A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
18.08.2017 - 17:35 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

Menntaskólinn á Ísafirđi var settur í dag

Frá skólasetningunni. Ljósm.: Júlía Björnsdóttir.
Frá skólasetningunni. Ljósm.: Júlía Björnsdóttir.
« 1 af 10 »

48 nýnemar hófu nám við Menntaskólann á Ísafirði í dag, föstudaginn 18. ágúst 2017, en alls eru nemendur þessa haustönn 254.

Fjarnámsnemar eru orðnir 114 og enn er verið að afgreiða umsóknir um fjarnám, en skólinn er eins og undanfarin ár í samstarfi við 12 aðra framhaldsskóla á landsbyggðinni undir merkjum Fjarmenntaskólans. Hlutfall starfs- og verknáms er hátt eins og oftast áður í MÍ eða um 36%.

Auk bóknámsbrauta verða nemendur á 7 starfs- og verknámsbrautum í haust.

Að sögn skólameistara, Hildar Halldórsdóttur munu 16 nemendur hefja nám í húsasmíði en hún verður að þessu sinni kennt í lotubundnu fjarnámi með dagskólakennslu.

Frá árinu 2014 hefur skólinn boðið upp á skipstjórnarnám í lotubundu fjarnámi í samstarfi við Tækniskólann sem hefur gefist vel og aðsókn í það nám hefur verið góð.

Hildur segir heimavistina vel nýtta og aðeins örfá herbergi laus.

Vel hefur gengið að ráða kennara til skólans enda lítil starfsmannavelta milli anna og eru allar stöður mannaðar.

Skólinn hefur nú tekið við rekstri Mötuneytis MÍ af Hugljúfu Ólafsdóttur sem rekið hefur mötuneytið mörg undanfarin ár. Halldór Karl Valsson matreiðslumaður hefur verið ráðinn til að veita mötuneytinu forstöðu.

Hildur segir að áfram lögð áhersla á leiðsagnarnám í kennslu (e. formative assessment), en í því felst m.a. að virkja nemendur til þess að vera eigendur og ábyrgðarmenn á eigin námi.


« Desember »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31