A A A
  • 1966 - Kristján Gunnar Bjarnason
  • 1966 - Óskar Gunnarsson
13.02.2017 - 05:00 | Vestfirska forlagiđ,ruv.is,Morgunblađiđ,Björn Ingi Bjarnason

Opna á 60 nemenda skóla á Flateyri

Fjölmenni á stofnfundi Lýđháskóla á Flateyri. Ljósm.: Áslaug Guđrúnardóttir.
Fjölmenni á stofnfundi Lýđháskóla á Flateyri. Ljósm.: Áslaug Guđrúnardóttir.
« 1 af 10 »
Troðfullt var á fundi Flateyringa sl. laugardag í Félagsbæ þar sem rædd var stofnun lýðháskóla í bænum. Umhverfi Flateyrar hentar mjög vel fyrir lýðháskóla og er stefnt að því að opna 60 nemenda skóla haustið 2018 og er markhópurinn 18-35 ára. Ekki er útilokað að hægt væri að hefja starfið núna í haust en ekki er útséð með fjármögnun og þátttöku mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

 

Stefnt er að því að vera með fjórar námsleiðir; samþættingu á kvikmyndum og tónlist, umhverfisþátt og almenna braut. Nú þegar hafa 30 manns verið í sjálfboðavinnu að leggja verkefninu lið en vonast er til að skólinn skapi ný störf fyrir Flateyringa og styrki innviði samfélagsins.

 

Yfir hundrað manns á stofnfélagaskrá

Stofnfundur félagsins var með þeim fjölmennari sem hefur verið haldinn á Flateyri í langan tíma og yfir hundrað manns skráðu sig á stofnfélagaskrá. Hlutverk nýskipaðrar stjórnar er að þróa verkefnið áfram og fullfjármagna það í samstarfi við stjórnvöld og fleiri. Dagný Arnalds segir að fjármögnun sé komin á ágætis rekspöl og að nýskipuð stjórn sé bjartsýn á framhaldið: „Að finna það að það er svo mikil þátttaka hérna í dag rennir stoðum undir það að það er áhugi fyrir því að þetta verði að veruleika og við fáum byr undir vængina.“

Frumvarp um lýðháskóla liggur ekki fyrir

Alþingi ályktaði síðastliðið sumar að fela menntamálaráðuneytinu að hefja vinnu við gerð frumvarps til almennrar löggjafar um lýðháskóla á Íslandi, sem hefur ekki verið til staðar. Ekki er ljóst hvenær frumvarpið verður lagt fyrir en Dagný segir að burt séð frá því, sé stefnt á að skólastarf lýðháskólans á Flateyri hefjist ekki seinna en haustið 2018.

Byggir á norrænni fyrirmynd 

Skólinn mun byggja á lýðháskólahefðum sem þekkjast á Norðurlöndunum sem og leggja áhreslu á mann- og sjálfsrækt. Að nemendur geti sniðið nám sitt að sínum þörfum. Ekki verður lögð áhersla á próf eða einingar heldur þáttöku og er gert ráð fyrir því að fólk geti dvalið í eina til tvær annir.



« Desember »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31