Gísli uppseldur í Þjóðleikhúsinu - Fleiri sýningar
Uppselt hefur verið að allar sýningar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu.
Því hefur verið ákveðið að bæta við þremur aukasýningum í febrúar; sunnudaginn 5. febrúar kl.14, miðvikudaginn 8. og fimmtudaginn 9. febrúar kl.19.30 báða dagana.
Miðasala á aukasýningarnar er hafin og gengur sérlega vel þannig að nú er bara að ná sér í miða. Miðasala fer fram á www.tix.is einnig er hægt að hringja í miðasölusíma Þjóðleikhússins 551 1200.
Upphaflega stóð til að sýningar í Þjóðleikhúsinu á Gísla á Uppsölum yrðu 3 en nú eru komnar 10 á dagatalið og stefnir jafnvel í enn fleiri.
...Meira