A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
10.09.2016 - 21:16 | Vestfirska forlagið,ruv.is,mbl.is

Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi: - Guðjón efstur en Ólína í þriðja sæti

Guðjón S. Brjánsson.
Guðjón S. Brjánsson.
« 1 af 2 »

Guðjón S. Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, hreppti efsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Inga Björk Bjarnadóttir listfræðinemi varð önnur og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, varð í þriðja sæti.

 

Guðjón hlaut 324 atkvæði í fyrsta sæti, 57 fleiri en Ólína sem fékk 267 atkvæði. Inga Björk fékk 445 atkvæði í fyrsta til annað sæti.

Kosið var í tvö efstu sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Upphaflega stóð til að kjósa í fjögur efstu sætin en hætt var við það eftir að auglýst var eftir framboðum. Sú skýring var gefin að kostnaður við prófkjörsbaráttuna væri það mikill að ráðlegt væri að kjósa um færri sæti en ella.

„Ég verð ekki á lista fyr­ir flokk­inn í kom­andi kosn­ing­um. Þetta var leiðtoga­próf­kjör, ég lagði þing­manns­fer­il minn og störf mín und­ir, þetta var niðurstaðan og þar við sit­ur. Ég þakka fyr­ir mig,“ seg­ir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir í sam­tali við mbl.is. 

Ólína ósk­ar Guðjóni og Ingu Björk til ham­ingju með niður­stöðuna. 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31