A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
22.11.2016 - 09:31 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Afmælissamtalið: - Það komu bara þrír harmonikukarlar með Póstarann í fararbroddi

Afmælisbarnið Magnús Helgi situr hér við prjónaskapinn á Tjörn sem er eins og hvert annað hótel. Magnús er yfirleitt alltaf hress og kátur eins og myndin ber með sér. Hann fer stundum með græskulausar gamansögur sem gefa lífinu ákveðið gildi. Ljósm.: H. S.
Afmælisbarnið Magnús Helgi situr hér við prjónaskapinn á Tjörn sem er eins og hvert annað hótel. Magnús er yfirleitt alltaf hress og kátur eins og myndin ber með sér. Hann fer stundum með græskulausar gamansögur sem gefa lífinu ákveðið gildi. Ljósm.: H. S.

Magnús Helgi Guðmundsson frá Brekku, bocciakappi og upphafsmaður þeirrar íþróttar í Dýrafirði, átti afmæli í gær, 21. nóv. 2016 Hann er fæddur 1950. 

-Hvernig var katöfluuppskeran hjá þér í sumar?

-Sprettan var góð og heilmikil uppskera hjá mér.

-Hvað er að frétta af Hótel Tjörn?

-Allt gott að frétta þaðan. Það hafa það allir mjög gott á því hóteli. Fínn matur og allt.

-Hvernig gengur að prjóna þessa dagana?

-Ég verð að passa mig á að prjóna ekki of mikið yfir daginn nema hreyfa mig. Annars fæ ég í axlirnar og  bakið. Garnið er dýrt, en ég hef ekki selt neitt teppi alveg nýlega.

-Hvernig gekk afmælismótið í fyrradag?

-Það gekk ljómandi vel. En það komu þó færri að norðan núna en oft áður. Ísfirðingar úr Ívari unnu og Þingeyringar líka. Það skiptist svona. Og það komu bara þrír harmonikukarlar með Póstarann í fararbroddi. Lóa og Bergsveinn komu ekki. Og Dúddi ekki heldur.

-Nú. Þeir hafa verið eitthvað vant við látnir Siggji Friggji og þeir. En fengu þeir ekki karamellur hjá þér?

-Jú jú. Það fengu allir þetta fína kaffi og Harmonikukarlarnir fengu nokkrar karamellur í umslagi. En þeir mega bara ekki fá of margar í einu. Þá verða þeir snarvitlausir þegar þeir koma heim. Svo var aftur afmæliskaffi í föndrinu í gær hjá Ástu og Möttu.


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31