A A A
  • 1975 - Sesselja Hreinsdóttir
  • 1977 - Elísabet Sif Helgadóttir
  • 2011 - Máni Sigurjónsson
21.02.2017 - 21:21 | Vestfirska forlagið,timarit.is,Björn Ingi Bjarnason

Eftirmæli: - Rögnvaldur Ólafsson

Rögnvaldur Ólafsson (1874 - 1917).
Rögnvaldur Ólafsson (1874 - 1917).
« 1 af 4 »
Rögnvaldur Ólafsson húsameistari andaðist á heilsuhælinu á Vífilsstöðum 14. þ. m. (14. febrúar 1917). 
Hafði hann lengi átt í stríði við berklaveikina og var stundum sem honum batnaði nokkuð um hríð, en aldrei stóð sá bati til lengdar, og nú varð þessi veiki honum að bana.
Hann var á besta aldri, 42 ára gamall, fæddur 5. des. 1874, ættaður af Vesturlandi. Foreldrar hans, Ólafur Sacharíasson og Veróníka Jónsdóttir, bjuggu á Ytrihúsum i Dýrafiriði. Móðurafi Rögnvalds, Jón Eyjólfsson, var lengi prestur á Hornströndum, dáinn 1869, en móðir sjera Jóns Eyjólfssonar var Guðrún dóttir sjera Jóns Þorlákssonar skálds á Bægisá og Margrjetar Bogadóttur í Hrappsey. Er faðir Rögnvalds dáinn fyrir mörgum árum, en móðir hans enn á lífi, hjá Jóni syni sínum, trjesmrð á Isafirði....
Meira
21.02.2017 - 20:21 | Björn Ingi Bjarnason,Emil Ragnar Hjartarson,Vestfirska forlagið

GAMALL FERÐAMÁTI

 Ferjuskylda  var á Gemlufalli og sá bóndinn um að ferja fólk yfir fjörð á Gemlufallsbátnum.  Ljósm.: Safn Emils R. Hjartarsonar.
Ferjuskylda var á Gemlufalli og sá bóndinn um að ferja fólk yfir fjörð á Gemlufallsbátnum. Ljósm.: Safn Emils R. Hjartarsonar.
Vegagerð fyrir Dýrafjörð til Þingeyrar lauk haustið 1954. Þangað til var ferjuskylda á Gemlufalli og sá bóndinn um að ferja fólk yfir fjörð á Gemlufallsbátnum. 
Svo var smíður ferja á Þingeyri til að flytja mikinn farangur, bíla og einng sauðfé.
Kaupfélag Dýrfirðinga átti ferjuna. Hægt var að leggja gafl ferjunnar niður og mynda "landgöngubrú" sem bílar óku eftir um borð. Bílum var alltaf bakkað upp í ferjuna. Í fjörunni, sniðhallt fyrir neðan Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar var lending ferjunnar. Þar mynduðu samankræktar járnplötum braut að aka eftir í hana. Annars staðar var enginn sérstakur búnaður í fjöru og gat verið basl að koma bílum í land....
Meira
21.02.2017 - 17:07 | Vinir alþýðunnar,Vestfirska forlagið,Menningar-Staður

Menningarfulltrúi -Vestfirska forlagsins- að störfum

Vinningashafar voru. F.v.:  Þórður Grétar Árnason, Selfossi, Elfar Guðni Þórðarson, Stokkseyri og Siggeir Ingólfsson, Eyrarbakka.
Vinningashafar voru. F.v.: Þórður Grétar Árnason, Selfossi, Elfar Guðni Þórðarson, Stokkseyri og Siggeir Ingólfsson, Eyrarbakka.
« 1 af 3 »

Afmælissamkoma - Menningar-Staður í fjögur ár


Í fyrradag voru fjögur ár frá því vefurinn vinsæli  „Menningar-Staður"  fór í loftið.  Það var þann 19. febrúar 2013. 


Í tilefni þessa var sérlaga vel heppnað  morgunboð hjá -Vinum alþýðunnar- að Sölvabakka á Eyrarbakka í morgun, þriðjudaginn  21. febrúar 2017.


Létt var yfir -Vinum alþýðunnar- hvað sagðar voru sögur af manni og öðrum að þeirra hætti.


Verstfirska forlagið á Þingeyri heiðraði samkomuna og hið  góða starf –Vina alþýðunnar- með bókalottói.
Vinningashafar voru:

...
Meira
21.02.2017 - 06:05 | Björn Ingi Bjarnason,Kvennablaðið,Vestfirska forlagið

Maðurinn einn með sjálfum sér

Elfar Logi Hannesson sem Gísli á Uppsölum.
Elfar Logi Hannesson sem Gísli á Uppsölum.
Kómedíuleikhúsið hefur á undanförnum árum unnið mikilvægt þrekvirki þegar kemur að því að efla og lífga menningu, ekki einasta á landsbyggðinni heldur á landinu öllu; Je suis Vestfirðir! 
Stofnandi þess og helsti listræni starfskraftur hefur frá upphafi verið Elfar Logi Hannesson og ásamt nokkrum viðlíka frumkvöðlum er óhætt að segja – og hvergi ofsagt – að þeir séu flaggskip íslenskrar byggðastefnu. Það er raunsæi að segja, að betur má búa að og hlúa að slíkum frumkvöðlum og stjórnvöld ættu að vita og skilja, að þessar örsmáu menningarstofnanir eru hreinræktuð sálver hverri byggð sem á og eins smáar og þær eru, örva þær hugvöxtinn meira en nokkurt álver örvar hagvöxt!...
Meira
20.02.2017 - 21:12 | Vestfirska forlagið,Emil Ragnar Hjartarson,Björn Ingi Bjarnason

ÖNUNDUR - DÝRI

Emil Ragnar Hjartarson.
Emil Ragnar Hjartarson.
Á vegavinnuárunum lá leiðin um Vestur-Ísafjarðarsýslu -- aðallega um Önundarfjörð allt frá Flateyri, fyrir fjörð og í Valþjófsdal og Ingjaldssaand, sem er að vísu í Mýrahreppi en Önfirðingar vilja eiga hann líka. -- Um Dýrafjörð allt frá Gerðhömrum í Svalvoga.   

