A A A
  • 1968 - Freyr Jónsson
  • 1973 - Sigmar Örn Sigþórsson
  • 1996 - Viktoría Fönn Kjerúlf
30.08.2017 - 21:33 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Orðsnilld sálusorgarans í Vatnsfirði: - Baldurssögur eru margar þrungnar visku og mikilli mannþekkingu!

Síra Baldur Vilhelmsson (1929 - 2014).
Síra Baldur Vilhelmsson (1929 - 2014).
„Já, nei, sko, sjáðu til, væni. Stór hluti af þessu liði þarna á spítölunum er þar vegna þess að það hefur étið yfir sig. Og svo kýs það íhaldið góði!" Sá sem svo mælti fyrir nokkrum árum var enginn annar en þáverandi sóknarherra til Vatnsfjarðaþinga, síra Baldur sálugi Vilhelmsson í Vatnsfirði. Óvíst er hvort stórum vanda íslenska heilbrigðiskerfisins í dag hafi verið lýst betur í jafn fáum orðum. Ætli það sé ekki mikið til í þessu hjá okkar gamla, góða og orðsnjalla prófasti, þó það sé kannski ekki allt íhaldinu að kenna! Og má ekki vel heimfæra þessa speki sálusorgarans við ysta haf upp á Vesturlönd, almennt séð? 

Sögurnar af sálusorgaranum í Vatnsfirði, svokallaðar Baldurssögur, eru margar þrungnar visku og mikilli mannþekkingu þegar grannt er skoðað. Það fer ekki á milli mála. Fjöldinn allur af þeim er sannleikanum samkvæmt, fótur fyrir enn öðrum og svo eru hinar sem eru tilbúnar af gárungum, en þær eru fæstar. 

Hvað segja menn um þessa:...
Meira
30.08.2017 - 06:39 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Heyskapurinn: - Hér eru hey mikil og góð en þurrkar hamla sprettu á Grænlandi

Tvílemba við veginn á hálsinum milli Brattahlíðar og Tasiusaq. Fjölbreyttur úthagagróður, mikið um lágvaxið víðikjarr, einkum loðvíði.Mynd / Ólafur R. Dýrmundsson, Bændablaðið.
Tvílemba við veginn á hálsinum milli Brattahlíðar og Tasiusaq. Fjölbreyttur úthagagróður, mikið um lágvaxið víðikjarr, einkum loðvíði.Mynd / Ólafur R. Dýrmundsson, Bændablaðið.

Á Höfuðdag 29. ágúst 2017 eru bændur hér um slóðir löngu búnir að heyja með sínum nýtísku græjum. 
Hey eru bæði mikil og góð. Sumir eiga jafnvel í kringum tveggja ára birgðir. Hefði þótt gott í gamla daga þegar fyrningar voru á við bankainnistæðu að sögn Páls Zóphoníassonar og Guðmundar V. Ragnarssonar á Hrafnabjörgum, þess mikla fjárræktarmanns. Guðmundur hélt þessu mjög á lofti, enda forðagæslumaður Auðkúluhrepps lengi.


En nú berast þær sorgarfréttir yfir Grænlandssund að uppskerubrestur sé hjá næstu nágrönnum okkar á Grænlandi vegna þurrka. Loftslag fer nefnilega hlýnandi hjá þeim eins og okkur. Í vor og í sumar voru miklir þurrkar á Suður-Grænlandi. Þeir höfðu í för með sér að heyskapur hjá einum 10 fjárbændum í einum fjarðanna þar er kannski einn fjórði af því sem þeir eiga að venjast. Einn þeirra sem þarf að fá 200 rúllur fékk bara 60. Svo var um aðra kollega hans sagði í fréttum.

...
Meira
30.08.2017 - 06:32 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Haldið til haga: - „Nú stangar hann ekki hart“

Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Mýrum í Dýrafirði.
Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Mýrum í Dýrafirði.

