A A A
  • 1968 - Freyr Jónsson
  • 1973 - Sigmar Örn Sigþórsson
  • 1996 - Viktoría Fönn Kjerúlf
13.09.2017 - 17:25 | Þingeyrarakademían,Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Ávarp til Alþingis frá Þingeyrarakademíunni: - Ágætu alþingismenn

Þingeyrarakademían kemur til dyranna eins og hún er klædd. Ljósm.: Kristján Ottósson.
Þingeyrarakademían kemur til dyranna eins og hún er klædd. Ljósm.: Kristján Ottósson.

Í tilefni af þingsetningu biður Þingeyrarakademían ykkur að minnka þetta endalausa röfl úr ræðustól þingsins daginn út og daginn inn. Ef þið gerið það, þá hlustið þið betur hvert á annað. Við kjósum ykkur ekkert frekar þó þið látið svona! Gefið svo símanum frí í þingsalnum.


Hættið að rífast en snúið ykkur með oddi og egg að þeim vandamálum sem þið eruð kosin til að leysa. Forgangsraðið fjárveitingum. Þeir sem nóg hafa þurfa ekki meira. Gerið meira en að hugsa til þeirra sem minna mega sín. Munið að þið eigið að móta stefnuna fyrir þjóðina. Ef hún er skynsamleg fylgir þjóðin ykkur. Annars fer hún út og suður.


Takið lagið einstaka sinnum til að styrkja móralinn, til dæmis Öxar við ána eða Fyrr var oft í koti kátt.


Vestfirðingurinn Jón Sigurðsson fylgist með ykkur daglega

...
Meira
13.09.2017 - 06:59 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vegagerðin,Vestfirska forlagið

Hátíðarsprenging á morgun - 14. sept 2017

Munnasvæðið við Rauðstaði í Arnarfirði. Ljósm.: bb.is
Munnasvæðið við Rauðstaði í Arnarfirði. Ljósm.: bb.is
Það verður stór dagur í Arnarfirði á morgun, fimmtudaginn 16. september 2017, þegar Jón Gunnarsson samgönguráðherra hleypir af fyrstu gangasprengingunni í gangamunna Dýrafjarðarganga.

Hátíðarsprengingin verður kl. 16:00 og að henni lokinni verður dagskrá og kaffiveitingar í skemmu verktakans þar sem samgönguráðherra, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og fulltrúi verktaka halda ávörp. 

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að þessi merki áfangi í samgöngusögu Vestfjarða er öllum opinn og bent á að gert er ráð fyrir að bílum verði lagt við þjóðveginn fyrir neðan munnasvæðið....
Meira
12.09.2017 - 20:28 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - 12. september - Freymóður Jóhannsson

Freymóður Jóhannsson (1895 - 1973).
Freymóður Jóhannsson (1895 - 1973).

Freymóður Jóhannsson, málarameistari, listmálari og tónskáld, fæddist 12. september 1895, enda notaði hann höfundarnafnið -Tólfti september- á lög sín.


Freymóður fæddist í Stærra-Árskógi, sonur Jóhanns T. Þorvaldssonar og Hallfríðar Jóhannsdóttur.


Freymóður lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, stundaði málaranám hjá Ástu málara, framhaldsnám í Kaupmannahöfn, nám við Teknisk Selskabs Skole og í Kunstakademiet, listmálaranám á Ítalíu og í Danmörku og nám í leiktjaldagerð við Konunglega leikhúsið i Kaupmannahöfn. Hann var málarameistari á Akureyri, listmálari í Óðinsvéum 1936-39 og vann síðan við Hagstofuna í Reykjavík.

...
Meira
12.09.2017 - 17:21 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Jón Hákon Magnússon

Jón Hákon Magnússon (1941 - 2014).
Jón Hákon Magnússon (1941 - 2014).
Jón Há­kon Magnús­son fædd­ist í Reykja­vík 12. september 1941. For­eldr­ar hans voru Svava Sveins­dótt­ir hús­móðir frá Hvilft í Önundarfirði og Magnús Guðjón Kristjáns­son skrif­stofu­stjóri frá Flateyri.