Um Önundarfjörð var lengstum farin hraðferð í venjulegu viðhaldi vega en í innanverðum Dýrafirði var vegavinnuflokkurinn langdvölum meðan unnið var að því koma Þingeyri í vegasamband. Ég varð þess vegna vel kunnugur þar og átti marga vini og kunningja .Í Önundarfirði naut ég þess að vera innfæddur, þekkti mínar heimaslóðir.

Lýður Jónsson, yfirverkstjóri, lagði áherzlu á að við "strákarnir" hans lærðum örnefni á vinnusvæðinu " annars er ekki hægt að senda ykkur þangað sem þörf er á. "
...
Meira
20.02.2017 - 19:50 | Vestfirska forlagið,Höfrungur,Björn Ingi Bjarnason

Lilli og Mikki flytja á Þingeyri

Meðfylgjandi mynd er í sýningu Leikdeildar Höfrungs á Kardemommubænum.
Meðfylgjandi mynd er í sýningu Leikdeildar Höfrungs á Kardemommubænum.

Leikdeild Höfrungs á Þingeyri hefur vakið athygli síðustu ár fyrir sérlega vandaðar og ævintýralegar fjölskyldu leiksýningar. Fyrst var það hin óborganlega Lína Langsokkur þar á eftir Galdrakarlinn í Oz og í fyrra var það hinn dásamlegi Kardemommubær eftir Thorbjörn Egner. Enn leitar leikdeildin í sjóð Egners því nú á að taka hitt leikritið og færa á fjalirnar. Nefnilega Dýrin í Hálsaskógi.

Sérstakur kynningarfundur um þessa stóru og miklu uppfærslu er laugardaginn 25. febrúar kl. 13.01 í Stefánsbúð á Þingeyri. Allir eru velkomnir hvort heldur sem fólk vill leika, smíða, sauma, mála eða bara forvitnast um verkefnið. Í framhaldinu hefjast svo æfingar sem standa yfir næstu vikurnar.
Leikstjóri er Elfar Logi Hannesson sem hefur leikstýrt öllum uppfærslum leikdeildarinnar. Frumsýning verður föstudaginn 7. apríl í Félagsheimilinu á Þingeyri sem gárungarnir eru farnir að kalla miðstöð leiklistar á Vestfjörðum.  Fleiri sýningar verða þá helgi og svo að sjálfsögðu alla páskana.

...
Meira
20.02.2017 - 13:49 | Vestfirska forlagið,Reykhólavefurinn,Björn Ingi Bjarnason

Þjóðvegur 2 um Vestfirði gæti verið segull

Vestfirðir á kortinu magnaða í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ljósm.: BIB
Vestfirðir á kortinu magnaða í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »

„Það bíða okkar risavaxin verkefni sem eru gríðarlega brýn, sem skipta öllu máli fyrir stór landsvæði og uppbyggingu í atvinnulífi á þeim. Ég nefni verkefni eins og Dettifossveginn, einnig lagningu vegar um Teigsskóg, Dýrafjarðargöng sem eru komin í gang og síðan þarf að fara í framkvæmdir við Dynjandisheiði í framhaldinu,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra í samtali í Viðskiptablaðinu.
Jón segir að frekari uppbygging á landsbyggðinni geti hjálpað til við að dreifa ferðamönnum betur um landið, til að mynda með hringvegi um Vestfirði sem myndi opna þann landshluta fyrir ferðamönnum.

...
Meira
20.02.2017 - 13:31 | Vestfirska forlagið,Blaðið - Vestfirðir,Björn Ingi Bjarnason

Árbók Barðastrandarsýslu 2016

Árbók Barðastrandarsýslu 2016.
Árbók Barðastrandarsýslu 2016.
Sögufélag Barðastrandarsýslu hefur nýlega gefið úr árbók Barðastrandarsýslu fyrir árið 2016. Þetta er 27. árgangur árbókarinnar.
Ritstjóri árbókarinnar er Daníel Hansen og aðrir í ritnefnd eru; Lilja Magnúsdóttir, Páley Kristjánsdóttir og Rögnvaldur Bjarnason.
Í formála Daníels Hansen segir að það sé þó nokkuð afrek fyrir fámennt félag að gefa út eina bók á ári, en það sé "allt gert af miklum áhuga á átthögunum, ekki hvað síst hjá þeim sem yngri eru og leita í rætur sínar." Þá vekur Daníel athygli á því að mikið efni sé til þar sem margir forfeðranna hafi haft þörf fyrir að skrifa niður margvíslegt efni og þannig séu til heilu stílabækurnar.
En það er ekki nóg að eiga efnið heldur þarf það að vera aðgengilegt. Daníel Hansen hvetur yfirvöldd í Barðastrandarsýslu til þess að koma upp skjalasafni í sýslunni. Þar væri hægt að safna saman öllu því efni sem til er og annars yrði væntanlega hent. 

Í árbókinni er margvíslegt efni....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31