A A A
  • 1968 - Freyr Jónsson
  • 1973 - Sigmar Örn Sigþórsson
  • 1996 - Viktoría Fönn Kjerúlf
03.09.2017 - 08:16 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Í spegli tímans: - Hvað var að frétta í Vestfirsku Ölpunum 12. 08. 2003? - Úr fréttabréfi.

Jónas Ólafsson, sveitarstjóri, á skrifstofu sinni í Ráðhúsi Þingeyrarhrepps 3. apríl 1996. Ljósm.: H. S.
Jónas Ólafsson, sveitarstjóri, á skrifstofu sinni í Ráðhúsi Þingeyrarhrepps 3. apríl 1996. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »
Gróður jarðar

Á þessu dásamlega sumri hefur heyskapur gengið eins og í sögu og margir bændur löngu búnir að heyja og hey mikil og góð. Þó eru tveir sem ekki eru alveg búnir: Bjössi á Ósi og Stóri Grímur á Eyri. Þeir heyja upp á gamla móðinn, karlarnir, og eru með heyhleðsluvagna og súgþurrkun. Sumir segja nú reyndar að súgþurrkuð taðan sé sú besta sem bændur geta gefið búpeningi sínum en um það eru sjálfsagt skiptar skoðanir eins og fleira. Alla vega er rúlluheyið frábært fóður og auðtekið.
   Og ekki þarf að spyrja að garðávöxtunum á þessu yndislega sumri. Sumir eru þegar farnir að taka upp kartöflur og kálið, rófurnar, gulræturnar, radísurnar og allur sá gróður sem í görðum tíðkast er víða löngu fullsprottinn. Sá sem hér bankar á tölvu smakkaði fullþroskuð jarðarber fyrir um mánuði síðan hjá Guðmundi Sören Magnússyni og frú á Þingeyri og hlýtur að teljast með fádæmum og bragðið eftir því.
   Um villtu berin er hins vegar ekki alveg sömu sögu að segja. Nóg virðist vera af krækiberjum, en það sem Vestfirðingar kalla ber eru fyrst og fremst aðalbláberin þeirra. Sumsstaðar er bláberjalyngið eins og sviðin jörð yfir að líta, þ. e. það er brúnt og lífvana og er sjálfsagt ýmsu um að kenna. Þó fréttist af góðum aðalbláberjum á sumum stöðum.

Kjaransbraut...
Meira
02.09.2017 - 07:04 | Vestfirska forlagið,Ólafur V. Þórðarson,Hallgrímur Sveinsson,Fiskistofa,Björn Ingi Bjarnason

Aflaskýrsla á Þingeyri í ágúst 2017

Aflaskipið Egill ÍS 77. Hann brann á dögunum.
Aflaskipið Egill ÍS 77. Hann brann á dögunum.

Þá kemur hér skýrsla yfir afla þeirra báta sem sem gerðir eru út frá Þingeyri í júli 2017. 


Aflinn er þó ekki allur unnin þar þvi hann er að hluta til seldur á markaði og getur því verið unnin hvar sem er á landinu.


Egill                                             188.235 tonn


Imba                                               6.190  -


Bára                                                6.104  -


Pálmi                                              5.987  -


Bibbi                                               5.455  -


Kalli Elinar                                      5.000  -


Rakel                                               4.420  -


Hulda                                               2.751  -


Dýrfirðingur                                      1.548  -

...
Meira
01.09.2017 - 17:49 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason

Gamanmyndahátíðin á Flateyri stendur sem hæst

Önfirðingurinn og Dýrfirðingurinn Eyþór Jóvinsson fyrir framan tankinn að Sólbakka á Flateyri þar sem sýningarnar fara fram.
Önfirðingurinn og Dýrfirðingurinn Eyþór Jóvinsson fyrir framan tankinn að Sólbakka á Flateyri þar sem sýningarnar fara fram.
« 1 af 2 »
Fyndnasta og skemmtilegasta kvikmyndahátíð landsins og þó víðar væri leitað er haldin á Flateyri ná helginni. Hátíðin, sem er nú haldin í annað sinn, hófst í gærkvöldi og stendur fram til sunnudags og Eyþór Jóvinsson segir að tilurð hátíðarinnar sé nú í raun ekki flókin. 

„Þessi hugmynd kviknaði á annarri kvikmyndahátíð þar sem við vorum búnir að sitja í marga klukkutíma yfir endalausu drama og volæði, barnsmorðum og sjálfsmorðum og ég veit ekki hvað. Allt óskaplega listrænar og vel gerðar myndir en alveg drepleiðinlegar þannig að maður var alveg kominn á barm örvæntingarinnar. Þá hvíslaði ég að félaga mínum, Ársæli Níelssyni sem stendur með mér að hátíðinni, hvort það væri ekki hægt að gera kvikmyndahátíð sem væri skemmtileg. Hátíð þar sem væri verið að skemmta áhorfendum og að það væri gaman og léttleikinn fengi svona að vera í fyrirrúmi. Úr því varð að við skelltum þessari hátíð á koppinn.“...
Meira
01.09.2017 - 06:40 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Úr ríki náttúrunnar 2: - Þórarinn á Höfða skildi hrafnamál!

