25.02.2017 - 20:19 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason
Björn Pálsson (1905 - 1996).
Húni II
Björn Pálsson fæddist á Snæringsstöðum í Svínadal 25.2. 1905. Foreldrar hans voru Páll Hannesson, bóndi á Snæringsstöðum og síðar á Guðlaugsstöðum, og k.h., Guðrún Björnsdóttir húsfreyja.
Meðal bræðra Páls voru Guðmundur læknaprófessor og Jón á Brún, langafi Guðrúnar Agnarsdóttur læknis og Ástríðar Thorarensen hjúkrunarfræðings. Guðrún Björnsdóttir var hálfsystir Sigurgeirs, föður Þorbjarnar prófessors, og hálfsystir Þorsteins, frumbýlings á Hellu, föður Björns sagnfræðiprófessors.
Guðrún var dóttir Björns Eysteinssonar, bónda í Grímstungu, bróður Ingibjargar, langömmu Friðriks Sophussonar, fyrrv. ráðherra.
Meðal systkina Björns voru Hannes bóndi á Undirfelli, afi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors, Hulda, húsfreyja á Höllustöðum, móðir Páls Péturssonar, fyrrv. alþm. og ráðherra, og Halldór búnaðarmálastjóri.
Eiginkona Björns var Ólöf Guðmundsdóttir frá Flatey á Skjálfanda og eignuðust þau 10 börn.
...
Meira