Gagn og gaman endurútgefin - Var einráð við lestrarkennslu yngri barna í 50 ár
Lestrarbókin, sem hefur verið ófáanleg í áratugi, hefur nú verið endurútgefin af Bókaútgáfunni Sæ- mundi og fæst í flestum betri bókabúðum. „Það er mikill áhugi á þessari gömlu bók og hún er líklega sú bók sem hefur oftast verið beðið um í fornbókaversluninni hjá okkur án þess að við höfum getað leyst úr því. Eintökin sem koma inn af Gagni og gamni eru mjög fá og oftast nær í mjög döpru ástandi því bókin var lesin upp til agna af litlu fólki,“ segir Bjarni Harðarson bókaútgefandi.
Gagn og gaman kom fyrst út haustið 1933 og þá í einu hefti. Bókin var samvinnuverkefni Ísaks Jónssonar og Helga Elíassonar, sem fengu Tryggva Magnússon listmálara til að gera teikningar. Árið 1941 var bókinni skipti í tvö hefti og með nýrri og breyttri útgáfu árið 1955 var fyrra heftið prentað í lit og Þórdís dóttir Tryggva teiknaði nýjar myndir við þá kafla sem bætt var við. Seinna heftið var litprentað 1959. Var verkið þá komið í endanlega gerð. Gagn og gaman var síðast prentað 1985.
Veröld sem var...
Meira