EGILL ÍS 77 FRÁ ÞINGEYRI BRANN
Klukkan hálf ellefu í gærkvöldi hafði Egill ÍS-77, sem er 70 brúttótonn dragnótarbátur frá Þingeyri, samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnti um eld í ljósavélarými.
Skipverjar sem eru fjórir sögðust vera búnir að loka öllu að vélarrýminu til að hefta útbreyðslu eldsins og til að freista þess að kæfa hann. Egill var staddur út af mynni Dýrafjarðar.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði til nærstaddra skipa og báta og óskaði eftir að þau stefndu að Agli ÍS-077, auk þess sem áhöfn TF-LÍF var ræst út sem og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á vestfjörðum.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi 3 slökkviliðsmenn með TF-LÍF og slökkviliðsmenn af Vestfjörðum voru sendir með bátum á vegum sjóbjörgunarsveita á Vestfjörðum.
...Meira