Verndarenglar gersema Selárdals
• Endurreisa listaverk og byggingar Samúels Jónssonar á Vestfjörðum
„Langtímamarkmiðið er að það geti einhver verið á staðnum yfir sumartímann, tekið á móti gestum og sagt þeim frá öllu því sem þarna hefur átt sér stað,“ segir Kári G. Schram, formaður Félags um listasafn Samúels í Selárdal sem stofnað var árið 1998 en tilgangur félagsins er að stuðla að endurreisn listaverka og bygginga hins vestfirska listamanns Samúels Jónssonar. Félagið er nú að ljúka við að klæða hús Samúels og hefja þar innréttingar. Í húsinu á að vera gestaíbúð fyrir listamenn, fræðimenn og aðra áhugasama.
Endurbyggðu íbúðarhúsið
„Ég og Ólafur Jóhann Engilbertsson gerðum heimildarmynd um Samúel og staðinn á sínum tíma og í kjölfarið af því stofnuðum við þetta félag en markmið þess er að halda staðnum við þannig að hann fjúki ekki út í veður og vind. Við fengum til okkar myndhöggvarann Gerhard König og hann hefur verið okkur innan handar og meðal annars staðið að viðgerðum á listaverkum Samúels. Hann kann allar kúnstirnar og þekkir efniviðinn vel,“ segir Kári....
Meira