Gísli á Uppsölum - sýningin slær í gegn
Leikur Elfars Loga og túlkun hans á Gísla á Uppsölum þykir með afbrigðum góð og fær góða dóma. Sýningar eru orðnar miklu fleiri en til stóð og aðsókn er mikil....
Meira
Opnun tilboða í Dýrafjarðargöng var fagnað með lófaklappi í akademíunni hjá henni Tobbu í sundlauginni á Þingeyri í morgun. Suðurverk hf og Metrostav s. s. frá Tékklandi áttu lægsta tilboðið, 8,7 milljarða króna. Er það rúm 93% af kostnaðaráætlun. Næstu tilboð voru um 630 milljónum kr. hærri, eða svipuð og kostnaðaráætlunin sem hljóðaði upp á 9.319,890,000,- kr.
Dýrafjarðargöng verða 5,6 km löng
...Sjö verktakar sem sendu inn gögn vegna forvals útboðs vegna Dýrafjarðarganga hafa allir verið valdir til þess að taka þátt í því samkvæmt fréttatilkynningu frá Vegagerðinni. Tilboð í verkið verða opnuð í húsnæði Vegagerðarinnar að Borgartúni 7 í Reykjavík í dag,þriðjudfaginn 24. janúar 2017, klukkan 14:15.
Fjórir af verktökunum hafa áður grafið jarðgöng á Íslandi eða vinna við það núna en þrír hafa ekki áður unnið við gangagerð hér á landi. Verktakarnir eru frá Danmörku, Tékklandi, Sviss, Noregi, Portúgal, Spáni og Ítalíu auk Íslands. Þar af eru fjórir með innlenda samstarfsaðila.
...Í febrúar 2016 gengum við hjónin á slóðir Jóns Sigurðssonar. Vorum nýflutt í Jónshús og fannst viðeigandi að kynna okkur aðstæður sjálfstæðishetjunnar. Settum myndir á facebook og skrifuðum smá texta. Jónsgöngurnar urðu alls þrjár.
Okkur fannst þetta skemmtilegt, svo við ákváðum að nema ekki staðar við Jón, heldur halda áfram að ganga um hverfi borgarinnar, skoða byggingar og garða og fræðast um söguna. Í lok ársins höfðum við farið í tólf göngur.
Ansi margir hafa fylgst með og virðast hafa gaman af. Sem hefur komið okkur skemmtilega á óvart. Markmiðið er halda áfram árið 2017, finna ný viðfangsefni, og reyna að ná göngu í hverjum mánuði. Hér er yfirlit yfir göngurnar tólf sem við fórum í árið 2016.
...