Í KAUPMANNAHÖFN: - Hugmynd varð að draumi
Blómleg menningarstarfsemi í Norðurbryggju í Kaupmannahöfn
Framkvæmdastýran segir draum hafa ræst með tilkomu hússins
Forseti Íslands býður Danadrottningu þangað á morgun
»Það er eitt að hafa fallega hugmynd en annað að láta drauminn rætast,« segir Færeyingurinn Karin Elsbudóttir, framkvæmdastýra Norðurbryggju, íslenskrar, færeyskrar og grænlenskrar menningarmiðstöðvar, við Morgunblaðið er blaðamaður kíkti í heimsókn til hennar í miðborg Kaupmannahafnar á dögunum.
Draumurinn sem rættist er starfsemin sem þar fer fram í þessu 250 ára gamla pakkhúsi á Norðurbryggju í Kristjánshöfn sem var löngum forðabúr Íslands, Færeyja, Grænlands. Þar eru stjórnarskrifstofur Færeyja og Grænlands auk sendiráðs Íslands, á þessum sögulega stað þar sem íslensk skip lögðust við festar hér á árum áður. Í þessum skipum voru ekki aðeins sjómenn, höfðingjar og önnur mikilmenni heldur einnig þeir sem höfðu villst af leið í lífinu og beið nauðungarvinna á Brimarhólmi.
Meira