30.08.2017 - 06:32 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið
Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Mýrum í Dýrafirði.
Guðrún Jónsdóttir, húsfreyja á Mýrum í Dýrafirði, áður á Gljúfurá í Arnarfirði, ættuð úr Sauðeyjum á Breiðafirði, er minnisstæð kona öllum sem hana þekktu. Hún og eiginmaður hennar, Gísli Vagnsson, voru fyrstu ár sín í húsmennsku á Rauðsstöðum í Arnarfirði. Sagt er að Guðrún hafi haft við orð að það væri ekki fyrir sofandi mann að búa á Rauðsstöðum. Voru það orð að sönnu, svo fljótt sem veður geta skipast þar í lofti.
En þetta var orðtak Guðrúnar þegar gott var veður:
“Nú stangar hann ekki hart” og mun vera ættað úr Breiðafjarðareyjum.
Sonur Guðrúnar, Valdimar sagnfræðingur og héraðshöfðingi á Mýrum, hefur þetta oft á hraðbergi þegar allt leikur í lyndi í veðurfarinu: „Hann stangar ekki hart í dag.“ Alltaf bætir hann svo við: „Svofellt.“ Þetta er löngu orðið orðtak hjá þeim Mýrhreppingum.
...
Meira