A A A
  • 1920 - Jón Ţ Sigurđsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guđbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríđur Króknes Torfadóttir
10.08.2017 - 08:56 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Kubb er komiđ til ađ vera

Íţrótt. -  Kubb er skemmtileg íţrótt fyrir alla fjölskylduna. Hér má sjá keppendur á mótinu sem fram fór á Flateyri.
Íţrótt. - Kubb er skemmtileg íţrótt fyrir alla fjölskylduna. Hér má sjá keppendur á mótinu sem fram fór á Flateyri.
« 1 af 14 »

Íslandsmótið í kubbi haldið í annað sinn á Flateyri.

„Þetta fór allt saman ótrúlega vel fram,“ sagði Huldar Breiðfjörð, einn skipuleggjenda Íslandsmótsins í kubbi sem fram fór á Flateyri um liðna helgi. Er það í annað skiptið sem mótið er haldið. Í samtali við Morgunblaðið sagði Huldar að allt hefði gengið vel fyrir sig og mikill fjöldi fólks hefði mætt. „Það var keppt í þriggja manna liðum og alls voru 24 lið skráð til leiks svo alls voru 72 keppendur. Svo var einhver fjöldi af áhorfendum líka.“

Eins og fram hefur komið var mótið haldið í annað sinn á Flateyri en í fyrra voru helmingi færri lið skráð til leiks, og því má segja að vinsældir mótsins fari vaxandi. Skrá þurfti hvert lið þar sem takmarkaður fjöldi gat keppt, en þrátt fyrir það tvöfaldaðist fjöldi skráðra liða milla ára.

Allir geta verið með

Spurður hvers vegna Flateyri hafi orðið fyrir valinu sem ákjósanlegur keppnisstaður segir Huldar ástæð- una vera einfalda. „Við sem stöndum að þessu móti eyðum töluverðum tíma á Flateyri á sumrin svo það einhvern veginn kom ekki annað til greina en að halda þetta þar.“

Mótið fór fram á flötinni við Hafnarstræti, fyrir framan krána Vagninn. Vinningsliðið í fyrra bar nafnið Hafberg en þeim tókst ekki að verja titilinn í ár. Sigurvegarar mótsins nú var liðið Reykjavíkurdætur.

Á Facebooksíðu viðburðarins kom fram að þær hefðu sigrað með glæsilegu regnbogakasti sem er svar íþróttarinnar við hjólhestaspyrnunni í knattspyrnu.

Íþróttin kubb er ekki ný af nálinni og geta allir tekið þátt í henni. Því er um sannkallaða fjölskylduskemmtun að ræða. Reykjavíkurdætur hlutu vegleg verðlaun frá Vagninum, Bryggjukaffi og Kayak Flateyri en dómari í keppninni var Tryggvi Jónsson.

Stefnir í árlegan viðburð

Að lokinni keppni var svo haldin vegleg flugeldasýning um kvöldið sem Freyr Frostason, einn skipuleggjenda mótsins, stjórnaði. Spurður hvort Íslandsmótið í kubbi verði haldið að ári segir Huldar ekkert því til fyrirstöðu. „Við finnum fyrir vaxandi áhuga fólks á þessu svo það ætti ekki að vera neitt sem kemur í veg fyrir að við höldum þetta aftur að ári liðnu.“

LEIKREGLUR ÍÞRÓTTARINNAR SEM HÓFST SEM BARNASPIL
Hvernig skal spila kubb?

Til þess að spila þurfa keppendur að útvega sér spilið kubb, sem fá má m.a. í Rúmfatalagernum og fleiri verslunum. Völlurinn sem spilað er á er 5 metrar á breidd og 8 metrar á lengd. Tvær stikur eru settar sitthvorumegin við miðju vallarins og kóngurinn á milli þeirra. Kubbarnir fara svo fimm á sinn hvorn enda vallarins.

Skipt er í tvö lið og markmiðið er að kasta sex prikum í kubba mótherjanna. Ef leikmaður fellir kubb kastar lið mótherjana kubbnum yfir á vallarhelming þess liðs sem felldi hann. Þessir kubbar kallast vallarkubbar og á lið mótherjanna að reyna að fella þá. Það lið vinnur sem fellir alla fimm kubbana og kónginn. Gæta þarf þess að kóngurinn sé felldur síðastur allra kubba, annað þýðir tap.


Morgunblaðið 10. ágúst 2017.

 

 

« Janúar »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31