A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
15.08.2016 - 06:55 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS HÁSKÓLABÓKASAFN

15. ágúst 1816 - Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað

« 1 af 2 »
Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað 15. ágúst árið 1816 og tók við hlutverki Hins íslenska lærdómslistafélags sem stofnað var 1779. Félagið hefur því starfað í tvær aldir. 
Bókmenntafélagið hefur staðið fyrir bókaútgáfu sem er fremur fallin til menningarauka en efnalegs ábata. Félagið er útgefandi Skírnis, Tímarits bókmenntafélagsins, og Lærdómsrita bókmenntafélagsins auk fjölmargra bóka á ýmsum sviðum menningar og fræða í samræmi við tilgang félagsins. 
Félagið hefur alla tíð lagt sérstaka rækt við sögu landsins, tungu þess og bókmenntir og jafnframt að tengja Íslendinga við hið besta í menntun og vísindum með öðrum þjóðum....
Meira
15.08.2016 - 06:45 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Tónaflóð þetta árið helgað Ísafjarðarbæ

Fjallabræður.
Fjallabræður.
Menningarnótt í Reykjavík verður haldin með pomp og prakt nk. laugardag, 20. ágúst 2016.
Að vanda stendur Rás 2 fyrir tónleikum milli kl. 20-23 sem sendir verða út í beinni útsendingu bæði á Rás 2 og á RÚV. Í ár er Ísafjarðarbær gestasveitarfélag Menningarnætur og af því tilefni verða Ísfirðingar í öndvegi á lokaatriði tónleikanna. Áður koma fram Glowie, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur sem ætla að sameinast á Arnarhóli og loks Bubbi Morthens.
Fjallabræður og hljómsveit Fjallabræðra ramma inn lokaatriði tónleikanna en meðal þeirra sem fram koma eru Lára Rúnars, Rúnar Þórisson, Sólstafir, Mugison, Rúna Esradóttir og Helgi Björnsson....
Meira
15.08.2016 - 06:40 | Vestfirska forlagið,Stjórnarráðið

Umhverfisráðherra opnar sýningu á Brjánslæk um Surtarbrandsgil

Frá opnun sýningarinnar.
Frá opnun sýningarinnar.
« 1 af 3 »

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði sýningu, föstudaginn 12. ágúst 2016, um náttúruvættið Surtarbrandsgil í gamla prestbústaðinum á Brjánslæk.


Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 en gilið er einn merkasti fundarstaður plöntusteingervinga á Íslandi. Þar hafa verið greindar um 65 tegundir plantna, aðallega lauftré. Surtarbrandsgil er þekkt víða utan landsteinanna og finna má steingervinga úr gilinu á náttúrugripasöfnum víða í Evrópu. Eins og nafnið gefur til kynna er talsvert af surtarbrandi í gilinu.


Tilgangurinn með sýningunni er að fræða almenning um jarðfræði Surtarbrandsgils og það loftslag og gróðurfar sem var fyrir um 11- 12  milljón árum en steingervingar úr gilinu geyma mikilvægar vísbendingar um það. Bæði steingervingar og surtarbrandur eru til sýnis á sýningunni auk þess sem mikilvægi þess að vernda fundarstaði steingervinga er undirstrikað.

...
Meira
14.08.2016 - 20:54 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Berjasprettan í ár: - Meira og minna sviðin jörð í Vestfirsku Ölpunum

Sjáiði nú bara þessu flottu aðalbláber! Myndin var tekin í fyrradag. Ljósm. Valdimar Steinþórsson.
Sjáiði nú bara þessu flottu aðalbláber! Myndin var tekin í fyrradag. Ljósm. Valdimar Steinþórsson.
« 1 af 2 »

Nú fara að renna tvær grímur á berjasérfræðinga okkar. Þeir segja að nú sé hægt að taka sér í munn orð Jóns refs forðum: Þetta er sviðin jörð, Halli minn! Sumsstaðar verða bara engin ber í ár, hvorki krækiber né aðalbláber. Ástæðan: Birkifeti og þurrkur segja þeir sérfróðu. Ekki er það þó eiðsvarið að eitthvað verði af krækiberjum, en aðalbláber verða af ákaflega skornum skammti hér í Vestfirsku Ölpunum og nágrenni.


   Lilla og Ómar, sem gerðu garðinn frægan í Mjólká forðum tíð, ætluðu að fá sér krækiber á Baulhúsum eins og tíðkaðist. En viti menn: Ekki eitt einasta krækiber á Baulhúsum, sem var eitt frægasta krækiberjaland norðan Alpafjalla lengi vel. Á Tjaldanesi, Álftamýri og Svalvogum er sviðin jörð, svo dæmi séu nefnd. Nefnum ekki fleiri staði og segjum ekki meir eins og þar stendur. En alltaf eru einhverjar undantekningar sem sanna regluna: Sumsstaðar eru þessar flottu lautir með aðalbláberjum, sbr. meðf. mynd. 

