13.02.2017 - 22:34 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson
Stjórnsýslan: - Hvert málið á fætur öðru bendir til alvarlegra mistaka
„Það kemur upp hvert málið á fætur öðru, sem benda til þess að stjórnsýslan geri of oft alvarleg mistök og virðist ekki hafa yfirsýn yfir verksvið sitt.“ Svo skrifaði Styrmir Gunnarsson í gær.
Reynisfjara og Silfra eru nýjasta dæmið. Við viljum græða og græða og græða á ferðamönnum. En vit okkar virðist bara ekki ná lengra. Að við skulum ekki hreinlega loka umræddum stöðum að óbreyttu er algjörlega óskiljanlegt venjulegu fólki. En það má auðvitað ekki banna neitt á landi hér eins og við vitum. Aldrei að segja nei. Við þurfum nefnilega að græða peninga sama hvað það kostar.