A A A
  • 1968 - Freyr Jónsson
  • 1973 - Sigmar Örn Sigþórsson
  • 1996 - Viktoría Fönn Kjerúlf
05.09.2017 - 17:52 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Vegagerðin fær prik: - Vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði sjaldan eða aldrei verið betri!

Séð til Hrafnseyrarheiðar 14. júní 2015. Kjaransbraut fyrir miðri mynd. Ljósm.: H. S.
Séð til Hrafnseyrarheiðar 14. júní 2015. Kjaransbraut fyrir miðri mynd. Ljósm.: H. S.

Þeir sem leið eiga yfir Hrafnseyraheiði þessa dagana verða varir við töluverða búningsbót þar um slóðir. Um daginn var nefnilega borið ofan í veginn yfir háheiðina, þar sem kallast Lönguvitleysa, kinnarnar báðar og talsvert niður á dalina sitt hvoru megin. 

Ofaníburður var tekinn efst í horninu í kinninni að norðanverðu og fyrir neðan Skipadalinn að vestanverðu. Voru nokkrir stórir vörubílar þar að verki, ásamt Gunnari Gísla frá Ketilseyri, sem sá um ámoksturinn að vanda. Svo var dráttarvél með einhvers konar brjót á þrítengibeislinu sem bruddi grjótið saman við þennan fína salla. Að vísu nokkuð leirbundinn. Svo var náttúrlega hefillinn á tippnum! Vel að verki staðið sem stóð yfir í eina þrjá-fjóra daga.


Elstu menn, sem eru nú sumir orðnir nokkuð gamlir, halda því fram að umræddur vegur hafi sjaldan eða aldrei verið betri. 

...
Meira
05.09.2017 - 17:38 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

5. sept­em­ber 1972 - beitti tog­vír­aklipp­um í fyrsta sinn

Varðskipið Ægir við bryggju á Flateyri skömmu eftir þorskastríðin. Ljósm.: BIB
Varðskipið Ægir við bryggju á Flateyri skömmu eftir þorskastríðin. Ljósm.: BIB
Varðskipið Ægir beitti tog­vír­aklipp­um á bresk­an land­helg­is­brjót í fyrsta sinn. 

Þetta gerðist inn­an 50 sjó­mílna mark­anna norður af Horni, nokkr­um dög­um eft­ir út­færslu land­helg­inn­ar. 

Á rúmu ári tókst í 82 skipti að klippa á víra tog­ara....
Meira
05.09.2017 - 07:01 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason

Þráinn Bertelsson heiðraður fyrir framlag sitt til gamanmynda

Jón Hjörtur Emilsson var verðlaunaður fyrir fyndnustu gamanmyndina en heiðursverðlaun hátíðarinnar fékk Þráinn Bertelsson lengst til hægri á mynd.
Jón Hjörtur Emilsson var verðlaunaður fyrir fyndnustu gamanmyndina en heiðursverðlaun hátíðarinnar fékk Þráinn Bertelsson lengst til hægri á mynd.
« 1 af 3 »
Gamanmyndahátíð Flateyrar fór fram á helginni á Flateyri. Hátíðin fór að mestu fram í gömlum bræðslutanki sem stendur á Flateyri en á meðal leikstjóra mynda í ár voru Jón Gnarr, Grímur Hákunarson, Benedikt Erlendsson og fleiri. Tæplega 700 manns mættu á viðburði á vegum hátíðarinnar.

Þráinn Bertelsson var heiðraður fyrir framlag sitt til gamanmynda á Íslandi. Veitti hann verðlaununum viðtöku og í framhaldi af því var sérstök heiðurssýning á gamanmyndinni Nýtt líf.

23 íslenskar gamanmyndir voru sýndar á hátíðinni í ár. Áhorfendur völdu fyndnustu mynd hátíðarinnar með kosningu og var það gamanmyndin Frægð á Flateyri eftir Jón Hjört Emilsson sem lenti í fyrsta sæti....
Meira
04.09.2017 - 17:55 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hrafnseyri.is,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

4. september 1845 - Jón forseti og Ingibjörg gefin saman

Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.
Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.
« 1 af 2 »

Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, 34 ára skjalavörður (síðar nefndur forseti), og Ingibjörg Einarsdóttir, 40 ára, voru gefin saman í hjónaband þann 4. september 1845, en þau höfðu verið í festum í tólf ár. 

Þau stofnuðu  heimili í Kaupmannahöfn. Hjónin bjuggu á þremur stöðum í Kaupmannahöfn, áður en þau fluttu í stóra og glæsilega íbúð við Øster Voldgade (Jónshús) árið 1852 en þar bjuggu þau síðan til æviloka og héldu uppi mikilli risnu. 


 


 

...
Meira
04.09.2017 - 06:54 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið,Sól­rún Lilja Ragn­ars­dótt­ir

Afi skellti sér í flugnám með son­ar­syni

Nafn­arn­ir tveir eru sam­mála um að flugið hafi gert þá enn nán­ari. Ljósm.: mbl.is/​Hall­ur Már
Nafn­arn­ir tveir eru sam­mála um að flugið hafi gert þá enn nán­ari. Ljósm.: mbl.is/​Hall­ur Már
« 1 af 2 »

Fyr­ir tveim­ur árum fór Jón­as Orri Matth­ías­son í kynn­is­flug ásamt afa sín­um og nafna, Jónasi Matth­ías­syni, og átti flug­ferðin held­ur bet­ur eft­ir að hafa áhrif á líf þeirra beggja með já­kvæðum hætti. Ann­ar tók ákvörðun um að láta gaml­an draum ræt­ast á meðan hinn fann framtíðar­starfið. Þeir voru varla lent­ir eft­ir ferðina þegar þeir voru báðir bún­ir að skrá sig í flugnám hjá flug­fé­lag­inu Geir­fugli.


