A A A
  • 1968 - Freyr Jónsson
  • 1973 - Sigmar Örn Sigþórsson
  • 1996 - Viktoría Fönn Kjerúlf
28.08.2017 - 17:23 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

EGILL ÍS 77 FRÁ ÞINGEYRI BRANN

Egill ÍS 77 eftir brunann.
Egill ÍS 77 eftir brunann.
« 1 af 2 »

Klukkan hálf ellefu í gærkvöldi hafði  Egill ÍS-77, sem er 70 brúttótonn dragnótarbátur frá Þingeyri, samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnti um eld í ljósavélarými.
Skipverjar sem eru fjórir sögðust vera búnir að loka öllu að vélarrýminu til að hefta útbreyðslu eldsins og til að freista þess að kæfa hann. Egill var staddur út af mynni Dýrafjarðar.


Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði til nærstaddra skipa og báta og óskaði eftir að þau stefndu að Agli ÍS-077, auk þess sem áhöfn TF-LÍF var ræst út sem og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á vestfjörðum.


Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi 3 slökkviliðsmenn með TF-LÍF og slökkviliðsmenn af Vestfjörðum voru sendir með bátum á vegum sjóbjörgunarsveita á Vestfjörðum.

...
Meira
28.08.2017 - 07:10 | Vestfirska forlagið,Safnahúsið á Ísafirði,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Gáfu útibekk til minningar um Helenu Björk Þrastardóttir

Það voru frændsystkini hennar, afkomendur Marsellíusar Bernharðssonar skipsmiðs og Albertu Albertsdóttur á Ísafirði, ásamt fjölskyldum sem afhentu gjöfina.
Það voru frændsystkini hennar, afkomendur Marsellíusar Bernharðssonar skipsmiðs og Albertu Albertsdóttur á Ísafirði, ásamt fjölskyldum sem afhentu gjöfina.
« 1 af 2 »
Safnahúsið á Ísafirð fékk í fyrradag, laugardaginn 26. ágúst 2017, afhentan veglegan útibekk til minningar um Helenu Björk Þrastardóttur, bókavörð, sem lést 21. júlí síðastliðinn. Voru það frændsystkini hennar, afkomendur Marsellíusar Bernharðssonar skipsmiðs og Albertu Albertsdóttur á Ísafirði, ásamt fjölskyldum sem afhentu gjöfina.

Helena Björk Þrastardóttir var fædd á Ísafirði 18. ágúst 1981, dóttir Þrastar Kristjánssonar og Þórlaugar Ásgeirsdóttur. 

Undanfarin ár starfaði hún sem bókavörður á bókasafninu á Ísafirði og var vinsæl með gesta safnsins enda einstaklega þjónustulipur og hlý í framkomu. 

...
Meira
28.08.2017 - 06:46 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Smáfyrirtækin: - Gifta og farsæld þjóðanna í atvinnumálum er hjá þeim!

Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar og co hf á Þingeyri er gott dæmi um smáfyrirtæki sem hafði mikil og góð áhrif á umhverfi sitt uppundir heila öld.
Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar og co hf á Þingeyri er gott dæmi um smáfyrirtæki sem hafði mikil og góð áhrif á umhverfi sitt uppundir heila öld.

Fjöldi þjóða hefur af því margfalda reynslu að gifta þeirra og farsæld í atvinnumálum er hjá litlu fyrirtækjunum. Aftur á móti er svo hinn sífelldi misskilningur okkar Íslendinga að allt eigi að vera svo stórt og mikið. Þá er líka fallið þess meira þegar illa fer.


Sumir okkar hér fyrir vestan eru mjög einfaldir menn. Enda er skoðun okkar mjög einföld á atvinnurekstri: Það á að gera allt sem hægt er til að treysta undirstöður smáfyrirtækjanna í landinu. Og gera mönnum kleyft að stofnsetja ný sprotafyrirtæki og tryggja þannig atvinnuna.


Hér er verið að tala um fyrirtæki sem veita allt frá einum manni upp í til dæmis 50 manns atvinnu. 
Og eitt er borðleggjandi:
Ríkissjóður og sveitarfélög fá strax miklar tekjur af slíkum smáfyrirtækjum með virðisaukaskatti og öðrum gjöldum.

...
Meira
27.08.2017 - 22:04 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar- Finnur Magnússon

Finnur Magnússon (1781 - 1847).
Finnur Magnússon (1781 - 1847).
« 1 af 2 »
Finnur Magnússon fæddist 27. ágúst 1781 í Skálholti. Faðir Finns var Magnús Ólafsson lögmaður úr Svefneyjum og föðurbróðir Finns var Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld. Móðir Finns var Ragnheiður dóttir Finns Jónssonar biskups.

