24.01.2017 - 14:52 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason
Tilboð opnuð í Dýrafjarðargöng
Sjö verktakar sem sendu inn gögn vegna forvals útboðs vegna Dýrafjarðarganga hafa allir verið valdir til þess að taka þátt í því samkvæmt fréttatilkynningu frá Vegagerðinni. Tilboð í verkið verða opnuð í húsnæði Vegagerðarinnar að Borgartúni 7 í Reykjavík í dag, þriðjudfaginn 24. janúar 2017, klukkan 14:15.
Fjórir af verktökunum hafa áður grafið jarðgöng á Íslandi eða vinna við það núna en þrír hafa ekki áður unnið við gangagerð hér á landi. Verktakarnir eru frá Danmörku, Tékklandi, Sviss, Noregi, Portúgal, Spáni og Ítalíu auk Íslands. Þar af eru fjórir með innlenda samstarfsaðila.