A A A
  • 1968 - Freyr Jónsson
  • 1973 - Sigmar Örn Sigþórsson
  • 1996 - Viktoría Fönn Kjerúlf
09.09.2017 - 08:02 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Gagn og gaman endurútgefin - Var einráð við lestrarkennslu yngri barna í 50 ár

Gagn og gaman.  Lestrarbókin kom fyrst út haustið 1933, talið er að um 200 þúsund eintök hafi verið prentuð af fyrra hefti bókarinnar, síðast var það prentað 1985. Bækurnar hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið.
Gagn og gaman. Lestrarbókin kom fyrst út haustið 1933, talið er að um 200 þúsund eintök hafi verið prentuð af fyrra hefti bókarinnar, síðast var það prentað 1985. Bækurnar hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið.
« 1 af 2 »
Sísi sem segir s-s-s, X og Z sem eru hjón og Ási sem býr á Ósi eru eflaust greypt í minni margra Íslendinga sem lærðu að lesa með Gagni og gamni. 

Lestrarbókin, sem hefur verið ófáanleg í áratugi, hefur nú verið endurútgefin af Bókaútgáfunni Sæ- mundi og fæst í flestum betri bókabúðum. „Það er mikill áhugi á þessari gömlu bók og hún er líklega sú bók sem hefur oftast verið beðið um í fornbókaversluninni hjá okkur án þess að við höfum getað leyst úr því. Eintökin sem koma inn af Gagni og gamni eru mjög fá og oftast nær í mjög döpru ástandi því bókin var lesin upp til agna af litlu fólki,“ segir Bjarni Harðarson bókaútgefandi. 

Gagn og gaman kom fyrst út haustið 1933 og þá í einu hefti. Bókin var samvinnuverkefni Ísaks Jónssonar og Helga Elíassonar, sem fengu Tryggva Magnússon listmálara til að gera teikningar. Árið 1941 var bókinni skipti í tvö hefti og með nýrri og breyttri útgáfu árið 1955 var fyrra heftið prentað í lit og Þórdís dóttir Tryggva teiknaði nýjar myndir við þá kafla sem bætt var við. Seinna heftið var litprentað 1959. Var verkið þá komið í endanlega gerð. Gagn og gaman var síðast prentað 1985. 

Veröld sem var...
Meira
08.09.2017 - 21:29 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

8. september 2017 - Alþjóðlegur dagur læsis

Bókasafnsdagurinn er haldinn á alþjóðlegum degi læsis, 8. september. 
Sameinuðu þjóðirnar gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965. Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota tungumálið til ánægjulegra samskipta.

Á Íslandi eru yfir 300 bókasöfn. Söfnin eru af ýmsum toga og þjóna bæði almenningi, námsmönnum og sérhæfðum verkefnum í stofnunum og einkafyrirtækjum. Á Íslandi eru mörg almenningsbókasöfn, skólabókasöfn, framhaldsskólabókasöfn, háskólabókasöfn, sérfræðisöfn og annarskonar sérhæfð bókasöfn....
Meira
08.09.2017 - 06:51 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Halldór Ásgrímsson

Halldór Ásgrímsson (1947 - 2015)
Halldór Ásgrímsson (1947 - 2015)
Hall­dór Ásgríms­son fædd­ist á Vopnafirði 8. september 1947. For­eldr­ar hans voru Ásgrím­ur Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri á Höfn í Hornafirði, og Guðrún Ing­ólfs­dótt­ir hús­freyja.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Hall­dórs er Sig­ur­jóna Sig­urðardótt­ir lækna­rit­ara og eignuðust þau þrjár dæt­ur, Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld.


Hall­dór lauk prófi við Sam­vinnu­skól­ann 1965, varð lög­gilt­ur end­ur­skoðandi 1970 og sótti fram­halds­nám í versl­un­ar­há­skól­ana í Björg­vin og Kaup­manna­höfn 1971-73.


Hall­dór var lektor við viðskipta­deild HÍ 1973-75, sat á Alþingi fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn 1974-78 og 1979-2006, var vara­formaður flokks­ins 1980-94, formaður 1994-2006 og gegndi ráðherra­embætti í 19 ár. Hann var sjáv­ar­út­vegs­ráðherra 1983-91 og gegndi auk þess störf­um sam­starfs­ráðherra Norður­landa og dóms- og kirkju­málaráðherra. Hann var ut­an­rík­is­ráðherra og sam­starfs­ráðherra Norður­land­anna frá 1995, var ut­an­rík­is­ráðherra til 2004, en gegndi síðar­nefnda embætt­inu til 1999. Hann var einnig land­búnaðar- og um­hverf­is­ráðherra vorið 1999 og fór með heil­brigðis- og trygg­inga­málaráðuneyti í for­föll­um í árs­byrj­un 2001.


Hall­dór var skipaður for­sæt­is­ráðherra haustið 2004 og gegndi því embætti fram á mitt sum­ar 2006 er hann ákvað að hætta í stjórn­mál­um.

...
Meira
08.09.2017 - 06:44 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Ísafjarðarbær,Vestfirska forlagið

Auglýst eftir umsóknum um styrki til menningarmála

Safnahúsið á Ísafirði.
Safnahúsið á Ísafirði.

Ísafjarðarbær óskar eftir umsóknum um styrki til menningarmála, síðari úthlutun ársins 2017. Umsóknirnar skulu berast til Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði, eða á netfangið thordissif@isafjordur.is.
Umsóknarfrestur er t.o.m. föstudagsins 15. september.


Tekið skal fram að þær umsóknir sem þegar hafa borist eru teknar gildar við síðari úthlutun.


