A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
16.08.2016 - 07:00 | visir.is,Vestfirska forlagið

Guðni Th. afþakkar forsetafylgd úr landi

Forsetahjónin á Þingeyri fyrr í sumar og á milli þeirra er Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
Forsetahjónin á Þingeyri fyrr í sumar og á milli þeirra er Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands frá 1996 til 2016, var fylgt til og frá Keflavíkurflugvelli af handhafa forsetavalds 45 sinnum á árunum 2012 til 2016. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar.
Brynhildur spurði einnig hvort enn tíðkaðist að handhafar forsetavalds fylgdu forseta Íslands til og frá Keflavíkurflugvelli vegna ferða hans til og frá landinu og handsali gjörninginn þannig að forsetavaldið færist á milli forseta og handhafanna með handabandi.
Í svari forsætisráðherra kemur fram Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi óskað eftir því að siðurinn yrði lagður niður. Því hafi verið ákveðið að leggja af þá venju að einn af handhöfum forsetavalds fylgi forseta til og frá Keflavíkurflugvelli þegar hann fer utan í embættiserindum....
Meira
16.08.2016 - 06:48 | Vestfirska forlagið,ruv.is

Karlar verma efstu sæti Pírata í NV-kjördæmi

« 1 af 2 »
Búið er að birta niðurstöður úr prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi sem lauk í gærkvöldi, 15. ágúst 2016.

Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, skipar þar efsta sætið, Gunnar Jökull Karlsson, verkamaður, er í öðru sæti og Eiríkur Þór Theódórsson, sýningarstjóri, í þriðja sæti.

Kosningin hófst þann 8. ágúst og lauk klukkan 18 í gærkvöldi.

Alls voru 95 sem kusu í prófkjörinu en það er um 72,52% þeirra sem skráðir voru með kosningarétt í kjördæminu. 

Í fjórða sæti er Eva Pandora Baldursdóttir, stjórnmálafræðingur, og Gunnar Ingiberg Guðmundsson, skipstjórnarmaður, er í fimmta sæti. 


Úrslit prófkjörsins: 

1. Þórður Guðsteinn Pétursson 
2. Gunnar Jökull Karlsson 
3. Eiríkur Þór Theódórsson 
4. Eva Pandora Baldursdóttir 
5. Gunnar I. Guðmundsson 
6. Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir 
7. Hafsteinn Sverrisson 
8. Herbert Snorrason 
9. Vigdís Pálsdóttir 
10. Elís Svavarsson 
11. Þorgeir Pálsson 
12. Hildur Jónsdóttir 
13. Þráinn Svan Gíslason 
14. Fjölnir Már Baldursson 
15. Gunnar Örn Rögnvaldsson 
16. Ómar Ísak Hjartarson 
17. Egill Hansson 


16.08.2016 - 06:36 | bb.is,Vestfirska forlagið

Viðreisn auglýsir eftir frambjóðendum

Alþingishúsið voð Austurvöll í Reykjavík.
Alþingishúsið voð Austurvöll í Reykjavík.
Stjórn Viðreisnar auglýsir eftir fólki á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum. Áhersla er lögð á að á framboðslistum Viðreisnar verði fólk með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Konum og körlum verður skipað jafnt til sætis á framboðslistum Viðreisnar. Stillt verður upp á lista í öllum kjördæmum landsins. 

„Allt frjálslynt fólk sem er sammála meginmarkmiðum flokksins og vill taka þátt í að gera samfélagið enn betra er velkomið í hópinn. Stefna og áherslur Viðreisnar hafa mótast í umræðu og vinnu í fjölmennum málefnahópum undanfarin tvö ár,“ segir í tilkynningu frá Viðreisn. ...
Meira
16.08.2016 - 06:30 | bb.is,Vestfirska forlagið

Jóhanna María hættir á þingi

Jóhanna María Sigmundsdóttir.
Jóhanna María Sigmundsdóttir.
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hún tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærmorgun.
Hún er þar með sautjándi þingmaðurinn sem tilkynnir að hún sækist ekki eftir áframhaldandi þingsetu. Þar með hafa allir sitjandi þingmenn tilkynnt um hvort þeir hyggi á áframhaldandi þingsetu eða ekki. 

