A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
01.09.2017 - 06:40 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Úr ríki náttúrunnar 2: - Þórarinn á Höfða skildi hrafnamál!

Þórarinn Sighvatsson á Höfða (1922 - 2006).
Þórarinn Sighvatsson á Höfða (1922 - 2006).
« 1 af 2 »

Þórarinn Sighvatsson, bóndi á Höfða í Mýrahreppi Dýrafirði, var einn af þeim mönnum sem setti svip á samtíð sína. Auk þess að vera einhver mesti dugnaðarbóndi þar um slóðir, var Þórarinn með orðheppnustu mönnum sinnar tíðar. Átti hann ekki langt að sækja það til Sighvatar Borgfirðings, forföður síns.

   Nú var það einn góðan veðurdag að þeir Brekkubændur í Þingeyrarhreppi í Dýrafirði, Guðmundur Sören Magnússon, Sigurjón G. Jónasson frá Lokinhömrum og Hallgrímur Sveinsson, brugðu undir sig betri fætinum. Heimsóttu þeir Þórarin bónda á Höfða til að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Þegar þeir koma í hlað var Þórarinn bóndi úti við. Þeir taka tal saman. Í því flugu nokkrir hrafnar yfir og settust sumir á staura á hlaðinu og krunkuðu.

   Hallgrímur tók þá svo til orða:

   „Er það satt sem ég heyri, Þórarinn, að þú skiljir hrafnamál?“

   „Ég skal nú ekkert um það segja. En oft koma þeir og segja mér fréttir, jafnvel úr Önundarfirði og víðar að. Og mannslát hafa þeir stundum sagt mér.“

   Í því flugu tveir svartir yfir með krunki.

   „Hvaðan koma þessir og hvað eru þeir að segja þér?“, spyr þá Sigurjón Lokinhamrabóndi.

   „Þessir! Það er nú ekkert að marka þá. Þetta eru Brekkuhrafnarnir!“

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31