Guðrún Jónsdóttir, húsfreyja á Mýrum í Dýrafirði, áður á Gljúfurá í Arnarfirði, ættuð úr Sauðeyjum á Breiðafirði, er minnisstæð kona öllum sem hana þekktu. Hún og eiginmaður hennar, Gísli Vagnsson, voru fyrstu ár sín í húsmennsku á Rauðsstöðum í Arnarfirði. Sagt er að Guðrún hafi haft við orð að það væri ekki fyrir sofandi mann að búa á Rauðsstöðum. Voru það orð að sönnu, svo fljótt sem veður geta skipast þar í lofti.


   En þetta var orðtak Guðrúnar þegar gott var veður:


   “Nú stangar hann ekki hart” og mun vera ættað úr Breiðafjarðareyjum.


 Sonur Guðrúnar, Valdimar sagnfræðingur og héraðshöfðingi á Mýrum, hefur þetta oft á hraðbergi þegar allt leikur í lyndi í veðurfarinu: „Hann stangar ekki hart í dag.“ Alltaf bætir hann svo við: „Svofellt.“ Þetta er löngu orðið orðtak hjá þeim Mýrhreppingum.


 

...
Meira
30.08.2017 - 06:26 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Plastruglið: - Kenyamenn banna plastpoka en hvað með okkur Íslendinga?

Plastpoki undan tvíbökum. Hann rifnar eins og skæni um leið og hann er opnaður. Svo þarf að setja tvíbökurnar í annað ílát ef þær eiga að geymast eitthvað. Til dæmis bréfpoka!!!
Plastpoki undan tvíbökum. Hann rifnar eins og skæni um leið og hann er opnaður. Svo þarf að setja tvíbökurnar í annað ílát ef þær eiga að geymast eitthvað. Til dæmis bréfpoka!!!

Nú berast fréttir af því frá Afríku, af öllum stöðum nánar tiltekið frá Kenya. að þeir hafi bannað plastpoka þar með harðri hendi. Við skrifuðum nokkrar greinar hér á Þingeyrarvefinn fyrir nokkrum árum um plastruglið í okkur Íslendingum. Rifjum það nú lítils háttar upp af þessu gefna tilefni frá Afríku.


Við förum út í búð. Kaupum lítinn hlut sem er í þessari fínu pappaöskju, sem verndar hlutinn mjög vel. Auðvitað plast eða sellofan þar utan yfir. Og svo býður afgreiðsludaman okkur plastpoka. Vitanlega. Er útilokað að setja þennan litla hlut í vasann eða töskuna án þess að troða honum í plastpoka áður?


Margir brúka einnota borðbúnað í hagræðingar-og heilsubótarskyni og til að losna við uppvask. Þykir ógurlega fínt. Það er nú meiri hagræðingin. Ekki veit ég betur en íslenskir sjómenn séu einhverjir hraustustu menn undir sólinni. Sumir þeirra nota sama kaffifantinn vikum og jafnvel mánuðum saman án þess að láta sér detta í hug að skola af þeim einu sinni. Sama kannan, jafnvel ekki þvegin vikum eða mánuðum saman. Hefur einhver heyrt af því að þessir menn séu eitthvað veiklaðri en við landkrabbarnir sem drekkum úr plastmálum og hendum þeim svo?“ 

...
Meira
29.08.2017 - 17:48 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið,Elsa Lára Arnardóttir

