A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
02.09.2016 - 10:52 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Lúðvík Kristjánsson

 Lúðvík Kristjánsson (1911 - 2000)
Lúðvík Kristjánsson (1911 - 2000)
Lúðvík Kristjánsson fæddist 2. september 1911 í Stykkishólmi.

Foreldrar hans voru Kristján Bjarni Árnason sjómaður, f. 4.9. 1886, d. 3.7. 1921, og k.h. Súsanna Einarsdóttir Þorkelssonar skrifstofustjóra Alþingis, f. 4.12. 1890, d. 26.8. 1961. Eiginkona Lúðvíks var Helga Proppé, f. 17.5. 1910, d. 1.4. 1989, dóttir Jóns Proppé og k.h. Guðrúnar Bjarnadóttur. Börn Lúðvíks og Helgu eru Véný kennari og Vésteinn rithöfundur.

Lúðvík ólst upp í Stykkishólmi, en fór suður til náms og lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla 1929 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1932. Lúðvík var kennari í Fróðárhreppi 1929-30, við Miðbæjarbarnaskólann í Reykjavík 1934-1944 og á vélstjóranámskeiðum Fiskifélags Íslands 1937-1954. Hann var ritstjóri Ægis, tímarits Fiskifélags Íslands 1937-1954, Fálkans 1939 og Sjómannadagsblaðsins 1941 og 1943.

Eftir 1954 sneri Lúðvík sér alfarið að rannsóknum og ritstörfum en þá höfðu þegar komið út eftir hann bækurnar; Við fjörð og vík (1948), Bíldudalsminning Ásthildar og Péturs Thorsteinssonar (1951) og fyrsta bindi Vestlendinga (1953). Þar næst komu annað og þriðja bindi Vestlendinga (1955 og 1960), Úr bæ í borg (1957), Á slóðum Jóns Sigurðssonar (1961) og Úr heimsborg í Grjótaþorp I-II (1962-63).

Frá 1964 helguðu Lúðvík og Helga sig efnisöflun og samningu Íslenskra sjávarhátta sem út komu í fimm bindum 1980-86. Afmælisrit Lúðvíks, Vestræna, kom út árið 1981 en það hefur að geyma ritgerðir eftir hann. Árið 1991 kom út bókin Jón Sigurðsson og Geirungar en þar fyrir utan liggur eftir Lúðvík fjöldi blaðagreina og ritgerða í tímaritum .

Lúðvík hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar og var m.a. gerður heiðursdoktor við Háskóla Íslands 1981 og hlaut silfurverðlaun Hins konunglega norska vísindafélags 1984.

Lúðvík Kristjánsson lést 1. febrúar 2000.

Morgunbla

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31