A A A
  • 1968 - Freyr Jónsson
  • 1973 - Sigmar Örn Sigþórsson
  • 1996 - Viktoría Fönn Kjerúlf
10.09.2017 - 10:36 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason

Allir elska góðar sögur

Sýningin er byggð upp sem nokkurs konar samtal milli Heru og langalangömmu hennar. Hera leikur bæði hlutverkin og talsvert fleiri persónur sem koma fyrir. MYND/GÚSTI
Sýningin er byggð upp sem nokkurs konar samtal milli Heru og langalangömmu hennar. Hera leikur bæði hlutverkin og talsvert fleiri persónur sem koma fyrir. MYND/GÚSTI
Í kvöld, 10. september 2017,  verður einleikurinn Fjallkonan frumsýndur í Tjarnarbíói. Verkið er byggt dýrfirskri langalang- ömmu höfundar og leikara einleiksins sem var mikill frumkvöðull og fór sínar eigin leiðir í lífinu.

Einleikurinn Fjallkonan var frumsýndur á Act Alone leiklistarhátíðinni á Suðureyri í ágúst og fékk þar mjög góðar viðtökur meðal áhorfenda. Í kjölfarið ákvað höfundur og leikari sýningarinnar, Hera Fjord, að setja hana upp í Tjarnarbíói í Reykjavík þar sem hún verður frumsýnd á sunnudag. 

Fjallkonan fjallar um langalangömmu Heru sem hét Kristín Dahlstedt úr Dýrafirði og var veitingakona í 50 ár en hún rak meðal annars veitingahús og gistiheimili frá árinu 1905, oftast undir nafninu Fjallkonan....
Meira
10.09.2017 - 09:15 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Gerður G. Bjarklind 75 ára í dag - Að vestan og var í sveit í Haukadalnum í Dýrafirði

Gerður G. Bjarklind.
Gerður G. Bjarklind.
Gerður fæddist í Reykjavík 10. september 1942 og ólst þar upp í Vesturbænum, auk þess sem hún var í sveit á sumrin hjá frændfólki sínu í Höll í Haukadal í Dýrafirði frá sjö til tólf ára aldurs.

Gerður lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1959, stundaði leiklistarnám í tvö ár, stundaði enskunám í Englandi 1964-65 og stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík í nokkur ár.



Hjá Ríkisútvarpinu frá 1961


Gerður hóf störf hjá Hamri 1959, vann hjá Samvinnutryggingum 1960-61 en hóf þá um haustið störf við Ríkisútvarpið og vann þar síðan fram að síðustu áramótum, fyrst á auglýsingadeild 1961-74 en var síðan útvarpsþulur og hafði auk þess umsjón með þættinum Óskastundin frá 1997 og fram að síðustu áramótum.


Gerður hafði umsjón með þættinum Lög unga fólksins 1963-71. Hún lék smáhlutverk í leikritinu Hart í bak er hún var í leiklistarnámi og söng og starfaði með söngsveitinni Fílharmóníu 1965-90, auk þess sem hún sat oft í stjórn sveitarinnar fyrstu árin.

...
Meira
10.09.2017 - 07:59 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Haldið til haga: - Grjótaðu vel á þær!

Miðbæjarfeðgar með vænan feng af útnesjunum hér fyrir nokkrum árum. Eftir tvo daga lágu 16 þann fyrri og 14 þann seinni. Var þetta slík tófuveiði að annað eins hefur ekki sést hér um slóðir og þó víðar væri leitað. Fjölluðum við um þetta á Þingeyrarvefnum í vetur.
Miðbæjarfeðgar með vænan feng af útnesjunum hér fyrir nokkrum árum. Eftir tvo daga lágu 16 þann fyrri og 14 þann seinni. Var þetta slík tófuveiði að annað eins hefur ekki sést hér um slóðir og þó víðar væri leitað. Fjölluðum við um þetta á Þingeyrarvefnum í vetur.
« 1 af 2 »

Nú eru smalamennskur framundan á útnesjum og inn til dala í Vestfirksu Ölpunum. Er því rétt að rifja upp eftirfarandi ráðleggingu.