Bent er á reglur Ísafjarðarbæjar um úthlutun styrkja til menningarmála og umsóknareyðublað sem fylla þarf út og skila með umsókn.

...
Meira
07.09.2017 - 20:59 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Emil Ragnar Hjartarson,Björn Ingi Bjarnason

MORGUNN Á GLJÚFURÁREYRI

Myndin tekin við Gljúfurá í Arnarfirði.
Myndin tekin við Gljúfurá í Arnarfirði.
« 1 af 3 »
Veðrið var eins og það getur bezt orðið--blæjalogn og sólskin, spegilsléttur sjór og sást vel til Dynjanda, og handan við fjörðinn Langanes og Mosdalurinn. 

Við Palli Önna vorum sendir í Arnarfjörð, áttum að gera smálagfæringar hér og þar. Nú höfðum við lokið því sem gera þurfti við Þorbjarnará og komið að morgunkaffitíma. Við förum niður á Gljúfuráreyri í kaffi,. Það var tjald á eyrinni , engin hreyfing Það var ræsaefni á stálklæddum bílpallinum og nauðsynleg verkfæri. 

Palli ók hranalega út af veginum og niður á eyrina, ræsabogarnir skröngluðust um pallinn með ískrandi hávaða og bílstjórinn flautaði "óvart"--allt gert af umhyggju fyrir tjaldbúanum sem var að sofa af sér fegurð morgunsins.

Við settumst á þúfu og tókum til matarins. Opnast þá tjalddyr og út kemur Kristján Eldjárn, fyrrum forseti Íslands og gengur til okkar. Mig minnir að við höfum orðið ögn skömmustulegir. 
...
Meira
07.09.2017 - 17:46 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Ævintýri dagsins: - Allt á ferð og flugi í Borgarfirði!

Nú virðist fátt vera til fyrirstöðu að sprengingar hefjist við Dýrafjarðargöng. Ljósm.: H. S
Nú virðist fátt vera til fyrirstöðu að sprengingar hefjist við Dýrafjarðargöng. Ljósm.: H. S

Fulltrúar Auðkúluhrepps voru á ferð í Borgarfirði í gær. Þar var allt á ferð og flugi. Þá tóku þeir mynd af stöðu mála í Ævintýri dagsins. Hún skýrir sig að öllu leyti sjálf.  


   Mönnum varð hugsað til gamla bóndans á Hjallkárseyri, Hákonar J. Sturlusonar, áður á Borg. Það var einmitt um þetta leyti árs sem hann var stundum að slá að kvöldi dags með orfi og ljá á Rauðsstöðum. Gárungarnir sögðu að hann hefði notast við pípuglóðina til að sjá slægjuna betur! Hann hefði sjálfsagt orðið hissa á öllu þessu brambolti á sínum slóðum.

...
Meira
07.09.2017 - 07:06 | Björn Ingi Bjarnason,Fréttablaðið,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar

Dýrfirðingurinn Sigurður G. Guðjónsson.
Dýrfirðingurinn Sigurður G. Guðjónsson.
Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur keypt allar eignir fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf, að undanskildum héraðsfréttablöðum sem félagið hefur gefið út, gegn greiðslu og yfirtöku á skuldum við Tollstjórann og hluta af lánardrottnum, samtals að fjárhæð tæplega 400 milljónir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Björn Ingi Hrafnsson er útgefandi Pressunnar. Félög í hans eigu og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra Pressunnar, eiga samanlagt um 31 prósents hlut í Pressunni.

Gjaldþrotaskiptabeiðni Tollstjóra á hendur Pressunni, sem var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun, var afturkölluð síðar sama dag eftir að Sigurður greiddi upp að fullu skuld félagsins við Tollstjórann vegna opinberra gjalda. Að öðrum kosti hefði Pressan verið tekin til gjaldþrotaskipta og skiptastjóri skipaður yfir félaginu í dag, fimmtudag.

Sigurður vildi sem minnst tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið....
Meira
06.09.2017 - 17:19 | Vestfirska forlagið,Skutull,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

81 ár frá fyrstu bílferð yfir Breiðadalsheiði

Vegurinn yfir Breiðadalsheiði og til vinstri er Botnsheiðarafleggjarinn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Vegurinn yfir Breiðadalsheiði og til vinstri er Botnsheiðarafleggjarinn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »
Þessa dagana eru 81 ár síðan fyrsti bíllinn keyrði veginn yfir Breiðadalsheiði. Þann 6. september 1936 er sagt frá þessum merku tímamótum í samgöngusögu norðanverðra Vestfjarða. „Þann 3. þessa mánaðar kom fyrsta bifreiðin frá Flateyri yfir Breiðadalsheiði. Síðan hafa verið farnar fjöldamargar ferðir bæði vestur og norður yfir heiði, og ljúka bilstjórar upp einum munni um það, að vegurinn sé bæði fallegur og góður,“ segir í Skutli. 

Vegurinn yfir Breiðadalsheiði var hæsti fjallvegur landsins á þeim tíma og var svo um langt árabil. Í Skutli segir að ferðin frá Flateyri taki rúma klukkustund. 

Vegurinn var einungis fær að sumarlagi og í Skutli segir: Búast má við því hvað af hverju, að vegurinn spillist og jafnvel lokist vegna bleytu og ef til vill snjóa. Verður því vafalaust fjörug umferð um heiðina næstu viku og meðan bílfært er vestur um á þessu hausti. Eru þeir margir, sem ekki eira því að biða næsta vors með að fara landveg vestur og reyna þannig hina nýju samgönguleið, en auk þess sést nú þegar ljós vottur mikillar viðskiftaþarfar milli Ísafjarðar og sveitanna við Önundar- og Dýrafjörð.“...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31