Mynd dagsins: - Þrír brautryðjendur í vestfirskri vegagerð
Þrír brautryðjendur.
Þessir þrír menn hafa allir komið mikið við sögu vegagerðar á Vestfjörðum. Í raun og veru helgað þeim ævistarf sitt að miklu leyti.
Frá vinstri:
Gunnar G. Sigurðsson frá Ketilseyri. Hann er einn af þessum ómissandi mönnum í dag í sambandi við vegina hér vestra.
Elís Kjaran Friðfinnsson frá Kjaransstöðum, en þar var hann einnig bóndi lengi. Elís lést 2008.
Guðmundur Steinarr Gunnarsson frá Þorfinnsstöðum í Valþjófsdal í Önundarfirði. Guðmundur starfaði lengi sem vörubifreiðarstjóri og flutti þá mikið af möl í hinar vestfirsku akbrautir. Síðar var hann lengi í ábyrgðarmiklum stjórnunarstöðum hjá Vegagerðinni.
Í baksýn er vegurinn hans Ella í Hrafnholum undir Helgafelli í Dýrafirði. Svo er að sjá sem vegurinn hafi alltaf verið þarna!
Ljósmyndina tók Hallgrímur Sveinsson í síðustu ferð þeirra félaganna saman um Vestfirsku Alpana.