100 ára dagbækur úr Dýrafirði
Eru þetta mest veðurlýsingar?
„Já, þetta eru mest veðurlýsingar og það sem hefur helst verið öðruvísi þann daginn Það sem þau fara og gera annað en venjulega,“ segir Borgný Gunnarsdóttir, afkomandi Guðjóns.
Eru þetta mest veðurlýsingar?
„Já, þetta eru mest veðurlýsingar og það sem hefur helst verið öðruvísi þann daginn Það sem þau fara og gera annað en venjulega,“ segir Borgný Gunnarsdóttir, afkomandi Guðjóns.
Eftirfarandi kom upp úr heita pottinum og bárulaugunum í sundlauginni á Þingeyri í gærmorgun:
Við beinum þeim eindregnu tilmælum til samninganefnda sjómanna og útvegsmanna að þeir láti skynsemina ráða og semji nú þegar um sín mál. Það er þjóðarnauðsyn. Við minnum á viturleg orð hins margreynda samningamanns, Magnúsar Óskarssonar borgarlögmanns, í bók hans Með bros í bland:
„Samningar eru málamiðlun, það er afsláttur frá kröfum. Í því felst að menn verða að beygja sig og éta ofan í sig sumt af því sem þeir hafa fullyrt og staðið fast á.“
Og margir spekinganna í Akademíunni vilja taka undir þá skoðun að sjómenn eiga skilið dagpeninga. Ekki síður en ríkisstarfsmenn og aðrir landkrabbar sem sumir eru nefnilega á dagpeningum bæði nótt og dag!
...Það sannast jafnvel daglega ef einhver ber af í þessu þjóðfélagi, eða er eitthvað öðruvísi en aðrir, þá er hann oftar en ekki Vestfirðingur eða a.m.k. af vestfirskum ættum. Sjáiði til dæmis karakterinn Sverri Kristjánsson, sagnfræðing, (sjá Moggann og Þingeyrarvefinn). Auðvitað var hann Vestfirðingur. Hvað annað! Foreldrar hans voru Kristján Guðmundsson, bóndi í Þverdal og Kjaransvík í Sléttuhreppi og síðar í Reykjavík, og k.h., Guðrún Vigdís Guðmundsdóttir húsfreyja. Sem sagt geirnegldur Hornstrendingur!
Ekki þarf að fara mörgum orðum um íslensku sjómannastéttina. Þar má heita valinn maður í hverju rúmi fyrr og síðar. Með allra harðfengustu mönnum á jarðarkringlunni. Úrræðagóðir og gætnir en samt framsæknir. Þar skipa Vestfirðingar öndvegið í huga margra okkar landkrabbanna. Standa í stafni. Til dæmis Eiríkur Kristófersson, skipherra, Barðstrendingurinn frá Brekkuvelli. Svo aðeins einn sé nefndur.
Gylfi varð stúdent frá MR árið 1936. Hann lauk kandídatsprófi í hagfræði frá háskólanum í Frankfurt am Main árið 1939, í þann mund sem seinni heimsstyrjöldin var að brjótast út. Árið 1954 lauk Gylfi doktorsprófi frá sama skóla. Gylfi var ásamt Ólafi Björnssyni prófessor brautryðjandi í hagfræðikennslu við Háskóla Íslands, þar sem hann starfaði sem dósent og síðar prófessor í næstum þrjá áratugi.
Gylfi var þingmaður Alþýðuflokksins í 32 ár, frá 1946-1978. Hann var menntamálaráðherra í alls 15 ár (1956-71) og mennta- og viðskiptaráðherra 1958-1971. Hann var formaður Alþýðuflokksins frá 1968-1974. Hann gegndi þess utan fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum, t.d. átti hann sæti í Þjóðleikhúsráði í rúma þrjá áratugi, í Norðurlandaráði 1971-78 og var formaður Norræna félagsins og í stjórn Norræna hússins á árunum 1978-93.
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 kl. 17-17.40 heldur Páll Björnsson, prófessor í sagnfræði og nútímafræði við Háskólann á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Maður í mynd: Myndefnið í minningunum um Jón forseta. Aðgangur er ókeypis.
Á 20. öld varð Jón Sigurðsson að einu mikilvægasta sameiningartákni meðal Íslendinga. Þá gengu minningarnar um Jón í gegnum endurnýjun lífdaga með margvíslegum hætti, t.a.m. hátíðahöldum, sögusýningum, pílagrímastöðum, minnismerkjum, kveðskap, bókaútgáfu, minjagripum og myndverkum. Í fyrirlestrinum verður kastljósinu beint að hinu myndræna í þessari þróun, þ.e. hvernig myndefni hefur verið notað til þess að styrkja og viðhalda stöðu hans sem þjóðhetju.
Það var mitt lán að eiga löng og hlý samskipti við Gylfa. Hann og faðir minn urðu vinir í menntaskóla og þess naut ég um langt árabil. Þegar faðir minn lést í flugslysi árið 1951 var ég 10 ára gamall. Gylfi reyndist móður minni hjálparhella og á unglingsárunum átti ég skjól hjá þeim Gylfa og hans mætu eiginkonu, Guðrúnu Vilmundardóttur. Þar eignaðist ég vináttu Þorsteins og Vilmundar sona þeirra.
...Móðurafi Sverris, Guðmundur Gíslason í Ánanaustum, var bróðir Péturs Ó. Gíslasonar, bæjarfulltrúa og útgerðarmanns í Ánanaustum, langafi Páls Bergþórssonar, fyrrv. veðurstofustjóra, föður Bergþórs óperusöngvara.
...