02.09.2016 - 15:02 | Vestfirska forlagið,Blaðið - Vestfirðir
Þrettánda Flæðareyrarhátíðin
Þrettánda Flæðareyrarhátíðin fór fram í byrjun júlí 2016.
Um 250 manns komu saman á Flæðareyri og skemmtu sér vel þrátt fyrir að veðrið hafi oft verið betra.
Hátíðin er haldin fjórða hvert ár og mikið í hana lagt hverju sinni. Dansað var þrjú kvöld í röð og sáu hljómsveitirnar Dynjandi og Sútarabandið hið yngra um tónlistina. Farið var í göngur að Dynjanda og Höfða, efnt til kvikmyndasýningar og að sjálfsögðu haldin kvöldvaka.
Fyrsta hátíðin var haldin 1969, en Grunnavíkurhreppur fór í eyði þann 8. nóvember 1962. Af þessu má sjá að Grunnvíkingar og afkomendur þeirra hafi strax efnt til félagsskapar til þess að rækta tengslin við heimahagana. Ungmennafélagið Glaður í Grunnavíkurhreppi fékk árið 1933 að gjöf lóð undir samkomuhúsið sem það reisti og enn stendur. Húsinu er haldið við af miklum dugnaði.
Guðbjartur Guðbjartsson tók myndirnar.
Um 250 manns komu saman á Flæðareyri og skemmtu sér vel þrátt fyrir að veðrið hafi oft verið betra.
Hátíðin er haldin fjórða hvert ár og mikið í hana lagt hverju sinni. Dansað var þrjú kvöld í röð og sáu hljómsveitirnar Dynjandi og Sútarabandið hið yngra um tónlistina. Farið var í göngur að Dynjanda og Höfða, efnt til kvikmyndasýningar og að sjálfsögðu haldin kvöldvaka.
Fyrsta hátíðin var haldin 1969, en Grunnavíkurhreppur fór í eyði þann 8. nóvember 1962. Af þessu má sjá að Grunnvíkingar og afkomendur þeirra hafi strax efnt til félagsskapar til þess að rækta tengslin við heimahagana. Ungmennafélagið Glaður í Grunnavíkurhreppi fékk árið 1933 að gjöf lóð undir samkomuhúsið sem það reisti og enn stendur. Húsinu er haldið við af miklum dugnaði.
Guðbjartur Guðbjartsson tók myndirnar.