Forsetakosningarnar í U. S. A. - Margt er líkt með Truman og Trump
Meira
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, 19. janúar 2017.
Verðlaunin hlutu:
Í flokki fagurbókmennta:
Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur
Í flokki barna- og unglingabókmennta:
Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur
Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:
Heiða – fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur
Þetta í ellefta sinn sem verðlaunin eru veitt og í þriðja sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunann og bauð Dagur B. Eggertsson gesti velkomna og afhenti verðlaunahöfum blóm. Venju samkvæmt fengu verðlaunahafar keramik-egg eftir listakonuna Koggu. Einnig fengu verðlaunahafar afhent gjafabréf fyrir dvöl á Kolkuósi í Skagafirði.
Rökstuðningur dómnefnda:
...
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Danmerkur í byrjun næstu viku. Heimsóknin hefst þriðjudaginn 24. janúar 2017 með formlegri móttökuathöfn við Amalíuborgarhöll í Kaupmannahöfn og lýkur að morgni fimmtudagsins 26. janúar. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn forseta til útlanda frá því hann tók við embætti í sumar.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður með í för ásamt opinberri sendinefnd sem í eru fulltrúar mennta- og fræðasamfélags auk embættismanna frá utanríkisráðuneyti og embætti forseta, að því er fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forsetans.
Forsetahjónin munu fara í Jónshús þar sem þau skoða sýningu um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu Einarsdóttur konu hans á þriðjudeginum.
Bergur stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði 1953-54, lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum 1956, varð búfræðikandídat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1959 og fór námsferð til Norðurlandanna 1958.
Bergur hóf búskap á Felli 1959 og stundaði þar búskap til 1986 er Anton Torfi, sonur hans, tók við búinu. Hann var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrhreppinga 1986-95 er sjóðurinn var sameinaður Sparisjóði Þingeyrarhrepps. Auk þess stundaði Bergur túnmælingar og kortateikningar fyrir Búnaðarsamband Austurlands og fyrir Búnaðarsamband Vestfjarða 1962 og 1963, og var kennari við Héraðsskólann á Núpi 1961-62 og 1966-75.
Bergur flutti til Þingeyrar 1995 og hefur búið þar síðan. Hann starfaði við Kaupfélag Dýrfirðinga síðasta rekstrarár þess og var síðan fulltrúi á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar á árunum 1998 til starfsloka, 2007, er hann var 70 ára.