Jóhanna María varð yngsti þingmaður Íslandssögunnar þegar Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í síðustu þingkosningum. Hún var þá 21 árs að aldri og var í fjórða sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. ...
Meira
16.08.2016 - 06:24 | Vestfirska forlagið,Tónlistarskóli Ísafjarðar

Dagný Arnalds ráðin aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar

Dagný Arnalds.
Dagný Arnalds.
Dagný Arnalds hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Dagný hefur kennt við skólann undanfarin ár og verið farsæll kennari.  Hún hefur séð um alla kennslu í útibúi skólans á Flateyri, einnig kennt á píanó og stjórnað barnakór skólans á Ísafirði. 
Dagný hefur fjölbreytta reynslu sem kennari,  kórstjóri og starfaði um skeið sem listrænn stjórnandi Tónlistarhátíðarinnar við Djúpið. Skapandi leiðir í tónlistarkennslu og miðlun tónlistar í samfélaginu eru henni hugleikin....
Meira
15.08.2016 - 21:12 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Af hverju þarf forstjóri Byggðastofnunar ofurjeppa?

Laglegur jeppi 4x4. Er hann ekki nógu góður þessi fyrir hvern sem er?
Laglegur jeppi 4x4. Er hann ekki nógu góður þessi fyrir hvern sem er?
Nýverið kom fram í fréttum að forstjóri Byggðastofnunar hefði fengið nýjan ofurjeppa til afnota fyrir sig og sína. Tíu milljónir og þrjú hundruð þúsund takk. Og nokkrar milljónir í reksturskostnað. Verði blessuðum manninum að góðu. En eftir stendur spurningin. Er þörf á þessu? Við segjum nei. Hann hefur ekkert með slíkt verkfæri að gera á kostnað skattgreiðenda landsins. Nær væri að verja stórum hlut af þessum jeppafjármununum til raunhæfra byggðaaðgerða. Til dæmis að leggja féð í veginn norður í Árneshrepp. Ekki veitir nú af....
Meira
Styrmir Gunnarsson.
Styrmir Gunnarsson.

Pólitíkin er miskunnarlaus. Fæstir þeirra, sem starfað hafa á þeim vettvangi að ráði yfirgefa hann sáttir við sjálfa sig og aðra. Það á ekki sízt við um þá sem verið hafa í forystu. Þeim finnst gjarnan að þeim hafi ekki verið nægilegur sómi sýndur eða verk þeirra hafi verið misskilin.


Þátttaka í stjórnmálum verður líka erfið byrði fyrir aðra fjölskyldumeðlimi, bæði maka og börn og aðra svo sem foreldri viðkomandi. Auðvitað finnst þessu fólki öllu mikið til þess koma að meðlimi fjölskyldunnar sé sýndur mikill trúnaður en ljóminn fer af þeim trúnaði þegar frá líður. Friðhelgi einkalífsins verður orðin tóm og óvægin fjölmiðlaumfjöllun særandi og stundummeira en það.

...
Meira
15.08.2016 - 07:07 | Vestfirska forlagið,Stjórnarráðið

Ofanflóðavarnargarður vígður á Bíldudal

Frá vígsluathöfn varnargarðanna.
Frá vígsluathöfn varnargarðanna.
« 1 af 2 »

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði formlega snjóflóðamannvirki við Búðargil á Bíldudal föstudaginn 12. ágúst 2016.  Þar með er lokið fyrsta áfanga ofanflóðavarna á Bíldudal.


Hættusvæði vegna ofanflóða nær til nokkuð stórs hluta byggðarinnar á Bíldudal.  Enn er ólokið framkvæmdum við varnir við Stekkjargil eða Gilsbakkagil og undir svokölluðum Milligiljum. Þar er unnið að endurskoðun á fyrirkomulagi fyrirhugaðra varna og stefnt að því að þeirri vinnu verði lokið í haustbyrjun. Í framhaldinu verða tillögur kynntar bæjaryfirvöldum og íbúum.


Í ræðu sinni fagnaði ráðherra því að með gerð varnargarðsins hafi öryggi bæjarbúa á Bíldudal gagnvart ofanflóðum verið aukið. Hún sagðist vona að íbúar myndu njóta útivistar á svæðinu en strax í undirbúningi verksins hafi verið lögð áhersla á útlit mannvirkisins, uppgræðslu og gerð göngustíga þannig að framkvæmdirnar féllu sem best að umhverfinu og stuðluðu um leið að bættri aðstöðu til útivistar.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31