A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
18.11.2016 - 06:37 | Vestfirska forlagið,bb.is

Baskavígin sýnd í Bíó Paradís

« 1 af 3 »
Í dag, föstudaginn 18. nóvember 2016, kemur til sýninga hér á landi ný spænsk/íslensk heimildarmynd um Baskavígin.

Myndin sem að hluta til var tekin upp á Vestfjörðum segir frá því er íslenski fræðimaðurinn Jón Lærði Guðmundsson, í júnímánuði árið 1615, beið komu baskneskra vina sinna að ströndum Íslands og hvernig vinir Jóns, 86 baskneskir hvalveiðimenn, og fjöldi þeirra urðu fórnarlömb í stærsta fjöldamorði Íslandsögunnar.

Segir í umfjöllun um myndina að tímabært sé, nú fjögur hundruð árum eftir þennan atburð, að draga söguna fram í dagsljósið. Sögumaður myndarinnar sem er leikin heimildarmynd er Jón Lærði, maðurinn sem fordæmdi grimmdarverkin. En sá verknaður var Jóni dýrkeyptur því hann var ákærður og útlægur til dauðadags. Í myndinni er einnig að finna viðtöl við ýmsa sérfræðinga um málið, þar á meðal íslenska. 


Það er baskneska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Old Port Films í samstarfi við íslensku kvikmyndagerðina Seyluna sem gera myndina. Þó nokkrir vestfirskir aukaleikarar voru fengnir til að koma fram í myndinni er tökur fóru fram á Vestfjörðum í aprílmánuði og geta þeir nú séð sig á hvíta tjaldinu í Bíó Paradís er myndin kemur þar til sýninga á föstudag. Lagt er upp með að sýna myndina í vikutíma, en gæti sá tími lengst verði viðtökur góðar. 

Að sýningu lokinni, þriðjudaginn 22.nóvember 2016 verða pallborðsumræður um myndina og atburðina sem hún greinir frá. Ennfremur verður rætt um þá einstaklinga sem við sögu koma, líkt og Jón lærða Guðmundsson og Ara sýslumann í Ögri. Þeir sem taka þátt í umræðunum eru: Már Jónsson prófessor í sagnfræði við HÍ, Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og höfundur bókarinnar Jón lærði og náttúrur náttúrunnar sem kemur út innan skamms hjá bókaforlaginu Lesstofan, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir höfundur bókarinnar Brennuöldin og Sigurður Sigursveinsson sagnfræðingur og landfræðingur. Umræðu stjórnar Kristinn Hrafnsson blaðamaður. 


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31