09.09.2017 - 11:02 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur R. Björgvinsson,Björn Ingi Bjarnason
Magnús Jónsson (1909 - 1988) við rafaveiðar á Sauðanesi í Önundarfirði. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Magnús Jónsson á Flateyri - Minning - Fæddur 9. september 1909 Dáinn 28. maí 1988 Fáein orð á blað til minningarum vin og góðan nágranna, Magnús Jónsson, er hefði orðið áttræður 9. september 1989, hefði heilsa og þrek leyft.
Magnús fæddist að Botni í Dýrafirði þann 9. september 1909. Foreldrar hans voru hjónin Jón Justs son og Kristjana Sigurlínadóttir er þá bjuggu að Botni, börn þeirra voru níu talsins. Eins og algengt var, stórar fjölskyldur og kjörin kröpp á þeim tímum. Magnúsi vará unga aldri komið í fóstur til vandamanna, eins árs gamall fór hann til Bersastaða í Dýrafirði til hjónanna Andrésar Helgasonar og Guðrúnar Elínar, hjá þeim ólst hannupp.
Minningar mínar um Magnús ná allt til þess er ég fyrst man eftir mér, frá tíðum komum hans og Kristínar Guðnadóttur konu hans, en hún lést 1982, í hús ömmu og afa, en þar var mikill vinskapur og frændsemi á milli.
...
Meira