Sigurjón G. Jónasson í Lokinhömrum hafði fengið til sín stórsmala að vanda eitt haustið. Meðal þeirra var Sigurjón nafni hans Hákon Kristjánsson, ættaður úr Miðbæ í Haukadal. Var Konni með efstu mönnum sem smöluðu út Lokinhamrahlíðar. En það er sem kunnugt er ekki heiglum hent að ganga ofarlega í fjöllum hér um slóðir. Lokinhamrabóndinn tók svo til orða við hann áður en lagt var upp:


Grjótaðu vel á þær. Það er nóg andskotans grjótið í fjallinu!“


Sigurjón Hákon smali lét sér það að kenningu verða. Ruddi hann svoleiðis grjótinu úr fjallinu á úteftirleið með miklum eldglæringum. Höfðu menn sjaldan séð eins vel „grjótað“ á þeim slóðum.


 

...
Meira
10.09.2017 - 07:53 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Vandi sauðfjárbænda: - Þær vita hvað þær syngja, húsmæðurnar!

Bergþóra Gísladóttir.
Bergþóra Gísladóttir.

Bergþóra Gísladóttir að austan, skrifar á Vefnum 15. 08. 2014:


Kindakjötsmálið er flóknara. Ég held að fólk kunni ekki almennilega á að matreiða þessa afurð og alls ekki að markaðssetja hana. Í búðunum sem ég kaupi mína vöru í hefur verið erfitt að finna lambakjöt annars staðar en í frysti, poka með súpukjöti, heil læri og heila hryggi. Ekki beinlínis fyrir tveggja manna fjölskyldu. Það er brýnt að laga þetta og svo þarf að gera rispu (ég er að sneiða hjá orðinu herferð) í að kenna fólki að matreiða kindakjöt. Ég nota viljandi orðið kindakjöt ekki lambakjöt sem er bara ein tegund af kindakjöti sem er svo fjölbreytt. Lambakjöt er alls ekki best. Kjöt af fullorðnu er bragðmest og best fyrir þá sem unna kindakjöti og sauðakjöt er eðalvara. Ég sakna þess að fá ekki almennilegt ærhakk, sem fékkst einu sinni, því langbestu kjötbollurnar eru úr blöndu af nauta- og kindahakki.“


Er hægt að komast nær kjarna þessa máls?


Hverjir hafa brugðist?

...
Meira
09.09.2017 - 11:02 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur R. Björgvinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Magnús Jónsson á Flateyri

Magnús Jónsson (1909 - 1988) við rafaveiðar á Sauðanesi í Önundarfirði. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Magnús Jónsson (1909 - 1988) við rafaveiðar á Sauðanesi í Önundarfirði. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

Magnús Jónsson á Flateyri - Minning - Fæddur 9. september 1909 Dáinn 28. maí 1988 Fáein orð á blað til minningarum vin og góðan nágranna, Magnús Jónsson, er hefði orðið áttræður 9. september 1989, hefði heilsa og þrek leyft.


Magnús fæddist að Botni í Dýrafirði þann 9. september 1909. Foreldrar hans voru hjónin Jón Justs son og Kristjana Sigurlínadóttir er þá bjuggu að Botni, börn þeirra voru níu talsins. Eins og algengt var, stórar fjölskyldur og kjörin kröpp á þeim tímum. Magnúsi vará unga aldri komið í fóstur til vandamanna, eins árs gamall fór hann til Bersastaða í Dýrafirði til hjónanna Andrésar Helgasonar og Guðrúnar Elínar, hjá þeim ólst hannupp.


Minningar mínar um Magnús ná allt til þess er ég fyrst man eftir mér, frá tíðum komum hans og Kristínar Guðnadóttur konu hans, en hún lést 1982, í hús ömmu og afa, en þar var mikill vinskapur og frændsemi á milli.

...
Meira
09.09.2017 - 10:46 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Samþykkum líffæragjöfum fjölgar

Ég hlakkaði til aðgerðarinnar segir Jóhannes Kristjánsson.
Ég hlakkaði til aðgerðarinnar segir Jóhannes Kristjánsson.
« 1 af 3 »

Nærri læt­ur að tí­undi hver Íslend­ing­ur hafi gefið samþykki sitt fyr­ir líf­færa­gjöf við and­lát. Í gegn­um vef Embætt­is land­lækn­is get­ur fólk gefið samþykki sitt fyr­ir slíku eins og 8.175 manns hafa gert í ár. „Í kjöl­far allr­ar umræðu um þessi mál og fregna um að líf­færa­gjöf hafi bjargað lífi kem­ur kúf­ur og fólk tek­ur af­stöðu,“ seg­ir Jór­laug Heim­is­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri hjá Land­lækni.


