-Skilið þið kvótanum aftur til þjóðarinnar-
„Og skilið þið kvótanum aftur til þjóðarinnar!“ hrópaði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þegar hann hafði lokið söng sínum á Tónaflóði, tónleikum Rásar 2, á Arnarhóli í gærkvöld.
Hann hafði þá endað tónleikana með lokalaginu Sumarið er tíminn.
Bubbi, sem fagnaði sextugsafmæli sínu fyrr í sumar, 6. júní, vakti mikla lukku á tónleikunum í kvöld og tók alla sína helstu slagara.
Auk Bubba komu fram á tónleikunum Glowie, rappararnir Emmsjé Gauti og félagar hans í Úlfur Úlfur. Foringi Fjallabræðra, Halldór Gunnar Pálsson, stýrir lokaatriðinu sem nefnist „Ljósvíkingar að vestan“ en þar koma fram helstu tónlistarmenn Ísafjarðarbæjar.
Að tónleikum loknum, um ellefuleytið, var síðan blásið til flugeldasýningar.