17.11.2016 - 06:22 | bb.is,Stjórnarráðið,Vestfirska forlagið
Tillögur um rekstur á þjónustukjarna á Þingeyri samþykktar
Í framhaldi af skýrslu nefndar um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum sem kynnt var í ríkisstjórn 5. september sl. ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum í gær að samþykkja tillögur Gunnars Braga Sveinssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um þau atriði skýrslunnar sem heyra undir verkefnasvið hans. Þetta kemur fram á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Annars vegar er um að ræða stuðning við uppbyggingu og rekstur á þjónustukjarna á Þingeyri í samstarfi við Ísafjarðabæ og þjónustuaðila. Mikilvægt er að íbúar í minni byggðalögum geti gengið að ákveðinni grunnþjónustu í heimabyggð, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Því var ákveðið að veita 4 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu í stofnkostnað við verkefnið. Er horft til þess að ef verkefnið gangi vel megi útfæra það á fleiri staði á landinu. Frá og með næsta ári mun ríkið leggja árlega 3,2 milljónir króna til verkefnisins.
Hins vegar mun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið endurskoða svæðisbundna flutningsjöfnun og útfæra reglur um flutningsjöfnunarstyrki þ.a. þeir nýtist sem flestum vítt og breitt um landið.
Áður hafði ráðherra ákveðið að miðstöð fiskeldismála yrði á Vestfjörðum í samræmi við skýrslu Vestfjarðanefndarinnar. Með afgreiðslu ríkisstjórnarinnar í gær eru því allar tillögur Vestfjarðanefndarinnar sem snúa að sjávarútvegs-, landbúnaðar- og byggðamálahluta ráðuneytisins komnar til framkvæmda.
Annars vegar er um að ræða stuðning við uppbyggingu og rekstur á þjónustukjarna á Þingeyri í samstarfi við Ísafjarðabæ og þjónustuaðila. Mikilvægt er að íbúar í minni byggðalögum geti gengið að ákveðinni grunnþjónustu í heimabyggð, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Því var ákveðið að veita 4 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu í stofnkostnað við verkefnið. Er horft til þess að ef verkefnið gangi vel megi útfæra það á fleiri staði á landinu. Frá og með næsta ári mun ríkið leggja árlega 3,2 milljónir króna til verkefnisins.
Hins vegar mun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið endurskoða svæðisbundna flutningsjöfnun og útfæra reglur um flutningsjöfnunarstyrki þ.a. þeir nýtist sem flestum vítt og breitt um landið.
Áður hafði ráðherra ákveðið að miðstöð fiskeldismála yrði á Vestfjörðum í samræmi við skýrslu Vestfjarðanefndarinnar. Með afgreiðslu ríkisstjórnarinnar í gær eru því allar tillögur Vestfjarðanefndarinnar sem snúa að sjávarútvegs-, landbúnaðar- og byggðamálahluta ráðuneytisins komnar til framkvæmda.