A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Á Ísafjarðarárum Hagalíns opnaðist bílvegur yfir Breiðadalsheiði, en það var árið 1936. Komnir voru til sögunnar eins og hálfs tonna vörubílar með handsturtu, sem notaðir voru við ofaníburð á heiðinni. Kallarnir eru nokkuð góðir með sig á pöllunum! Þætti sennilega ekki við hæfi í dag. Ljósm. Lýður Jónsson.
Á Ísafjarðarárum Hagalíns opnaðist bílvegur yfir Breiðadalsheiði, en það var árið 1936. Komnir voru til sögunnar eins og hálfs tonna vörubílar með handsturtu, sem notaðir voru við ofaníburð á heiðinni. Kallarnir eru nokkuð góðir með sig á pöllunum! Þætti sennilega ekki við hæfi í dag. Ljósm. Lýður Jónsson.
„Eins og gefur að skilja hefur jafnan verið stjálbýlt í sveitunum á Vestfjörðum – nema rétt á stöku stað – og samgöngur allar miklum erfiðleikum bundnar. Brimasamt er í útsveitum og byljótt alls staðar, og sjóleiðin því oft og tíðum ófær, en alltaf varasöm. Landleiðin milli bæja liggur víðast með sjó fram, ýmist uppi á háum bökkum, klettum eða björgum, eða utan í bröttum aurum eða skriðum, en sums staðar niðri í fjörunni, sem er oftar grýtt en sendin. En skuli landleiðin farin milli fjarða, er yfir að fara snarbrött skörð, sem Vestfirðingar kalla heiðar, og er brúnin víða svo mjó, að næstum má svo að orði kveða, að ferðamaðurinn geti haft fótinn í sitt hvorri sveitinni, þegar upp er komið. Og sum þessi skörð geta oft og tíðum að vetrinum verið alls ófær nema allra fráustu og færustu fjallgöngugörpum og valda því ýmist hörkur eða fannkyngi.“...
Meira
21.08.2016 - 20:31 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Guðmundur G. Hagalín hefur orðið: - Lýsing á Vestfjörðum sem á fáa sína líka

Guðmundur G. Hagalín.
Guðmundur G. Hagalín.
« 1 af 2 »
„Flestum þeim, sem ekki eru uppaldir á Vestfjörðum, þykir þar ærið hrikalegt og harðbýlt. Núparnir milli fjarðanna eru margir snarbrattir í sjó fram, og síðan taka við yzt í fjörðunum brattar hlíðar, klettabelti efst eða ókleif standberg, en þar fyrir neðan aurar og skriður, með grasblettum eða geirum á víð og dreif. Sums staðar eru hamrarnir samfelldir á löngu svæði, en hér og þar rjúfa þá gjótur, gjár eða gil.

Víða eru háir bakkar eða björg með sjó fram og neðan þeirra oftast stórgrýtt fjara með sandvíkum á stöku stað, en á mörgum hlíðunum eru einn eða fleiri forvaðar og eru þeir víðast kallaðir ófærur. Eftir því sem lengra dregur inn, eykst undirlendið og skerast dalir  eða dalverpi inn í fjöllin – með nokkuð mislöngu millibili. Sé millibilið langt, er þar oftast sæbrött hlíð, svipuð þeim, sem eru yzt við firðina, en fjöllin þó óvíða jafn hrikaleg og eins lítið gróin. Út í flesta af fjörðunum skaga sand-eða malareyrar og innan við þær eru góðar hafnir.“...
Meira
21.08.2016 - 07:01 | mbl.is,Vestfirska forlagið

-Skilið þið kvót­an­um aft­ur til þjóðar­inn­ar-

„Og skilið þið kvót­an­um aft­ur til þjóðar­inn­ar!“ hrópaði tón­list­armaður­inn Bubbi Mort­hens þegar hann hafði lokið söng sín­um á Tóna­flóði, tón­leik­um Rás­ar 2, á Arn­ar­hóli í gærkvöld.
„Og skilið þið kvót­an­um aft­ur til þjóðar­inn­ar!“ hrópaði tón­list­armaður­inn Bubbi Mort­hens þegar hann hafði lokið söng sín­um á Tóna­flóði, tón­leik­um Rás­ar 2, á Arn­ar­hóli í gærkvöld.

„Og skilið þið kvót­an­um aft­ur til þjóðar­inn­ar!“ hrópaði tón­list­armaður­inn Bubbi Mort­hens þegar hann hafði lokið söng sín­um á Tóna­flóði, tón­leik­um Rás­ar 2, á Arn­ar­hóli í gærkvöld.


Hann hafði þá endað tón­leik­ana með loka­lag­inu Sum­arið er tím­inn.


Bubbi, sem fagnaði sex­tugsaf­mæli sínu fyrr í sum­ar, 6. júní, vakti mikla lukku á tón­leik­un­um í kvöld og tók alla sína helstu slag­ara.


Auk Bubba komu fram á tón­leik­un­um Glowie, rapp­ar­arn­ir Emm­sjé Gauti og fé­lag­ar hans í Úlfur Úlfur. For­ingi Fjalla­bræðra, Hall­dór Gunn­ar Páls­son, stýr­ir loka­atriðinu sem nefn­ist „Ljós­vík­ing­ar að vest­an“ en þar koma fram helstu tón­list­ar­menn Ísa­fjarðarbæj­ar.

