A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
18.08.2017 - 17:43 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,ruv.is,Vestfirska forlagið

Stærðar langeldur og flóttagöng í Arnarfirði

Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Sextíu metra löng flóttagöng eru meðal þess sem hefur fundist við fornleifauppgröft í Arnarfirði. Þau eru líklega byggð á Sturlungaöld til að forða mönnum frá brennandi húsum.

Stærsti langeldur sem hefur fundist?

Verkefnið Arnarfjörður á miðöldum hófst árið 2011 en það reyndust svo vera landnámsminjar sem hafa komið í leitirnar. Í sumar var opnaður landnámsskáli á Auðkúlu. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir er fornleifafræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða og fer fyrir verkefninu: „Það sem við höfum fundið undanfarna daga er mjög stór langeldur, bara með stærstu langeldum sama hafa fundist held ég. - Hvað er hann langur? - Hann er allavega fjórir metrar.“ Ekki er ljóst hversu stór skálinn er en hann er minnst 20 metrar. Á meðan fréttamaður var viðstaddur fannst blá perla til viðbótar við aðra sem fannst í gær: „Miðað við útlitið á skálanum og þessar perlur sem við höfum verið að finna núna þá er þetta frá 10. öld en auðvitað getum við ekki fullyrt fyrr en frekari úrvinnsla fer fram.“

60 metra flóttagöng

Margrét hefur undanfarin þrjú ár einnig rannsakað möguleg jarðgöng meðfram gamla kirkjugarðinum á Hrafnseyri. Svæðið er kallað undirgangur og munnmælasögur segja að Hrafnssynir frá Hrafnseyri hafi notað göngin til flótta en þeir áttu í illvígum deilum við Þorvald Snorrason Vatnsfirðing - sem tók föður þeirra af lífi: „Og það hefur komið í ljós nú í ár að þetta er alveg örugglega mannlega gerður niðurgröftur og við leiðum sterklega líkum að því að mögulega geti þetta verið þessi umræddu flóttagöng úr skála og niður brekkuna svo menn kæmust óséðir úr skála og í frelsið.“

Gátu skriðið út úr brennandi húsi

Gerðir hafa verið þrír skurðir sem sýna að göngin eru sextíu metrar. Þau haf alíklega ekki verið hærri en svo að einungis var hægt að skríða í gegnum þau: „Það sem við sjáum er að þetta er niðurgröftur. Það er grafið niður í óhreift lag og svo hefur torfi verið staflað upp sitthvoru megin við og líklega hafa spýtur verið lagðar ofan á og hrís og torf svo þetta ætti ekki að vera sjáanlegt frá yfirborði. Þeir gera þetta því þeir voru að brenna inni hvern annan á Sturlungaöld. Þetta er bara aðferðin og tíðkaðist á þessum tíma. Þetta er náttúrlega bara flóttaleið, að komast í burtu, úr brennandi skála.“ Þótt flóttagöng frá Sturlungaöld hafi fundist áður hér á landi þá hefur hingað til ekki verið vitað um svo löng göng.

„Fyrir mig er þetta mjög merkilegt þetta skýrir það að munnæli og örnefni lifa ótrúlega lengi og það er oft sem að það er staðfest með vísindarannsóknum.“

Fréttastofa hitti Margréti einnig síðasta sumar við uppgröft í Arnarfirði.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31