A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
01.09.2017 - 17:49 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason

Gamanmyndahátíðin á Flateyri stendur sem hæst

Önfirðingurinn og Dýrfirðingurinn Eyþór Jóvinsson fyrir framan tankinn að Sólbakka á Flateyri þar sem sýningarnar fara fram.
Önfirðingurinn og Dýrfirðingurinn Eyþór Jóvinsson fyrir framan tankinn að Sólbakka á Flateyri þar sem sýningarnar fara fram.
« 1 af 2 »

Fyndnasta og skemmtilegasta kvikmyndahátíð landsins og þó víðar væri leitað er haldin á Flateyri ná helginni. Hátíðin, sem er nú haldin í annað sinn, hófst í gærkvöldi og stendur fram til sunnudags og Eyþór Jóvinsson segir að tilurð hátíðarinnar sé nú í raun ekki flókin. 

„Þessi hugmynd kviknaði á annarri kvikmyndahátíð þar sem við vorum búnir að sitja í marga klukkutíma yfir endalausu drama og volæði, barnsmorðum og sjálfsmorðum og ég veit ekki hvað. Allt óskaplega listrænar og vel gerðar myndir en alveg drepleiðinlegar þannig að maður var alveg kominn á barm örvæntingarinnar. Þá hvíslaði ég að félaga mínum, Ársæli Níelssyni sem stendur með mér að hátíðinni, hvort það væri ekki hægt að gera kvikmyndahátíð sem væri skemmtileg. Hátíð þar sem væri verið að skemmta áhorfendum og að það væri gaman og léttleikinn fengi svona að vera í fyrirrúmi. Úr því varð að við skelltum þessari hátíð á koppinn.“

Dagskrá hátíðarinnar er skemmtilegt sambland ólíkra mynda og jafnvel frá ólíkum tímabilum en Eyþór segir að fyrst og fremst sé áherslan á stuttmyndir enn sem komið er. „Líkast til er það af þeirri einföldu ástæðu að það er ekki eins mikið framleitt af gamanmyndum í fullri og lengd og margir hefðu kosið. En það er líka skemmtilegt með stuttmyndirnar að það hafa ekkert margir séð þær og svo er mesta gróskan í gamanmyndum á meðal ungs fólks sem er að taka sín fyrstu skref í kvikmyndagerðinni. Það virðast allir byrja á því að gera litlar gamanmyndir en þróast svo yfir í allar áttir þaðan.“

Eyþór segir að í ár sé á hátíðinni mikið af myndum sem gerðar hafi verið í skóla. „Þetta eru bæði myndir eftir nýliða í kvikmyndagerðinni en svo eins líka myndir eftir reyndari kvikmyndagerðarmenn. Erum til að mynda með tvær gamanmyndir eftir Grím Hákonarson sem hann gerði í skóla og í dag er hann einn okkar þekktasti kvikmyndaleikstjóri. Þannig að hátíð sem þessi gefur færi á aðeins öðrum vinkli.? Eyþór bendir á að í þessum verkum sé oft frábær húmorhráleiki sem helst er að finna hjá unga fólkinu. „Fyrir vikið er þetta mjög skemmtileg og spennandi hátíð á marga vegu.“

Á hátíðinni er svo hafður sá háttur á að einn kvikmyndagerðarmaður er heiðraður fyrir sitt framlag til gamanmynda. „Já, í fyrra vorum við með Ágúst Guðmundsson og Með allt á hreinu, en í ár er það Þráinn Bertelsson og Nýtt líf. Það er svona liður í að lyfta þessu á hærri hest og þakka þeim sem nenna að standa í þessu allt sitt líf fyrir okkur sem kunnum að meta góðar gamanmyndir og það eru nú ekki fáir. Því miður virðist eima eftir af því að það þyki ekki eins fínt að gera gamanmyndir og dramamynd sem er í sjálfu sér merkilegt því það er miklu erfiðara að gera góða gamanmynd en dramatíska. Það er miklu auðveldara að fá fólk til þess að líða illa en að fá það til að hlæja. Þannig að fyrir mér er gamanmyndin æðra form.“
Eyþór segir að það stefni aftur í alveg ljómandi góða mætingu og að sýningar fari fram í gömlum bræðslutanki sem stendur í þorpsjaðrinum. „Ætli þetta sé ekki eina kringlótta bíóið í heiminum. Þar eru allar bíósýningar meira og minna en svo eru skemmtanir á Vagninum, þeim frábæra stað.“ 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. september 2017.

