12.09.2016 - 23:31 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið
Í stuttu máli: „Annars getur maður bara hætt!“
Þau voru að spjalla saman á Morgunvaktinni á Rás eitt í morgun, Óðinn Jónsson og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.
Ýmislegt var nú tekið fyrir að sjálfsögðu. Niðurlagið var svo á þessum skemmtilegu nótum:
Óðinn: „Það er mjög mikilvægt að reyna að hafa gaman að þessu?“
Katrín: „Já, Guð. Annars getur maður bara hætt!“
Þetta er nefnilega lóðið: Að reyna að hafa eitthvað gaman að þessu veseni öllu! Ef gamanið er farið út í veður og vind getum við bara lagt okkur.