A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
04.12.2016 - 07:31 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason

Vinargjöf - Eftir Gunnar M. Magnúss frá Flateyri.

Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu 32 í Reykjavík. Frægasti brottflutti Önfirðingurinn.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu 32 í Reykjavík. Frægasti brottflutti Önfirðingurinn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »

Vinirnir Hans Ellefsen, hvalfangari á Sólbakka og Hannes Hafstein

Nokkrum misserum síðar, þegar Hannes Hafstein var valinn ráðherra, hinn fyrsti á Íslandi, hittust þeir vinirnir í Ellefsenshúsi á Sólbakka.

Ellefsen sagði: - Ég er að fara héðan alfarinn til Austfjarða, þar sem ég er ákveðinn að reisa hvalverksmiðju. Ég sný ekki hingað aftur. Nú afhendi ég  þér þetta hús sem vinargjöf. Það er leikur einn að flytja húsið burt, hvert sem er.

- Þetta get ég ekki þegið að gjöf, svaraði Hannes, - en mikil og vegleg afhending er þetta.

Ef til vill hefur Hannesi Hafstein komið í hug Steinuður hin gamla, frændkona Ingólfs Arnarsonar. Ingólfur bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir austan Hvassahraun, en hún gaf honum heklu flekkótta og vildi kaup kalla. Henni þótti það óhættara við riftingum. Þetta varð síðar lagamál á Alþingi.

Og Ellefsen sagði: Borgaðu mér þá fimm krónur fyrir.

Hannes lagði fimm krónur á borðið.

Ellefsen hripaði nokkur orð á miða, rétti Hannesi og sagði:

- Hér hefur þú kvittun fyrir því, að ég hef selt þér húsið.

Úr bókinni Þrepin þrettán eftir Gunnar M. Magnúss

 

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31