A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
11.08.2016 - 20:58 | Vestfirska forlagið,Reykhólavefurinn,bb.is

150 ár frá fæðingu Höllu á Laugabóli

Halla bjó nær öll sín fullorðinsár á Laugabóli í Ísafirði í  Ísafjarðardjúpi.
Halla bjó nær öll sín fullorðinsár á Laugabóli í Ísafirði í Ísafjarðardjúpi.
Í dag, 11. ágúst 2016, eru 150 ár frá fæðingu Hallfríðar Eyjólfsdóttur, eða Höllu á Laugabóli eins og hún er betur þekkt. Halla var á sínum tíma þekkt ljóðskáld, gaf út tvær ljóðabækur; Ljóðmæli sem komu út árið 1919, og Kvæði sem komu út árið 1940, þremur árum eftir andlát hennar. 
Halla fæddist 11. ágúst 1866 í Múla við Gilsfjörð, Austur-Barðastrandarsýslu. Vorið 1886 kvaddi Halla æskustöðvarnar við Gilsfjörðinn tæplega tvítug og hélt norður yfir heiði þar sem hún réðst sem vinnukona að Laugabóli við Ísafjörð innst í Ísafjarðardjúpi. Fáum árum síðar giftist hún Þórði Jónssyni, f. 5.4. 1858, d. 18.10. 1914, syni hjónanna þar Jóns Halldórssonar og Guðrúnar Þórðardóttur. Halla og Þórður eignuðust fjórtán börn en þrjú þeirra misstu þau úr barnaveiki sumarið 1904. 
Þórður og Halla reistu sér fyrst bú á Kirkjubóli í Laugardal 1892 en fimm árum seinna tóku þau við búi foreldra hans á Laugabóli. 
Sumarið 1910 var ungur læknir, Sigvaldi Stefánsson, skipaður héraðslæknir í Nauteyrarhéraði. Kom hann vestur þá um sumarið með fjölskyldu sína og settist að á Ármúla, innst í Ísafjarðardjúpi, rétt við Kaldalón. Sigvaldi tók sér síðar nafnið Kaldalóns og varð þjóðþekktur sem tónskáld. Kynni tókust með fjölskyldu Sigvalda og fjölskyldunni á Laugabóli og varð mikil og hlý vinátta þar á milli....
Meira
11.08.2016 - 20:52 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Af Jóni Þorsteini Sigurðssyni: - „Hann kallaði mig ref, helvítis maðurinn!“

Jón Þorsteinn Sigurðsson harðfiskverkandi með meiru.
Jón Þorsteinn Sigurðsson harðfiskverkandi með meiru.

Það var hér á árunum þegar Jón Þorsteinn Sigurðsson, Nonni rebbi, var að vinna í frystihúsinu á Þingeyri. Þá stundaði hann nokkuð umfangsmikla harðfiskverkun, svona smá aukagetu, í bílskúrnum sínum, enda maðurinn harðduglegur. Seldi svo harðfisk um allt land. Meðal annars til kaupmanna.


   Svo var það einn dag að Nonni var kallaður í símann út í frystihúsi. Í þá daga voru menn reyndar ekki alltaf talandi í símann, svo það var fylgst með hvað gamli rebbi væri nú að gera í símann. Jæja. Hann kemur til baka og var þá hálf niðurdreginn og eiginlega bara hnugginn. Þá hafði þetta verið einhver kaupmaður að átelja hann fyrir að senda sér úldinn fisk.

...
Meira
11.08.2016 - 07:05 | Vestfirska forlagið,Samvinnan,Guðlaugur Rósinkranz

Þetta gerðist - 11. ágúst 1918 – stofndagur Kaupfélags Önfirðinga

Gamla Kaupfélagið á Flateyri. Það brann 1983.
Gamla Kaupfélagið á Flateyri. Það brann 1983.
« 1 af 6 »

Guðlaugur Rósinkranz skrifar í Samvinnuna árið 1938


Kaupfélag Önfirðinga var stofnað 1918. Starfið gekk heldur illa í byrjun og varð fél. fyrir ýmsum óhöppum líkt og Kaupfélag Dýrfirðinga. Sérstaklega tapaði félagið mikið á fiskkaupum. Reynzla þessara tveggja félaga sýnir, hve hættulegt það getur verið fyrir lítil og fjárhagslega veik félög að fara út í áhættusama verzlun eins og fiskverzlun.