Eig­in­kona Jóns Hákons var Áslaug Guðrún Harðardótt­ir fjár­mála­stjóri sem lést fyr­ir rúmu ári. Þau eignuðust tvö börn: Áslaugu Svövu og Hörð Há­kon.


Jón Há­kon lauk BA-prófi í stjórn­mála­fræði og blaðamennsku frá Maca­lester Col­l­e­ge í St. Paul í Minnesota í Banda­ríkj­un­um 1964.


Jón Há­kon var blaðamaður á Tím­an­um 1958-60 og 1965, full­trúi hjá The World Press Institu­te 1962 og 1964, blaðamaður í Bost­on og í Washingt­on DC 1964, sölu- og markaðsstjóri hjá bílaum­boðinu Vökli hf. 1965-69 og skrif­stofu­stjóri hjá Flug­hjálp vegna Biafra-stríðsins 1969-70.

...
Meira
12.09.2017 - 06:51 | Vestfirska forlagið,Vegagerðin,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

11. sept. 1959 - Vegur yfir Dynjandisheiði opnaður

Á Dynjandisheiði. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Á Dynjandisheiði. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Vegurinn yfir Dynjandisheiði var fyrst opnaður fyrir bílaumferð þann 11. september árið 1959. Þá opnaðist akfær vegur til Ísafjarðar frá Reykjavík í fyrsta sinn og um leið tengingin milli Ísafjarðar og Barðastrandarsýslu. 

Heiðin er löng, t.d. eru 12 km úr Helluskarði norður á sýslumörk á háheiðinni. Skarðið er í 468 metra hæð yfir sjó, en hæst fer vegurinn á tveimur stöðum upp í 500 metra hæð. 

Í heild er heiðin talin fremur snjólétt miðað við Júní 2010 bls. 10 vestfirskar heiðar og landslag er víða flatt þannig að hægta er ð byggja nýjan veg upp úr snjó....
Meira
12.09.2017 - 06:40 | Leifur Reynisson,Hallgrímur Sveinsson,Blaðið - Vestfirðir,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

Taktur tímans

Þrjár kynslóðir við tóftir Sjónarhóls sumarið 1975. Frá vinstri: Leifur, Kristinn, Sveinn og Reynir.
Þrjár kynslóðir við tóftir Sjónarhóls sumarið 1975. Frá vinstri: Leifur, Kristinn, Sveinn og Reynir.
« 1 af 2 »
Hver bær á sína sögu. Eftir rúmlega hálfa öld er ég staddur hjá rústum æskustöðva minna. Hugur minn leitar aftur í tímann, tímann sem aldrei kemur aftur. Að standa á rústum eyðibæjar hlýtur að vekja upp margar spurningar og hugarástand sem jaðrar við trega. Gleði og sorg hafa alls staðar skipst á. Ég er staddur nákvæmlega á sama stað og áður fyrr. Sjóndeildarhringurinn sá sami og áður. ... Það var hrífandi að koma snemma út á fögrum sumarmorgni og sjá fjöllin speglast í spegilsléttum firðinum, sjá reykinn liðast upp í loftið á bæjunum í kring einum á eftir öðrum. Þá var að koma hreyfing á fólkið. Það var að vakna til starfa.“ 

Svo skrifaði Sveinn Mósesson í minnisbók sína sumarið 1975 en hann var þá á ferð um bernskuslóðir sínar í Dýrafirði ásamt sonum sínum Reyni og Kristni, og sonarsyni sem jafnframt ritar þessa frásögn....
Meira
11.09.2017 - 18:05 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,dv.is,Björn Ingi Bjarnason

DV 11. sept. 2009 - Birgitta Jónsdóttir: Besta ár lífs hennar á Núpi í Dýrafirði

Ástin kviknaði á Núpi. Fyrsti kærasti Birgittu var Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur. (Ljósm.: DV/Sigtryggur Ari Jóhannsson)
Ástin kviknaði á Núpi. Fyrsti kærasti Birgittu var Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur. (Ljósm.: DV/Sigtryggur Ari Jóhannsson)
« 1 af 3 »

