A A A
  • 2009 - Sigmundur Logi Þórðarsson
09.03.2017 - 21:49 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Vestfirskir iðnaðarmenn 1: - Bjarndís málarameistari og hennar menn hafa gert garðinn frægan!

Bjarndís og öðlingurinn Gunnar Hólm Sumarliðason, sem lengi starfaði með henni, og allt nýmálað á Hrafnseyri.
Bjarndís og öðlingurinn Gunnar Hólm Sumarliðason, sem lengi starfaði með henni, og allt nýmálað á Hrafnseyri.
« 1 af 6 »

Margar þjóðir heimskringlunnar  hafa skilið það að verkleg menntun og menning er einn af grunnþáttum í velmegun þjóðanna ekki síður en að vera lærður upp á bókaramennt. En svo virðist sem við Íslendingar höfum átt eitthvað erfitt með að skilja þessa staðreynd. Góður iðnaðarmaður er gulls ígildi. Alveg á sinn hátt eins og góðir sjómenn eða bændur sem vita hvað þeir eru að gera. Maður bar mikla virðingu fyrir mönnum eins og Matthíasi í Smiðjunni á Þingeyri og Geira á Guggunni svo aðeins tveir séu nefndir. Þetta voru stórkostlegir menn, sem kunnu sitt fag.

   Bjarndís Friðriksdóttir er kona nefnd. Hún er málarameistari á Ísafirði eins og flestir vita. Bara fædd með pensil í höndum ef svo mætti segja. Hvers manns hugljúfi, alveg eins og málarameistarinn Friðrik Bjarnason pabbi hennar var. Vestfirskir  iðnaðarmenn af fyrstu gráðu.

   Bjarndís er nokkurs konar hirðmálarameistari í Auðkúluhreppi. Ef þarf að lyfta pensli í Mjólká er hún kölluð til. Sama á Hrafnseyri. Meðfylgjandi myndir, sem teknar voru á Hrafnseyri í júlí og ágúst 2001, segja sína sögu og þurfa ekki vitnanna við.

Málararnir og Svandís Bára, bæjarfrú, tóku myndirnar.


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31