11.09.2017 - 07:33 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Fjölskyldan. Eyþór og Ingrid, eiginkona hans, ásamt Írisi Anítu og Alex, og Gunnari og Bergrós Ýri.
Frá Vorhátíð; Önfirðingafélagsins, Dýrfirðingafélagsins og Súgfirðingafélagsins í Súlnasalnum á Hótel Sögu þann 17. apríl 2015. F.v.: Bergþóra Valsdóttir, formaður Dýrfirðingafélagsins og er hún 59 ára í dag, Jón Svanberg Hjartarson, formaður Önfirðingafélagsins og Eyþór Eðvarðsson, formaður Súgfirðingafélagsins og er hann 50 ára í dag. Ljósm.: BIB
Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi – 50 ára.
Eyþór Eðvarðsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 11. september 1967 og ólst þar upp. Hann byrjaði ungur í fiskvinnslu, stundaði sjómennsku og almenn verkamannastörf.
Eyþór gekk í grunnskólann á Suðureyri, sótti 9. bekkinn á Núp í Dýrafirði, fór í Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki en útskrifaðist frá Fjölbraut í Breiðholti 1988. Hann lauk BA-prófi í sálfræði frá HÍ 1993 og MA-prófi í vinnusálfræði frá Vrije Universiteit í Amsterdam árið 1996. Eyþór var búsettur í Hollandi á árunum 1993-99, starfaði hjá De Baak, stjórnunarskóla hollenska vinnuveitendasambandsins, 1996-99 og var ritstjóri tímaritanna Baakberichten og Managementwijzers.
Eftir að Eyþór var kominn heim stofnuðu hann og eiginkona hans, Ingrid Kuhlman, fyrirtækið Þekkingarmiðlun árið 2002 og hafa þau starfrækt það síðan.
Eyþór sat í stjórn og var formaður Súgfirðingafélagsins 2011-2015 og er formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar frá stofnun 2014, en félagið byggði sjóbúð að þúsund ára gamalli fyrirmynd í sumar. Þá er hann einn af stofnendum París 1,5 baráttuhóps um aðgerðir í loftslagsmálum
...
Meira