Eftirmæli: - Rögnvaldur Ólafsson
Hafði hann lengi átt í stríði við berklaveikina og var stundum sem honum batnaði nokkuð um hríð, en aldrei stóð sá bati til lengdar, og nú varð þessi veiki honum að bana.
Hann var á besta aldri, 42 ára gamall, fæddur 5. des. 1874, ættaður af Vesturlandi. Foreldrar hans, Ólafur Sacharíasson og Veróníka Jónsdóttir, bjuggu á Ytrihúsum i Dýrafiriði. Móðurafi Rögnvalds, Jón Eyjólfsson, var lengi prestur á Hornströndum, dáinn 1869, en móðir sjera Jóns Eyjólfssonar var Guðrún dóttir sjera Jóns Þorlákssonar skálds á Bægisá og Margrjetar Bogadóttur í Hrappsey. Er faðir Rögnvalds dáinn fyrir mörgum árum, en móðir hans enn á lífi, hjá Jóni syni sínum, trjesmrð á Isafirði....
Meira