“Sagan greip mig strax” – Litla stund hjá Hansa eftir Eyþór Jóvinsson með Eddutilnefningu
Meira
Sumir líta svo alvarlega á sjálfa sig að þeir eiga erfitt með að fara með gamanmál. Og geta varla fyrirgefið öðrum gamansemina í hinu daglega amstri og kalla slíkt fíflagang. Sem það er auðvitað stundum.
„Gamanmál eru nauðsynleg, en að baki þeim býr alvara lífs og dauða. Það vitum við sjómennirnir ef til vill betur en aðrir.“ Svo mælti hinn landsþekkti Vestfirðingur, Eiríkur Kristófersson, skipherra.
Frá því er að segja að í einum morgunþætti sínum í vetur á Rás 1 tók Óðinn Jónsson Katrínu Jakobsdóttur á beinið. Voru þau auðvitað að ræða svokölluð stjórnmál. Í lok samtals þeirra sagði Óðinn:
...Vestfirðingurinn og húmoristinn Magnús Óskarsson, fyrrum bogarlögmaður, segir í bók sinni Með bros í bland, að hann hafi þurft að standa í kjarasamningum fyrir Reykjavíkurborg í 25 ár í embættisnafni. „Mér fannst aldarfjórðungur langur tími í kjarasamningum og vinnudeilum, en sem betur fór vissi ég ekki að ég var á Kleppi fyrr en ég slapp út,“ segir hann.
Svo segir Magnús: „Ég er ekki frá því að eðli allra samninga sé í grundvallaratriðum hið sama. Milliríkjasamningar, prútt á Austurlandamarkaði og íslenskir kjarasamningar eiga margt sameiginlegt. Eins og í stjórnmálum snýst þetta um list hins mögulega. Jafnan skiptir máli þekking á því sem verið er að semja um, rétt mat á viðsemjandanum og aðstöðu hans, og góð tímasetning á því sem boðið er.
...Janúarmánuður var gjöfull fyrir smábátinn Blossa ÍS frá Flateyri.
Vefurinn aflafrettir.com greinir frá að í janúar var Blossi aflahæstur báta undir 13 brúttotonnum.
Blossi fiskaði 50,6 tonn í 11 róðrum og mestur afli í róðri var 7,9 tonn. Skipstjóri á Blossa er Birkir Einarsson og báturinn er gerður út af Hlunnum ehf.
Í öðru sæti listans er annar vestfirskur bátur, Svalur BA sem landar ýmist á Patreksfirði eða á Bíldudal. Svalur fiskaði 40,6 tonn í 8 róðrum.
...Systkini Jóns:
Hálfdán Haukdal Þorgeirsson, f. 8. okt. 1922, d. 21. jan. 1988, Friðþjófur Haukdal Þorgeirsson, f. 19.5. 1931, d. 6.10. 2006, Kristján Haukdal Þorgeirsson, f. 4.12. 1934, Styrmir Haukdal Þorgeirsson, f. 14.10. 1936. Hálfsystir þeirra er Guðfinna Haukdal Þorgeirsdóttir.
Jón kvæntist Maríu Guðrúnu Konráðsdóttur 14.10. 1948, f. 11.10. 1930, d. 9.8. 2003.
Þau eignuðust sjö börn. Þau eru: