Guðmundur G. Hagalín hefur orðið: - Samgöngur á landi voru yfir snarbrött skörð sem Vestfirðingar kalla heiðar
Meira
„Og skilið þið kvótanum aftur til þjóðarinnar!“ hrópaði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þegar hann hafði lokið söng sínum á Tónaflóði, tónleikum Rásar 2, á Arnarhóli í gærkvöld.
Hann hafði þá endað tónleikana með lokalaginu Sumarið er tíminn.
Bubbi, sem fagnaði sextugsafmæli sínu fyrr í sumar, 6. júní, vakti mikla lukku á tónleikunum í kvöld og tók alla sína helstu slagara.
Auk Bubba komu fram á tónleikunum Glowie, rappararnir Emmsjé Gauti og félagar hans í Úlfur Úlfur. Foringi Fjallabræðra, Halldór Gunnar Pálsson, stýrir lokaatriðinu sem nefnist „Ljósvíkingar að vestan“ en þar koma fram helstu tónlistarmenn Ísafjarðarbæjar.
...Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, ætlar ekki að bjóða sig fram í alþingiskosningunum í haust.
Þetta tilkynnti Ásmundur á kjördæmisþingi flokksins í Norðvesturkjördæmi og á Facebook síðu sinni í dag.
Ásmundur Einar er átjándi þingmaðurinn sem nú situr á þingi sem tilkynnt hefur að hann hyggist ekki bjóða sig fram.
...Gamanmyndahátíð Flateyrar verður haldin í fyrsta sinn helgina 25.-28. ágúst 2016.
Þar verða sýndar tæplega 30 íslenskar gamanmyndir auk fjölda annara viðburða. Þar ber hæst heimsfrumsýningu á nýrri "sing-along" útgáfu af hinni sívinsælu söngvamynd Með allt á hreinu. Ágúst Guðmundsson leikstjóri myndarinnar ætlar að fylgja henni úr hlaði og láta flakka áður ósagðar sögur frá gerð myndarinnar. Þá er aldrei að vita nema að einhverjir Stuðmenn láti sjá sig líka. Auk þess ætlar Hugleikur Dagson að mæta vestur og frumsýna fyrsta þáttinn í nýrri seríu:Hulla 2. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.
Alls verða fimm nýjar íslenskar gamanmyndir frumsýndar á hátíðinni:
...Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir.
Framundan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður í Sævangi við Steingrímsfjörð á sunnudag, 21. ágúst, og hefst kl. 14. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum í hádeginu og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn.
Síðasta ár sigraði Guðmundur Gunnarsson bóndi á Kjarlaksvöllum í Saurbæ, í öðru sæti var Vilberg Þráinsson á Hríshóli í Reykhólasveit og í þriðja sæti Bjarki Reynisson á Kjarlaksvöllum (sjá nánar hér).
...Gísli og félagar slógu að sjálfsögðu til og afraksturinn getur að líta á Menningarnótt, nánar tiltekið í Ráðhúsi Reykjavíkur.