Hæstu tekjurnar á Ísafirði
Álagningarskráin fyrir Vestfirði ber það með sér að hæstu tekjurnar eru í Ísafjarðarbæ og þá aðallega á Ísafirði. Nokkur munur er á lista yfir tíu hæstu skattgreiðendur og tíu tekjuhæstu íbúana. Fjórir af þeim sem eru meðal tíu hæstu skattgreiðenda eru ekki inn á lista yfir tíu tekjuhæstu. Skýrist það af að álagður tekjuskattur er hár en tekjur ekki í samræmi við það. Má draga þá ályktun af því að í þessum tilvikum séu tekjur fengnar sem arðgreiðsla eða um skattlagningu á söluhagnað sé að ræða. Þá kann í einhverjum tilvikum álagning verið byggða á áætlun þar sem skattframtali var ekki skilað inn í tæka tíð. Álagningarskráin veitir ekki frekari upplýsingar en um álagða skatta. Upplýsingar eru birtar í blaðinu Vestfirðir um 200 einstaklinga á Vestfjörðum í öllum sveitarfélögum fjórðungsins....
Meira