25.07.2017 - 17:02 | Vestfirska forlagið,Reykhólavefurinn,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is
ÍBÚI ÁRSINS Í REYKHÓLAHREPPI
Nú stendur yfir kosning íbúa ársins í Reykhólahreppi og skulu tilnefningar sendar á tómstundafulltrúa hreppsins. Í tilnefningunni þarf að koma fram fyrir hvað tilnefningin er og hver nefnir.
Í fyrra hlaut fyrrum frumkvöðull og starfsmaður bb.is Hlynur Þór Magnússon útnefninguna „íbúi ársins“ fyrir umsjón með vefsíðu Reykhólahrepps, þar áður Ingibjörg Kristjánsdóttir héraðshjúkrunarfræðingur.
Á vef Reykhólahrepps kemur fram að bæði hafi þau lagt meira í sín störf en starfslýsing beinlínis kveður á um og samfélagið notið góðs af í ríkum mæli.
Íbúi ársins 2017 verður heiðraður á Reykhóladögum sem haldnir eru næstu helgi og skila þarf tilnefningum fyrir kl. 22:00 í kvöld.