23.08.2016 - 07:07 | Vestfirska forlagið,bb.is
Íslandsmeistarinn þuklar og dæmir hrút á mótinu á helginni.
Nýr Íslandsmeistari í hrútadómum var krýndur á Sauðfjársetri á Ströndum á helginni og var það jafnframt fyrsta konan sem vinnur þessa keppni. Sigurvegari og þar með Íslandsmeistari í hrútadómum er Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum í Tungusveit á Ströndum. Í öðru sæti varð Jón Jóhannsson úr Saurbæ í Dölum og jafnir í þriðja urðu Haraldur V.A. Jónsson á Hólmavík, Elvar Stefánsson í Bolungarvík og Kristján Albertsson á Melum í Árneshreppi.
Í flokki óvanra hrútaþuklara sigruðu mæðgurnar Íris Ingvarsdóttir, Fanney og Lóa, annar varð Halldór Már og í þriðja sæti voru Strandamennirnir og náttúrubarnateymið Ólöf Katrín Reynisdóttir, Marinó Helgi Sigurðsson og Þórey Dögg Ragnarsdóttir.
...
Meira