Birgitta ólst upp í Þorlákshöfn og er dóttir Bergþóru Árnadóttur, tónskálds og tónlistarkonu, og Jóns Ólafssonar skipstjóra. Jón ættleiddi Birgittu þegar hún var sex ára en hann gekk henni í föðurstað þegar hún var fjögurra ára og hefur hún alltaf litið á hann sem pabba sinn. Blóðfaðir Birgittu hét Karl Valdimarsson og á hún fjögur hálfsystkini samfeðra sem hún hefur fundið hvert á fætur öðru á lífsleiðinni eins og hún orðar það. Foreldrar hennar og stjúpfaðir eru öll látin.


Þegar Birgitta flutti til Reykjavíkur átti hún í erfiðleikum með að aðlagast lífinu í borginni. Níu ára bað hún um að fá að fara í heimavistarskóla og það varð til þess að hún fór einn vetur í heimavistarskólann að Skógum. Henni líkaði ekki vistin og það fór svo að hún bjó hjá ömmu sinni og afa í Hveragerði um tíma.


„Þar gerðist ég pönkari og dálítill villingur. Ég skrópaði oft í skólanum og húkkaði mér far til Reykjavíkur þar sem ég hékk á Hlemmi með hinum pönkurunum. Ég var fyrsta stelpan á Íslandi til að skarta alvöru hanakambi,” segir Birgitta glettin.


Fimmtán ára fór hún á heimavistarskólann á Núpi og segir Birgitta það hafa verið besta ár lífs síns.

...
Meira
11.09.2017 - 07:33 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Reru frá Noregi til Orkneyja, Færeyja og Íslands

Fjölskyldan. Eyþór og Ingrid, eiginkona hans, ásamt Írisi Anítu og Alex, og Gunnari og Bergrós Ýri.
Fjölskyldan. Eyþór og Ingrid, eiginkona hans, ásamt Írisi Anítu og Alex, og Gunnari og Bergrós Ýri.
« 1 af 3 »

Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi – 50 ára.


Eyþór Eðvarðsson fædd­ist á Suður­eyri við Súg­anda­fjörð 11. september 1967 og ólst þar upp. Hann byrjaði ung­ur í fisk­vinnslu, stundaði sjó­mennsku og al­menn verka­manna­störf.


Eyþór gekk í grunn­skól­ann á Suður­eyri, sótti 9. bekk­inn á Núp í Dýraf­irði, fór í Fjöl­brauta­skól­ann á Sauðár­króki en út­skrifaðist frá Fjöl­braut í Breiðholti 1988. Hann lauk BA-prófi í sál­fræði frá HÍ 1993 og MA-prófi í vinnusál­fræði frá Vrije Uni­versi­teit í Amster­dam árið 1996. Eyþór var bú­sett­ur í Hollandi á ár­un­um 1993-99, starfaði hjá De Baak, stjórn­un­ar­skóla hol­lenska vinnu­veit­enda­sam­bands­ins, 1996-99 og var rit­stjóri tíma­rit­anna Baak­berichten og Mana­gementwijzers.


Eft­ir að Eyþór var kom­inn heim stofnuðu hann og eig­in­kona hans, Ingrid Ku­hlm­an, fyr­ir­tækið Þekk­ing­armiðlun árið 2002 og hafa þau starf­rækt það síðan.


Eyþór sat í stjórn og var formaður Súg­f­irðinga­fé­lags­ins 2011-2015 og er formaður Forn­minja­fé­lags Súg­anda­fjarðar frá stofn­un 2014, en fé­lagið byggði sjó­búð að þúsund ára gam­alli fyr­ir­mynd í sum­ar. Þá er hann einn af stofn­end­um Par­ís 1,5 bar­áttu­hóps um aðgerðir í lofts­lags­mál­um

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31