Bæjarins besta - 49. tölublað 12. desember 2009 - -Upphaf Vestfirska forlagsins-
– Hvenær byrjaðirðu bókaútgáfu og hvað varð til þess?
„Þegar við vorum á Hrafnseyri var ég sífellt að kynna staðinn og segja fólki sögu Jóns Sigurðssonar. Því miður hefur það verið þannig gegnum tíðina, að fólk hefur séð Jón Sigurðsson sem standmynd steypta í eir á Austurvelli og nafnið Jón Sigurðsson forseti. Fæstir hafa hins vegar getað svarað því hvers vegna hann var kallaður forseti eða fyrir hvað hann stendur raunverulega í þjóðarsögunni.
Vegna hinnar almennu fáfræði um Jón forseta sem ég varð var við á Hrafnseyri sá ég þörfina á því að reyna að bæta þar úr með einhverjum hætti. Það hefur verið mjög algengur misskilningur allt til þessa dags, að Jón hafi verið fyrsti forseti Íslands. Jón var hins vegar forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og þaðan fékk hann viðurnefnið forseti. Hann var kosinn til þess embættis að sjálfum honum forspurðum þegar hann var einu sinni sem oftar staddur á skipi úti á Atlantshafi á leið til Íslands. Raunar var hann líka löngum forseti Alþingis.
...Meira