_____________________________________________

Dagskráin er fjölbreytt og er skemmtileg viðbót 
í annars ríkulega menningarflóru svæðisins.


Fimmtudagurinn 31. ágúst

Vagninn:
21:00 – Óbeisluð Fegurð (60 mín ) – Hrafnhildur Gunnarsdóttir 10 ára afmælissýning
22:00 – Óbeislað Pub Quiz

Föstudagurinn 1. september

Tankurinn:
17:00 – Verðlaunamyndir síðasta árs
Afi Mannsi (15 mín) – Jón Bjarki Hjálmarsson
Aukaleikarar (12 mín) – Emil Alfreð Emilsson
Landsliðið (70 mín) – Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

Tankurinn:
20:00 – Opnunarmyndir Gamanmyndahátíðar Flateyrar 2017

Frægð á Flateyri (30 mín) – Jón Hjörtur Emilsson
Marglita marglyttan (5 mín) – Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Litla stund hjá Hansa (15 mín) – Eyþór Jóvinsson
101 vs 621 (14 mín) – Jón Bjarki Hjálmarsson

Tankurinn:
22:00 – Snitsel í Tankinum
Janus Bragi Jakobsson sýnir vel valin og sjaldséð myndbönd undir ljúfum tónum.

Vagninn:
24:00 – Gítarstemming á Vagninum
Denni Dæmalausi mætir með gítarinn til að skemmta sjálfum sér og öðrum.

Laugardagurinn 2. september

Tankurinn:
12:00 – Íslenskar gamanmyndir – I
Síðustu orð Hreggviðs (21 mín) – Grímur Hakonarson
Áttu Vatn (17 mín) – Haraldur Sigjurjónsson
Naglinn (15 mín) – Benidikt Erlingsson
Jói (7 mín) – Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Leikstjórar svara spurningum úr sal.

Tankurinn:
14:00 – Íslenskar gamanmyndir – II
Með mann á bakinu (20 mín) – Jón Gnarr
C vítamín (11 mín) Guðný Rós Þórhallsdóttir
Gæs (23 mín) Unnur Jónsdóttir
Draumgenglar (14 mín) – Vilhjálmur Ólafsson
Leikstjórar svara spurningum úr sal.

Tankurinn:
16:00 – Íslenskar gamanmyndir – III
Hláturinn lengir lífið (13 mín) – Eyþór Örn Magnússon og Vigfús Þormar Gunnarsson
Makkarónumaðurinn (19 mín) – Smári Gunn
Áhugaverð einhvern veginn (12 mín) – Hólmar Freyr Sigfússon
Stórkostlegasta áhættuatriði sögunnar (1 mín) – Gunnar Björn Guðmundsson
Slavek the shit (15 mín) – Grímur Hakonarson
Leikstjórar svara spurningum úr sal.

Tankurinn:
21:00 – Nýtt Líf
Heiðurssýning á gamanmyndinni Nýtt Líf.
Leikstjórinn Þráinn Bertelsson verður viðstaddur og segir áður ósagðar sögur frá myndinni.

Tankurinn:
23:00 – Lokahóf Gamanmyndahátíðar Flateyrar 2017
Verðlaun veitt fyrir fyndnustu gamanmyndir ársins.
Veitingar í boði Bríó.

Vagninn:
24:00 – Sveitaball
Löðrandi sveitt sveitaball með hljómsveitinni SKE.

 

 

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31