TEIGSSKÓGUR: - LAGASETNING ORÐIN EINA FÆRA LEIÐIN

Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Jón Sigurðsson á vegg og fylgist með.
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Jón Sigurðsson á vegg og fylgist með.
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, segir að lagasetning vegna veglagningar í Teigsskógi sé orðin eina færa leiðin til að höggva á hnútinn. 
Þetta kemur fram í aðsendri grein á bb.is í dag. Í greininni rifjar hún upp á hausti 2014 funduðu þingmenn kjördæmisins með þáverandi samgönguráðherra. Að sögn Elsu Láru voru ýmsar leiðir lagðar fyrir fundinn til að finna aðferð sem yrði til þess að hægt væri að byrja vegalagningu sem fyrst.
„Flestir þingmenn kjördæmisins, ef ekki allir, vildu fara í lagasetningu til að höggva hnút á þá stjórnsýsluflækju sem nýr vegur um Teigsskóg er. Samkvæmt þeim svörum sem þingmenn fengu á fundinum þá átti endurupptaka á fyrra umhverfismati að vera stysta leiðin í átt að settu markmiði. Það ferli tæki innan við 18 mánuði og vegaframkvæmdir gætu hafist á árinu 2016,“ segir í greininni....
Meira
29.08.2017 - 07:02 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason

Tungumálið togar í mig

Fyrir utan allt annað þá eru það forréttindi fyrir mig að fá verðlaun sem afhent eru í fínasta
skáldskaparbæ á landinu, sjálfu Reykholti, sagði Steinunn meðal annars í ræðu sinni.
Fyrir utan allt annað þá eru það forréttindi fyrir mig að fá verðlaun sem afhent eru í fínasta skáldskaparbæ á landinu, sjálfu Reykholti, sagði Steinunn meðal annars í ræðu sinni.
« 1 af 2 »
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur hlaut nýlega verðlaun úr Minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar, skálds á Kirkjubóli í Hvítársíðu, og Ingibjargar Sigurðardóttur, konu hans.

Það er mér sérstakur heiður og innileg ánægja að veita við- töku þessum fínu, sjaldgæfu ljóðaverðlaunum sem kennd eru við Guðmund Böðvarsson, uppáhaldsskáld – ljúfling og bónda. Takk fyrir mig, af öllu afli,“ sagði Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur á samkomu í Reykholti í Borgarfirði sem bar upp á afmælið hennar síðasta laugardag. 

Fyrst fór hún með ljóðið Kyssti mig sól eftir Guðmund, hélt tölu um tengsl skálda við sveitina og fór með tvö ný ljóð úr eigin smiðju....
Meira
29.08.2017 - 06:54 | Vestfirska forlagið,Ísafjarðarbær,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

AUKIÐ ELDI ER RÖKRÉTT FRAMHALD

Dýrafjörður.
Dýrafjörður.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur undir bókun skipulag- og mannvirkjanefndar um stækkun eldisleyfis Arctic Sea Farm í Dýrafirði, Fyrirtækið áformar að auka eldi á laxfiskum í Dýrafirði úr 2.000 þúsund tonnum í 4.000 tonn.

Í umsögn Ísafjarðarbæjar er vísað í burðarþolsmat Hafrannsóknastofnunar þar sem Dýrafjörður er talinn þola eldi á allt að 10.000 tonnum og er súrefnisbúskapur fjarðarins jafnvel talinn þola allt að 40% meira eldi en það....
Meira
28.08.2017 - 17:31 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Byggðastofnun,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

ÞINGEYRI TEKUR ÞÁTT Í BROTHÆTTUM BYGGÐUM

Þingeyri við Dýrafjörð.
Þingeyri við Dýrafjörð.
« 1 af 2 »

Árneshreppur á Ströndum, Þingeyri og Borgarfjörður eystri hafa fengið inngöngu í verkefni Byggðastofnunar Brothættar byggðir. Því er ætlað að leita lausna á bráðum vanda byggðarlaga vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífi.


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar ákvörðun um að Þingeyri verði þátttakandi í verkefninu og leggur áherslu á að Flateyri verði jafnframt þátttakandi.


Blásið verður til íbúaþings á þessum þremur stöðum, verkefnastjórn sett á laggirnar og verkefnastjórar ráðnir. Fleiri byggðarlög hafi knúið á um að taka þátt í verkefninu.


Sjö önnur byggðarlög taka þátt í verkefninu Brothættar byggðir:

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31