðar eða Svalvogahjólreiðar eru keppnisgrein á Hlaupahátíðinni í sjöunda sinn. Hjólað verður laugardaginn 16. júlí og er startað klukkan 10 frá íþróttahúsinu á Þingeyri. Keppt er í karla og kvennaflokki, einni vegalengd. Í ár verður einnig keppt í aldursflokkum og verða þeir 16-39 ára og 40 ára og eldri. Vegleg verðlaun verða veitt fyrstu þremur í karla og kvennaflokki, óháð aldursflokkum

 

Vesturgötuhjólreiðarnar verða einnig Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og eigum við von á sterkustu hjólurum landsins til keppni

 

Skráning er hafin á hlaupahatid.is en eftir að forskráningu lýkur er hægt að nálgast gögn og skrá sig í versluninni CraftSport við Austurveg 2 á Ísafirði fimmtudaginn 14. júlí frá 16-18 og föstudaginn 15. júlí frá 12-18. Þeir sem ekki geta sótt gögnin sín þar geta nálgast þau við startið á Þingeyri frá klukkan 9 á keppnisdaginn. Notast er viðflögur í tímatökunni og eiga keppendur að festa þær á hjólið en leiðbeiningar fylgja með gögnunum. Einnig verður númer sem keppendur festa á hjólið sitt.

 

Drykkjarstöðvar verða á leiðinni en keppendur fá einnig hressingu að keppni lokinni, orkudrykk frá Ölgerðinni, vatn, vöfflur og fínerí.

 

Stutt leiðarlýsing

 

Bæði rásmark og endamark eru við sundlaugina á Þingeyri og verða alls hjólaðir 55km. Leiðinni má stuttlega lýsa svo: Hjólað er frá Þingeyri að flugvellinum í Dýrafirði og síðan inn Kirkjubólsdal, yfir Álftamýrarheiði í 544 m hæð áður en haldið er eftir langri, grófri en nokkuð beinni brekku niður Fossdal að sjó í Arnarfirði. Athugið að framarlega í Fossdal, skömmu áður en komið er niður að sjó, eru vegamót. Þar eiga keppendur að beygjatil hægri, út fjörðinn. Frá Fossdal liggur leiðin yfir í Stapadal og síðan eftir ýtuvegi Elísar Kjarans út í Lokinhamradal, áfram fyrir Sléttanes að Svalvogavita, eftir syllunni í Hrafnhólunum inn í Keldudal og þaðan áfram inn Dýrafjörðinn að Þingeyri aftur og í mark við sundlaugina. Athugið að undirlagið er gróft og því nauðsynlegt að vera á góðum dekkjum.

 



 

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31