Finnur var í fóstri hjá Hannesi biskupi Finnssyni móðurbróður sínum og nam hjá honum skólavísindi og fór síðan til náms í Kaupmannahöfn. 
Finnur sneri til Íslands þegar faðir hans lést og árið 1806 var hann settur málafærslumaður við landsyfirréttinn í Reykjavík og var í því starfi þangað til Jörundur hundadagakonungur svipti hann embætti. Finnur fór þá til Kaupmannahafnar en þegar Jörundur var hrakinn frá völdum tók hann aftur við embætti sínu.

Árið 1812 fór hann aftur til Kaupmannahafnar.

...
Meira
27.08.2017 - 09:22 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Hassferðalag um Vestfirsku Alpana: - "Skyldi þetta hafa verið gott stöff?“

Vegur lagður um Hrafnholur árið 1973. Elli á Teskeiðinni, Land-Roverinn í baksýn. Ljósm.: Elín Pálmadóttir.
Vegur lagður um Hrafnholur árið 1973. Elli á Teskeiðinni, Land-Roverinn í baksýn. Ljósm.: Elín Pálmadóttir.

Það er náttúrlega ýmislegt sem maður upplifir, sem betur fer," sagði síra Baldur stundum. 

Um daginn voru til dæmis tvö pör á ferð á bíl á ævintýraslóðum fyrir Nes. Stórkostlegt! Svo fengu þau sér í pípu öðru hvoru. Allt tekið upp á Snjallsímann. Og sýnt um víða veröld. Bílstjórinn með allt á hreinu, hasspípuna í fanginu og syndandi augu. Vegurinn hans Ella okkar eins og hver önnur hraðbraut! Þetta var náttúrlega stórkostlegt!


 

...
Meira
27.08.2017 - 09:12 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið,Teitur Björn Einarsson

VILL MEÐ LÖGUM HEIMILA VEGAGERÐ UM TEIGSKÓG

Teitur Björn Einarsson og Teigskógur.
Teitur Björn Einarsson og Teigskógur.

Teitur Björn Einarsson alþingismaður telur að rétt og eðlilegt sé að Alþingi heimili framkvæmdir við vegagerð um Teigskóg með sérstökum lögum þegar í haust. 

Í grein sem hann ritar á bb.is á dögunum kemur fram að hann telji að öll efnisleg atriði liggi fyrir hvað varðar umhverfisáhrif vegna vegagerðarinnar, búið sé að taka tillit til margvíslegra athugasemda og draga verulega úr neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar á umhverfið. Þær tafir sem nú eru uppi snúi að stjórnsýslulegum formreglum.


Teitur segir að í ljósi gríðarlegra almannahagsmuna muni það nokkuð vandalaust að rökstyðja nauðsyn fyrir sérstakri heimild til framkvæmda með lögum.

...
Meira
27.08.2017 - 08:56 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Eyþór Jóvinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

GAMANMYNDAHÁTÍÐIN Á FLATEYRI UM MÁNAÐAMÓTIN

Tankurinn á Sólkakka á Flateyri.
Tankurinn á Sólkakka á Flateyri.
« 1 af 2 »

Gamanmyndahátíð Flateyrar verður nú haldin öðru sinni á Flateyri, fyrstu helgina í september 2017.

Það eru Vestfirðingarnir;  þeir Eyþór Jóvinsson og Ársæll Nielsson sem standa fyrir hátíðinni en með dyggum stuðningi Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða, Ísafjarðarbæ og eigendum Tankans á Flateyri en þar fer hátíðin að mestu leyti fram.


Dagskráin er fjölbreytt og er skemmtileg viðbót í annars ríkulega menningarflóru svæðisins.

...
Meira
27.08.2017 - 08:51 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

MARGRÉTI OG SIGURLAUGI ER ÞAKKAÐ

Sigurlaugur Baldursson og Margrét Rakel Hauksdóttir frá Núpi í Dýrafirði.
Sigurlaugur Baldursson og Margrét Rakel Hauksdóttir frá Núpi í Dýrafirði.
Björgunarfélag Ísafjarðar afhenti á dögunum þeim hjónum Margréti Rakel Hauksdóttur frá Núpi í Dýrafirði og Sigurlaugi Baldurssyni þakkarskjöld og risaneyðarkall fyrir stuðning og aðstoð sem þau hafa veitt Björgunarfélaginu.

Margrét og Sigurlaug reka kranaþjónustuna Laugi ehf og Bílaverkstæði SB ehf og hafa verið ósínk á tæki, tól og tíma þegar Björgunarfélagið þarf á að halda og segir Teitur Magnússon björgunarfélagsmaður að félagið reyni eftir fremsta megni að þakka fyrir það sem þeim er gefið, hvort sem um er að ræða vinnuframlag eða peningagjafir....
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31