„Þegar afi varð sjö­tug­ur þá fór­um við í kynn­is­flug sam­an. Við flug­um sam­an yfir Nesja­valla- og Þing­valla­svæðið og þá var ekki aft­ur snúið. Við ákváðum báðir að skrá okk­ur strax í nám og þar sem ég var ennþá í mennta­skóla þá skráðum við okk­ur á sum­ar­nám­skeið,“ seg­ir Jón­as hinn yngri um hvernig það æxlaðist að afi og barna­barn fóru að læra flug sam­an.


Blaðamaður hitt­ir nafn­ana í Fluggörðum við Reykja­vík­ur­flug­völl. Þar standa þeir hnar­reist­ir með kennslu­vél­ina á milli sín, af­inn og son­ar­son­ur­inn, báðir flug­menn. Ann­ar rúm­lega sjö­tug­ur og hinn rúm­lega tví­tug­ur. Sá yngri bú­inn að ljúka einka­flug­manns­prófi, að hefja at­vinnuflugnám, en sá eldri kom­inn með sólóflug­manns­próf og aðeins nokkr­um flug­tím­um frá einka­flug­manns­próf­inu.

...
Meira
03.09.2017 - 13:56 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Emil Ragnar Hjartarson,Björn Ingi Bjarnason

FJÁRSJÓÐUR Á SÖNDUM Í DÝRAFIRÐI

Á hugsanlegu fjársjóðasvæði í Dýrafirði.
Á hugsanlegu fjársjóðasvæði í Dýrafirði.
« 1 af 3 »
Ég minni enn á það sem Sigurður Rúnar Jónsson , betur þekktur sem "Diddi fiðla" sagði mér fyrir mörgum árum að hann hyggðist gera sér ferð vestur að Söndum í Dýrafirði og leita að fjársjóði sem hann taldi líklegt að þar væri grafinn í jörð. 

Hér er um að ræða kassa af koníakki sem franskir sjóarar gáfu afa hans, séra Sigurði Z Gíslasyni.,sóknarpresti.

Röksemdir Didda fiðlu eru þessar:...
Meira
03.09.2017 - 11:11 | Vestfirska forlagið,Menntaskólinn á Ísafirði,Hildur Halldórsdóttir,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Nýnemaferð Menntaskólans á Ísafirði árið 2017 var farin í Dýrafjörð

Nýnemarnir eru hér að Núpi í Dýrafirði.
Nýnemarnir eru hér að Núpi í Dýrafirði.
« 1 af 6 »
Hin árlega nýnemaferð Menntaskólans á Ísafirði var farin í Dýrafjörð dagana 24. - 25. ágúst s.l. 
Nýnemahópurinn fór í fylgd fjögurra kennara að Núpi í Dýrafirði þar sem var gist. 
Ekið var út að eyðibýlinu Arnarnesi við utanverðan Dýrafjörð og gengið þaðan að Núpi. 
Eftir hádegi var farið í Skrúð og notið leiðsagnar og fræðslu um staðinn frá Emil Inga Emilssyn kennara og leiðsögumanni. 
Um kvöldið héldu nemendur kvöldvöku þar sem farið var í leiki og stjórn NMÍ mætti á svæðið og kynnti félagslíf vetrarins. Einnig var horft á draugamyndina Glámu sem er einmitt tekin upp í gamla héraðsskólanum á Núpi. 
Eftir morgunmat á föstudegi var farið í ratleik og síðan haldið heim á leið eftir ánægjulega ferð....
Meira
03.09.2017 - 08:56 | Vestfirska forlagið,Komedia,Hallgrímur Sveinsson,Elfar Logi Hannesson,Björn Ingi Bjarnason

Einleikjasaga Íslands komin út

Höfundur Einleikjasögu Íslands er engin annar en einleikarinn Elfar Logi Hannesson.
Höfundur Einleikjasögu Íslands er engin annar en einleikarinn Elfar Logi Hannesson.
« 1 af 2 »

Frábær föstudagur og við vorum að fá í hús einstaka bók Einleikjasögu Íslands. Alveg nokkra kassa og nú erum við á fullu að pakka bókin og senda til kaupaenda um land allt. Einnig í allar verslanir Eymundsson sem munu að vanda sjá um sölu á okkar bókverki. Einleikjasaga Íslands er fimmta bókin sem við gefum út og við erum vel spennt fyrir að gefa út meira. 


Höfundur Einleikjasögu Íslands er engin annar en einleikarinn Elfar Logi Hannesson. Vel má segja að ritari sé á heimavelli, því síðustu tvo áratugi hefur hann fátt annað gert en að leika einn, hver svo sem ástæðan er fyrir því. Ýmsir telja það vera vegna þess að hann sé bara svona lélegur leikari. Elfar Logi rekur einleikjasögu þjóðarinnar allt frá landnámi til farandleikara og loks inní sjálft leikhúsið sem hefur verið heimavöllur einleiksins síðustu hundrað árin eða svo. 

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31