Þórarinn Sighvatsson á Höfða (1922 - 2006).
Þórarinn Sighvatsson á Höfða (1922 - 2006).
« 1 af 2 »

Þórarinn Sighvatsson, bóndi á Höfða í Mýrahreppi Dýrafirði, var einn af þeim mönnum sem setti svip á samtíð sína. Auk þess að vera einhver mesti dugnaðarbóndi þar um slóðir, var Þórarinn með orðheppnustu mönnum sinnar tíðar. Átti hann ekki langt að sækja það til Sighvatar Borgfirðings, forföður síns.


   Nú var það einn góðan veðurdag að þeir Brekkubændur í Þingeyrarhreppi í Dýrafirði, Guðmundur Sören Magnússon, Sigurjón G. Jónasson frá Lokinhömrum og Hallgrímur Sveinsson, brugðu undir sig betri fætinum. Heimsóttu þeir Þórarin bónda á Höfða til að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Þegar þeir koma í hlað var Þórarinn bóndi úti við. Þeir taka tal saman. Í því flugu nokkrir hrafnar yfir og settust sumir á staura á hlaðinu og krunkuðu.

...
Meira
31.08.2017 - 22:01 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Skemmtiferðaskipin: - Allt á sömu bókina lært hjá okkur í stjórnsýslunni!

Skemmtiferðaskip á Skutulsfirði.
Skemmtiferðaskip á Skutulsfirði.

Þingeyrarvefurinn vakti strax athygli á því þegar Bændablaðið skrifaði fyrst fjölmiðla hér, eftir því sem við best vitum, hversu skuggaleg mengun stafar af skemmtiferðaskipum. Við sögðum:


Búist er við að yfir 100 skemmtiferðaskip komi til Ísafjarðar á þessu ári. Jæja. Er þetta ekki eitthvað sem Vestfirðingar þurfa að íhuga nánar?


Svo segir á Rúv í dag, 31/8:


Algengt er að skip sem sigla hingað frá ríkjum í Norður-Evrópu við Norðursjó og Eystrasalt skipti úr umhverfisvænni olíu yfir í svartolíu. Ekki hafa verið settar jafnstrangar reglur um loftmengun frá skipum hér á landi og í öðrum Norður-Evrópuríkjum. 

...
Meira
31.08.2017 - 21:55 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Úr ríki náttúrunnar 1: - Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn

Hrafnaþing.
Hrafnaþing.

Þannig er að undanfarnar vikur hafa menn varla séð hrafn hér um slóðir. En nú bregður allt í einu svo við að hann er í stórhópum út um allt hér í Vestfirsku Ölpunum. Það virðast standa yfir hrafnþing víða hér í dölum. Krummi gamli er jafnvel hundruðum saman í hópum. Þetta er svakalegt.


   Frú Guðrún á Eyri sá kannski ekki hundruð hrafna á þingi á Hrafnseyrardal í gær, en alla vega voru þeir öðru hvoru megin við hundrað. Á Kirkjubólsdal sást slíkur fjöldi að maður þorir varla að nefna neina tölu. Og í Lambadal og Haukadal! Svona er þetta bara.

...
Meira
31.08.2017 - 07:10 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Gamanmyndir í gömlum bræðslutanki

Tankurinn að Sólbakka á Flateyri.
Tankurinn að Sólbakka á Flateyri.
Gamanmyndahátíð Flateyrar hefst í dag, 31. ágúst og stendur til og með 2. september. 
Líkt og í fyrra verður áhersla lögð á íslenskar gamanmyndir, bæði stuttmyndir og kvikmyndir í fullri lengd, 23 myndir eru á dagskrá og þar af sjö frumsýndar. 

Heiðurssýningin verður að þessu sinni á Nýju lífi, einni vinsælustu gamanmynd íslenskrar kvikmyndasögu, og mun Þráinn Bertelsson, leikstjóri hennar, verða við- staddur sýninguna og ræða við gesti. 

Af öðrum viðburðum má nefna fyrirlestragjörninginn Snitsel sem Janus Bragi og Mugison fremja og einnig verður 10 ára afmælissýning á myndinni Óbeislaðri fegurð, eftir leikstjórana Hrafnhildi Gunnarsdóttur og Tinu Naccache, sem fjallar um óvenjulega fegurðarsamkeppni sem fór fram í samkomuhúsinu í Hnífsdal þar sem keppt var í óbeislaðri fegurð. 

Hátíðin endar með veglegu lokahófi og sveitaballi á laugardegi og einnig verða veitt áhorfendaverðlun. Hátíðin fer að mestu fram í gömlum bræðslutanki sem stendur á Flateyri....
Meira
31.08.2017 - 06:26 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Sigurbjörn biskup hefur orðið á síðsumri: - „Sífelld áhersla á einkaréttindi og kröfur“

Sigurbjörn Einarsson (1911 - 2008).
Sigurbjörn Einarsson (1911 - 2008).
“Við höfum heyrt lækna og heilbrigðisstéttir tala um lífsstílsvandamál, það er að segja geðræn heilsufarsleg vandamál sem beinlínis stafa af lífsstíl. Já, hvaða lífsstíl? Óeðlilegum lífskröfum, óeðlilega frekju gagnvart lífinu og dekur við sjálfan sig, sem aldrei fer vel. Sífelld áhersla á einkaréttindi og kröfur. Maður á heimtingu á þessu og heimtingu á hinu, en hvaða skyldum maður hefur að gegna, það er minna spurt um það og minna um það rætt. Þetta er hvað sem öðru líður ekki leiðin til lífshamingju, heldur skapar þetta bara átumein innvortis.“...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31