...
Meira
20.08.2016 - 20:18 | Vestfirska forlagið,ruv.is

Ásmundur Einar hættir á þingi

Ásmundur Einar Daðason. Myndin er úr þingsal Alþingis og í bakgrunni má bæði sjá brjóstmynd og málverk af Jóni Sigurðssyni, forseta, frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Ásmundur Einar Daðason. Myndin er úr þingsal Alþingis og í bakgrunni má bæði sjá brjóstmynd og málverk af Jóni Sigurðssyni, forseta, frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, ætlar ekki að bjóða sig fram í alþingiskosningunum í haust.


Þetta tilkynnti Ásmundur á kjördæmisþingi flokksins í Norðvesturkjördæmi og á Facebook síðu sinni í dag.


Ásmundur Einar er átjándi þingmaðurinn sem nú situr á þingi sem tilkynnt hefur að hann hyggist ekki bjóða sig fram.

...
Meira
19.08.2016 - 21:04 | Vestfirska forlagið,skutull.is

Gamanmyndahátíð Flateyrar haldin í fyrsta sinn

Tankurinn á Flateyri: Einn sýningarsalanna á gamanmyndahátíðinni.
Tankurinn á Flateyri: Einn sýningarsalanna á gamanmyndahátíðinni.
« 1 af 2 »

Gamanmyndahátíð Flateyrar verður haldin í fyrsta sinn helgina 25.-28. ágúst 2016. 
Þar verða sýndar tæplega 30 íslenskar gamanmyndir auk fjölda annara viðburða. Þar ber hæst heimsfrumsýningu á nýrri "sing-along" útgáfu af hinni sívinsælu söngvamynd Með allt á hreinu. Ágúst Guðmundsson leikstjóri myndarinnar ætlar að fylgja henni úr hlaði og láta flakka áður ósagðar sögur frá gerð myndarinnar. Þá er aldrei að vita nema að einhverjir Stuðmenn láti sjá sig líka. Auk þess ætlar Hugleikur Dagson að mæta vestur og frumsýna fyrsta þáttinn í nýrri seríu:Hulla 2. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.


Alls verða fimm nýjar íslenskar gamanmyndir frumsýndar á hátíðinni:

...
Meira
19.08.2016 - 07:08 | Vestfirska forlagið,Sauðfjársetrið á Ströndum

Íslandsmótið í hrútadómum á sunnudag

Sauðfjársetur á Ströndum. Lengst til hægri er Dýrfirðingurinn Sigþór Gunnarsson.
Sauðfjársetur á Ströndum. Lengst til hægri er Dýrfirðingurinn Sigþór Gunnarsson.

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. 
Framundan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður í Sævangi við Steingrímsfjörð á sunnudag, 21. ágúst, og hefst kl. 14. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum í hádeginu og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn.


Síðasta ár sigraði Guðmundur Gunnarsson bóndi á Kjarlaksvöllum í Saurbæ, í öðru sæti var Vilberg Þráinsson á Hríshóli í Reykhólasveit og í þriðja sæti Bjarki Reynisson á Kjarlaksvöllum (sjá nánar hér).

...
Meira
19.08.2016 - 06:52 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Þetta gerðist...19. ágúst 1871 var stofnað -Hið íslenska þjóðvinafélag-

Jón Sigurðsson (1811 - 1879)
Jón Sigurðsson (1811 - 1879)

19. ágúst 1871


Sautján alþingismenn stofnuðu þann 19. ágúst 1871 Hið íslenska þjóðvinafélag, meðal annars í þeim tilgangi að vekja og lífga meðvitund Íslendinga um að þeir væru sjálfstætt þjóðfélag. 
Fyrsti forseti þess var Jón Sigurðsson. 
Félagið hefur gefið út almanak árlega síðan 1875....
Meira
18.08.2016 - 20:50 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Vestfirsk Menningarnótt í Reykjavík 20. ágúst 2016

« 1 af 4 »
Ísafjarðarbær er gestasveitarfélag Reykjavíkurborgar á menningarnótt og af því tilefni verður slegið upp viðburði frá kl 13-18 í ráðhúsi Reykjavíkur þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að kynnast bæði mat og menningu að vestan, eins og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Halldórsson, segir frá.

Aðdragandi þessa verkefni var sá að Ísafjarðarbær á 150 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni kom Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í opinbera heimsókn á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður, að uppástungu Kristjáns Freys, tónlistarmanns frá Ísafirði,“ rekur Gísli þegar hann er spurður að tilurð þessa skemmtilega viðburðar á Menningarnótt í ár. „Þar gerðumst við Dagur meðal annars gestaplötusnúðar og áttum í framhaldinu ágætis fund í gamla Faktorshúsinu. Á fundinum nefndi svo Dagur þessa hugmynd – að Ísafjörður yrði gestasveitarfélag í tilefni af 150 ára afmælinu, og við því þurfti varla sekúndu umhugsunarfrest.“

Gísli og félagar slógu að sjálfsögðu til og afraksturinn getur að líta á Menningarnótt, nánar tiltekið í Ráðhúsi Reykjavíkur.


...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31