Þegar félagið hóf starfsemi sína, keypti það verzlunar- og íbúðarhús Bergs Rósinkranzsonar á Flateyri og rak þar verzlunina þar til það, 1928, keypti verzlunarhús Hinna sameinuðu ísl. verzlana. Eign þessari fylgdu, auk verzlunarhússins, íbúðarhús allstórt, tvö stór geymsluhús, bryggja og stórir reitar. Eignin er virt á 90 þús. kr. Aðstaða til verzlunar og fiskverkunar er þarna ágæt. Fiskverkun hefir félagið líka stóðugt haft og í ár hefir það verkað um 400 skippund.

...
Meira
11.08.2016 - 06:58 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Halla Eyjólfsdóttir

Halla Eyjólfsdóttir (1866 - 1937)
Halla Eyjólfsdóttir (1866 - 1937)
Hallfríður Eyjólfsdóttir, eða Halla á Laugabóli, fæddist 11. ágúst 1866 í Múla við Gilsfjörð, A-Barð. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Bjarnason, bóndi þar, f. 7.6. 1837, d. 22.5. 1916, og k.h. Jóhanna Halldórsdóttir húsfreyja, f. 15.6. 1843, d. 29.12. 1883.

Halla ólst hún upp í Múla í stórum systkinahópi. Afar hennar voru báðir prestar í grenndinni, föðurafinn Bjarni í Tröllatungu, sonur Eggerts prests í Stafholti, Bjarnasonar landlæknis Pálssonar, og móðurafinn Halldór Jónsson í Garpsdal, en Halldór var 4. maður frá Lárusi lögmanni Gottrup.


Vorið 1886 kvaddi Halla æskustöðvarnar við Gilsfjörðinn tæplega tvítug og hélt norður yfir heiði þar sem hún réðst sem vinnukona að Laugabóli við Ísafjörð innst í Ísafjarðardjúpi. Fáum árum síðar giftist hún Þórði Jónssyni, f. 5.4. 1858, d. 18.10. 1914, syni hjónanna þar Jóns Halldórssonar og Guðrúnar Þórðardóttur. Halla og Þórður eignuðust fjórtán börn en þrjú þeirra misstu þau úr barnaveiki sumarið 1904.


Þórður og Halla reistu sér fyrst bú á Kirkjubóli í Laugardal 1892 en fimm árum seinna tóku þau við búi foreldra hans.

...
Meira
11.08.2016 - 06:53 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Njáll Þórðarson - Fæddur 11. júní 1932 - Dáinn 21. júlí 2016 - Minning

Njáll Þórðarson (1932 - 2016)
Njáll Þórðarson (1932 - 2016)
Njáll Þórðarson fæddist 11. júní 1932 á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi 21. júlí 2016.

Foreldrar hans voru: Daðína Jónasdóttir og Þórður Njálsson. Þeim varð 11 barna auðið. Systkini Njáls voru: Ólafur Jón, hann er látinn. Hreinn, Ólafur Veturliði, Nanna, Rósamunda, Þorkell, Sigurður Júlíus, en hann lést af slysförum, og Halla. Tvær systur hans létust sem ungbörn. Njáll átti einn fósturbróður, Sigurð Guðna Gunnarsson.


Eiginkona Njáls var Gréta Jósefsdóttir. Þau eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Arís, börn hennar eru: Jón Elvar, Snævar Njáll og Amanda Millý Mist. 2) Þórður Daði, börn hans eru: Freyja, Oliver Ari og Emil Ari.


Njáll átti líka fósturson, Jón Elvar Valdimarsson, en hann lést ungur af slysförum, ásamt föðurbróður sínum Sigurði.


Útför Njáls fór fram í Blönduóskirkju 25. júlí 2016.

...
Meira
10.08.2016 - 22:15 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Þingeyrarvefurinn: - Rífandi gangur sem ekki gerist af sjálfu sér!

