14. febrúar 1966 - Íslendingum gefiđ Jónshús í Kaupmannahöfn
Jón Sigurðsson forseti frá Hrafnseyri við Arnarfirði og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans bjuggu um langt skeið.
Þar er nú Jónshús....
Meira
„Það kemur upp hvert málið á fætur öðru, sem benda til þess að stjórnsýslan geri of oft alvarleg mistök og virðist ekki hafa yfirsýn yfir verksvið sitt.“ Svo skrifaði Styrmir Gunnarsson í gær.
Reynisfjara og Silfra eru nýjasta dæmið. Við viljum græða og græða og græða á ferðamönnum. En vit okkar virðist bara ekki ná lengra. Að við skulum ekki hreinlega loka umræddum stöðum að óbreyttu er algjörlega óskiljanlegt venjulegu fólki. En það má auðvitað ekki banna neitt á landi hér eins og við vitum. Aldrei að segja nei. Við þurfum nefnilega að græða peninga sama hvað það kostar.
...Kómedíuleikhúsið hefur undanfarinn mánuð sýnt hið áhrifamikla leikrit Gísli á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu.
Upphaflega stóð til að sýningarnar yrðu tvær eða þrjár en eru nú komnar í 12 og enn er bætt við aukasýningum.
Þrjár aukasýningar á Gísla í Þjóðleikhúsinu verða núna í vikunni.
Sýnt verður miðvikudaginn 15. febrúar kl.19.30,
laugardaginn 18. febrúar kl.17.00
og loks sunnudaginn 19. febrúar kl.17.00.
Eru þetta allra síðustu sýningar á Gísla á Uppsölum og því borgar sig ekkert að fresta því að skella sér í leikhúsið.
Miðasala á aukasýningarnar þrjár fer fram á www.tix.is Einnig er hægt að bóka miða í miðasölusíma Þjóðleikhússins 551 1200.
...Ef ég man rétt, sem ég man, eins og Góði dátinn Svejk sagði stundum, átti leikkonan Judy Garland stórleik í söngvamyndinni A star is born, Stjarna er fædd, árið 1954. Var það nokkurs konar frægt „comeback“ hjá henni og er önnur saga.
En hvað kemur þetta málinu við í dag? Jú, það liggur á borðinu hér og nú að stjarna er fædd hjá RÚV á okkar litla landi. Er það Fanney Birna Jónsdóttir sem greinilega er að slá í gegn í Silfrinu, áður kennt við Egil okkar. Þarna stjórnaði þessi unga kona þættinum í morgun eins og sá sem valdið hefur, köld og ákveðin. Þó án nokkurs hroka eða framhleypni.
...Sú var tíðin að kanadískur snjóbill af gerðinni Bombardier ók hér um fjöll og firnindi í Vestfirsku Ölpunum að vetrarlagi. Stóð fátt fyrir honum og mátti um hann segja að margur er knár þótt hann sé smár. Farartæki þetta tók tvo farþega, auk bílstjóra. Var hann í eigu þeirra Hrafnseyrarhjóna sem þá voru. Fór hann margar ferðir á milli Þingeyrar og Hrafnseyrar og var í alls konar öðru snatti í mörg ár.
Á myndinnin, sem tekin var 17. apríl 1988, eru þau Elís Kjaran og Guðrún Steinþórsdóttir á Hrafnseyri fyrir framan þann kanadíska. Elli okkar fór margar ferðir á Bomba litla sem við kölluðum. Sá kunni nú heldur betur við sig þar undir stýri. Sama mátti segja um frúna. Hún var liðtækur snjóbílstjóri, enda með gamla meiraprófið! Mikið viðhald var á gömlu snjóbílunum og er kannski enn á þeim nýrri.
...