...
Meira
14.08.2016 - 14:26 | Vestfirska forlagið,bb.is

Lilja Rafney vill leiða lista VG áfram

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna í Norðvesturkjördæmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna í Norðvesturkjördæmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna í Norðvesturkjördæmi býður sig fram til áframhaldandi forystu í forvali VG fyrir þingkosningarnar í haust. Í tilkynningu frá þingmanninum segir að þau sjö ár sem hún hefur verið á þingi, hafi verið miklir og lærdómsríkir umbrotatímar í lífi þjóðarinnar. „Sú reynsla sem ég hef hlotið á þessum tíma hefur nýst mér vel og mun ég nota hana áfram eins og hingað til á uppbyggilegan hátt í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi fyrir alla.
Ég er landsbyggðar- og alþýðukona, sprottin úr jarðvegi verkalýðsbaráttu og baráttu fyrir hagsmunamálum landsbyggðarinnar. Ég gjörþekki lífsbaráttu fólksins til sjávar og sveita. Landsbyggðin er minn staður og ég hef búið áfram í mínu byggðarlagi –Suðureyri við Súgandafjörð – eftir að ég varð þingmaður þótt vinnan fari að mestu fram í Reykjavík. Bakgrunnur minn úr verkalýðsmálum og sveitarstjórnarmálum hefur nýst mér vel í störfum mínum sem þingmaður,“ segir í tilkynningu frá Lilju Rafneyju. ...
Meira
14.08.2016 - 14:20 | skutull.is,Vestfirska forlagið

Ólína gefur kost á sér til forystu fyrir Samfylkinguna

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður Samfylkingarinnar.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður Samfylkingarinnar.
Ólína Kjer­úlf Þor­varðardótt­ir hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi sem fram fer dag­ana 8. - 10. sept­em­ber 2016.
„Ég er jafnaðarmaður að hug­sjón, set fólk í fyr­ir­rúm og brenn fyr­ir jöfnuð, rétt­læti og sann­gjarn­ar leik­regl­ur í sam­fé­lagi okk­ar. Mín helstu bar­áttu­mál hafa verið breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu, bætt­ar sam­göngurog vel­ferðar­mál. Ég vil að Ísland sé eitt sam­fé­lag fyr­ir alla þar sem hver maður fær að gefa eft­ir getu og þiggja eft­ir þörf­um. þar sem treysta má á gott og gjald­frjálst heil­brigðis­kerfi, sterkt mennta­kerfi og traust og skil­virt al­manna­trygg­inga­kerfi. Ég vil að byrðum sé dreift á herðar þeirra sem geta borið þær. Í velferðarsamfélagi á eng­inn maður að þurfa að ótt­ast af­komu sína vegna ör­orku, ald­urs eða fötl­un­ar. Eg vil samfélag þar sem þjóðarauðlind­ir eru nýtt­ar í þágu sam­fé­lags­ins og öfl­ugra at­vinnu­greina;  þar sem heil­brigt sam­keppn­is­um­hverfi rík­ir í öll­um at­vinnu­grein­um og mann­rétt­indi og at­vinnu­frelsi eru ófrá­víkj­an­leg krafa. Markaðurinn á að vera þjónn en ekki herra" segir Ólína....
Meira
14.08.2016 - 10:25 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Forn­minja­fé­lag Súg­anda­fjarðar

Reistu sjó­búð í Súg­andafirði

Sjó­búðin hef­ur fengið nafnið Ársól. Ljós­mynd/​Aðsend
Sjó­búðin hef­ur fengið nafnið Ársól. Ljós­mynd/​Aðsend
« 1 af 4 »

Forn­minja­fé­lag Súg­anda­fjarðar hef­ur reist sjó­búð í Kera­vík í Súg­andafirði und­ir leiðsögn hleðslu­manns­ins Valdi­mars Öss­ur­ar­son­ar úr Kolls­vík og Guðmund­ar Stef­áns Sig­urðar­son­ar frá Minja­stofn­un.


Sjó­búðin hef­ur fengið nafnið Ársól og er byggð á rúst­um rétta­skál­ans sem stóð forðum í Kera­vík og Kven­fé­lagið Ársól reisti og seldi kaffi í, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

...
Meira
Séra Stefán Eggertsson sóknarprestur á Þingeyri. Hann var frumkvöðull flugmála og fjölda annarra framfaramála í Dýrafirði á sínum tíma. Nú vantar okkur sárlega einhvern hans líka.
Séra Stefán Eggertsson sóknarprestur á Þingeyri. Hann var frumkvöðull flugmála og fjölda annarra framfaramála í Dýrafirði á sínum tíma. Nú vantar okkur sárlega einhvern hans líka.
« 1 af 2 »
Endurbygging Þingeyrarflugvallar 2006, sem er varaflugvöllur Ísfirðinga, kostaði stórfé. 
Það er ein af furðum Vestfjarða að völlurinn, trúlega flottasti flugvöllur í fjórðungnum, skuli hafa verið lokaður mörg undanfarin ár. Mönnum urðu að vísu á alvarleg mistök við byggingu flugbrautarinnar. En handvammir eru bara til að leiðrétta. En hvers vegna er það ekki gert? Sennilegasta skýringin á því er að íslensk stjórnsýsla er meira og minna ónýt. Sjálfsagt hátt í milljarðs króna mannvirki á núvirði látið afskiptalaust. 
Dýrfirðingar horfa dolfallnir á. Og Ísfirðingar geta ekki notað varavöllinn sinn! Tæplega 30 flugferðir féllu niður til Ísafjarðar bara í maí s. l. eins og komið hefur fram....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31