Dag­ur­inn í dag, 9. sept­em­ber, er til­einkaður líf­færa­gjöf­um og -ígræðslum í Evr­ópu. Fjöl­marg­ar þjóðir eru sam­einaðar í þessu átaki sem miðar að því að hvetja ein­stak­linga til að taka af­stöðu til líf­færa­gjaf­ar jafn­framt því að miðla upp­lýs­ing­um um líf­færa­gjöf og ígræðslu.

...
Meira
09.09.2017 - 09:13 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Kær þökk fyrir Gagn og gaman

Gam­all kenn­ari get­ur ekki leynt ánægju sinni yfir end­ur­fund­um við Gagn og gam­an. Þakk­ir skulu færðar Bjarna Harðar­syni og öðrum þeim sem skópu þá end­ur­fundi.


Á sinni tíð voru skipt­ar skoðanir um lestr­araðferðir, þar sem Ísak Jóns­son var frum­kvöðull að hljóðlestri í stað stöf­un­ar. Ísak kenndi mér í Kenn­ara­skól­an­um og ég hreifst af þess­ari ný­stár­legu aðferð og sem ung­ur kenn­ari reyndi ég hljóðlest­ur­inn í fá­eina vet­ur og mér fannst hann ágæt­ur, al­veg sér í lagi fyr­ir bráðþroska og greinda nem­end­ur. Þar var Gagn og gam­an leiðar­vís­ir­inn ljúfi, en reynd­ar einnig ágæt hversu sem kennt var. En ég eins og svo marg­ir aðrir fór í stöf­un­araðferðina aft­ur, enda lögðust nær all­ir for­eldr­ar á þá sveif, einkum þeir sem veru­lega hjálp veittu börn­um sín­um við námið. 


En aft­ur og enn:


Kær­ar þakk­ir fyr­ir bók­ina sem veitti svo mörg­um bæði gagn og gam­an.


Helgi Selj­an
 




...
Meira
09.09.2017 - 08:18 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Blaðið - Vestfirðir,Björn Ingi Bjarnason

Einleikjahátíðin á Suðureyri haldin í fjórtánda sinn

Einn þeirra sem sótti Act alone og horfði á einleikinn um Kristínu Dahlstedt var Reynir Ingibjartsson, sonur Ingibjarts og sonarsonur Kristínar.
Einn þeirra sem sótti Act alone og horfði á einleikinn um Kristínu Dahlstedt var Reynir Ingibjartsson, sonur Ingibjarts og sonarsonur Kristínar.
« 1 af 2 »
Act alone á Suðureyri var haldin í síðasta mánuði og boðið var upp á um 20 viðburði á þriggja daga hátíð. 

Hátíðin fór að mestu fram í félagsheimili Súgfirðinga sem rúmar um 160–170 manns með góðu móti. Fullt var út úr dyrum á alla einleikina og talið að gestir hafi verið nærri 3000. Eitt einkenni hátíðarinnar er að frítt er inn á alla dagskráliði og ýmis fyrirtæki styrkja hátíðina og bera þannig kostnaðinn af hátíðinni.

Það er Kómedíuleikhúsið sem stendur fyrir hátíðinni. Í raun er það leikarinn Elfar Logi Hannesson sem er drifkrafturinn og hefur hann fengið fjölmarga til liðs við hátíðina sem leggja sitt af mörkum.

Leikkonan Hera Fjord flutti einþáttung um langalangaömmu sína Kristínu Dahlsted sem átti um margt ævintýralegt lífshlaup. Kristín var Dýrfirðingur, frá Dröngum, fædd 1876. Átti ástarævintýri með skáldinu á Þröm, Magnúsi Hjaltasyni. Fór ung til Danmerkur þar sem hún lærði margt um hótel- og veitingarekstur. Heimkomin stofnaði hún eigin veitingastað að Laugavegi 68 sem varð fljótt vinsæll. Hún gaf staðnum nafnið Fjallkonan eftir að hún dreymdi hana....
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31