Frá ritstjórafundi á Þingeyrar-vefnum sem haldinn var í Simbahöllinni á Þingeyri í byrjun júní s.l. Þar fór fram margþætt stefnumótun og framkvæmdin hefur gengið eftir í flestu. F.v.: Hallgrímur Sveinsson á Þingeyri og Björn Ingi Bjarnason frá Felli í Dýrafirði. Ljósm.: Vestfirska forlagið/Simbahöllin.
Frá ritstjórafundi á Þingeyrar-vefnum sem haldinn var í Simbahöllinni á Þingeyri í byrjun júní s.l. Þar fór fram margþætt stefnumótun og framkvæmdin hefur gengið eftir í flestu. F.v.: Hallgrímur Sveinsson á Þingeyri og Björn Ingi Bjarnason frá Felli í Dýrafirði. Ljósm.: Vestfirska forlagið/Simbahöllin.

Þingeyrarvefurinn lætur ekki mikið yfir sér. Samt á hann marga trúfasta lesendur sem fylgjast grannt með öllu sem þar birtist.

Í gær, 9. ágúst 2016, voru til dæmis rúmlega 650 gestir sem komu á vefinn og í fyrradag, 8. ágúst 2016, voru þeir yfir 1.050 með um 2.200 flettingar.
Svona er þetta bara frá degi til dags þó það séu nú ekki alltaf jólin sem betur fer, hvorki hjá okkur frekar en öðrum.


   Þingeyrarvefurinn lætur sér ekkert vestfirskt óviðkomandi, þó einkum sé  kastljósinu beint að Dýrafirði og nágrenni. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það kostar mikla vinnu að halda úti slíkum frétta-og mannlífsvef. Og áhuga. Meðan hann er fyrir hendi látum við ekki deigan síga.


   Upp með Vestfirði!

...
Meira
10.08.2016 - 20:41 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Elfar Logi Hannesson

"Einstök og einleikin hátíð" segir tengdasonur Dýrafjarðar

Elfar Logi  Hannesson - tengdasonur Dýrafjarðar.
Elfar Logi Hannesson - tengdasonur Dýrafjarðar.

• Leiklistarhátíðin Act alone fer fram á Suðureyri dagana 11.-13. ágúst 2016


„Þetta er eins og að kasta sér fyrir björg og þú finnur það eftir ekki mjög margar mínútur hvort þetta heldur eða ekki – það er engin miskunn í þessu,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari, um einleikinn sem listform en það er í hávegum haft á leiklistarhátíðinni Act alone sem haldin er í sjávarþorpinu Suðureyri dagana 11.-13. ágúst. Sextán atriði eru í boði á hátíðinni í ár og eru þau ýmist í leiklist, dansi, tónlist, ritlist, gjörningum eða myndlist.


Ókeypis er inn á hátíðina en það hefur verið frá því hún var fyrst sett á laggirnar árið 2004. „Það er mikilvægt að allir fái tækifæri til að fara ókeypis í leikhús og það geta þeir gert á Suðureyri,“ segir Elfar Logi en fólk hafi í gegnum árin verið áhugasamt um að kynna sér þetta sérstaka leikhúsform. Metfjöldi sótti hátíðina í fyrra þegar um 2.800 gestir komu og árið þar á undan voru gestirnir um 2.300 talsins.


Margt smátt verður eitt stórt

...
Meira
Konungsskipið Birma á Flateyrarhöfn þann 10. ágúst 1907. Ljósm.: Hermann Wendel á Þingeyri.
Konungsskipið Birma á Flateyrarhöfn þann 10. ágúst 1907. Ljósm.: Hermann Wendel á Þingeyri.

Friðrik VIII. konungur Danmerkur og Íslands kom siglandi hingað til lands frá Færeyjum á konungsskipinu Birma ásamt fríðu föruneyti. Þar á meðal var forsætisráðherra Dana, embættismenn og foringjar úr danska hernum. Auk þess var gufuskipið Atlanta með í för, en innanborðs voru 40 ríkis- þingmenn á danska þinginu, blaðamenn og fleiri gestir. Auk þess fylgdu skipunum tvö beitiskip danska hersins, Geysir og Hekla.


Eftir nokkurra daga dvöl í Reykjavík og ferðalag austur á Þingvöll, að Geysi og Gullfossi, var siglt út Faxaflóa, fyrir Snæfellsnes og til Vestfjarða.


 Það var laugardaginn 10. ágúst 1907. Að kvöldi þess dags kasta skipin akkerum inni við Flateyri á Önundarfirði og höfðust þar við um nóttina.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31