Guðni Th. afþakkar forsetafylgd úr landi
Brynhildur spurði einnig hvort enn tíðkaðist að handhafar forsetavalds fylgdu forseta Íslands til og frá Keflavíkurflugvelli vegna ferða hans til og frá landinu og handsali gjörninginn þannig að forsetavaldið færist á milli forseta og handhafanna með handabandi.
Í svari forsætisráðherra kemur fram Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi óskað eftir því að siðurinn yrði lagður niður. Því hafi verið ákveðið að leggja af þá venju að einn af handhöfum forsetavalds fylgi forseta til og frá Keflavíkurflugvelli þegar hann fer utan í embættiserindum....
Meira