Í spegli tímans: - Hvað var að frétta í Vestfirsku Ölpunum 12. 08. 2003? - Úr fréttabréfi.
Á þessu dásamlega sumri hefur heyskapur gengið eins og í sögu og margir bændur löngu búnir að heyja og hey mikil og góð. Þó eru tveir sem ekki eru alveg búnir: Bjössi á Ósi og Stóri Grímur á Eyri. Þeir heyja upp á gamla móðinn, karlarnir, og eru með heyhleðsluvagna og súgþurrkun. Sumir segja nú reyndar að súgþurrkuð taðan sé sú besta sem bændur geta gefið búpeningi sínum en um það eru sjálfsagt skiptar skoðanir eins og fleira. Alla vega er rúlluheyið frábært fóður og auðtekið.
Og ekki þarf að spyrja að garðávöxtunum á þessu yndislega sumri. Sumir eru þegar farnir að taka upp kartöflur og kálið, rófurnar, gulræturnar, radísurnar og allur sá gróður sem í görðum tíðkast er víða löngu fullsprottinn. Sá sem hér bankar á tölvu smakkaði fullþroskuð jarðarber fyrir um mánuði síðan hjá Guðmundi Sören Magnússyni og frú á Þingeyri og hlýtur að teljast með fádæmum og bragðið eftir því.
Um villtu berin er hins vegar ekki alveg sömu sögu að segja. Nóg virðist vera af krækiberjum, en það sem Vestfirðingar kalla ber eru fyrst og fremst aðalbláberin þeirra. Sumsstaðar er bláberjalyngið eins og sviðin jörð yfir að líta, þ. e. það er brúnt og lífvana og er sjálfsagt ýmsu um að kenna. Þó fréttist af góðum aðalbláberjum á sumum stöðum.
Kjaransbraut...
Meira