16.08.2016 - 06:36 | bb.is,Vestfirska forlagið
Viðreisn auglýsir eftir frambjóðendum
Stjórn Viðreisnar auglýsir eftir fólki á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum. Áhersla er lögð á að á framboðslistum Viðreisnar verði fólk með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Konum og körlum verður skipað jafnt til sætis á framboðslistum Viðreisnar. Stillt verður upp á lista í öllum kjördæmum landsins.
„Allt frjálslynt fólk sem er sammála meginmarkmiðum flokksins og vill taka þátt í að gera samfélagið enn betra er velkomið í hópinn. Stefna og áherslur Viðreisnar hafa mótast í umræðu og vinnu í fjölmennum málefnahópum undanfarin tvö ár,“ segir í tilkynningu frá Viðreisn.
Formaður uppstillingarnefndar í Norðvesturkjördæmi er Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
„Allt frjálslynt fólk sem er sammála meginmarkmiðum flokksins og vill taka þátt í að gera samfélagið enn betra er velkomið í hópinn. Stefna og áherslur Viðreisnar hafa mótast í umræðu og vinnu í fjölmennum málefnahópum undanfarin tvö ár,“ segir í tilkynningu frá Viðreisn.
Formaður uppstillingarnefndar í Norðvesturkjördæmi er Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.