A A A
  • 1968 - Freyr Jónsson
  • 1973 - Sigmar Örn Sigþórsson
  • 1996 - Viktoría Fönn Kjerúlf
17.09.2017 - 08:14 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Í tilefni Dýrafjarðarganga: - Að fortíð skal hyggja á Rauðsstöðum í Borgarfirði - 2. grein

Þórarinn Ólafsson, bóndi á Rauðsstöðum. (Úr fórum Gunnars Þórðarsonar frá Borg. Frá Bjargtöngum að Djúpi, Nýr flokkur 1. bindi.)
Þórarinn Ólafsson, bóndi á Rauðsstöðum. (Úr fórum Gunnars Þórðarsonar frá Borg. Frá Bjargtöngum að Djúpi, Nýr flokkur 1. bindi.)

Frá liðnum árum


Gísli Vagnsson á Mýrum skrifar svo í Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 1977, í grein sem hann kallar Frá liðnum árum:


   „Það var vorið 1922 að ég gerðist heimilismaður að Rauðsstöðum í Auðkúluhreppi. Þá bjuggu þar hjónin Þórarinn Ólafsson frá Múla í Gufudalssveit og Sigurrós Guðmundsdóttir frá Sauðeyjum á Breiðafirði, mestu dugnaðar-og sæmdarhjón. 


   Þetta vor bar svo við að ung stúlka kom í heimsókn að Rauðsstöðum. Stúlkan var Guðrún dóttir Jóns bónda Ormssonar í Sauðeyjum. Afleiðing þessarar heimsóknar varð sú, að við ákváðum að fylgjast að í lífinu, þótt ekki yrði af sambúð fyrr en árið eftir, en þá réðumst við í húsmennsku að Rauðsstöðum og dvöldum þar tvö næstu árin, en fluttumst þá að Gljúfurá í sömu sveit og bjuggum þar í ellefu ár.“


   Þórarinn á Rauðsstöðum, síðasti bóndinn þar, var mikill dugnaðarmaður sem áður segir. Gísli segir að hann hafi fyrstur Innfjarðarbænda girt tún sitt fjárheldri girðingu, leiddi fyrstur þeirra vatn í bæ sinn, byggði fyrstur stórt fjárhús og hlöður undir járnþaki og byrjaði fyrstur með votheysverkun.

...
Meira
16.09.2017 - 21:01 | Björn Ingi Bjarnason,Fjórðungssamband Vestfirðinga,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Kallað eftir umsóknum í Strauma

Kallað er eftir umsóknum í verkefnið Strauma, sem er ætlað brottfluttu listafólki, ættuðu af Vestfjörðum, á aldrinum 20-35 ára.
Tilgangur verkefnisins er að fá listafólk til að að heimsækja Vestfirði og fremja eða sýna list sína. Vonast er til þess að fá listafólk úr ólíkum geirum að verkefninu og að efnt verði til samtals og e.t.v. samvinnu um listflutning. 
Vestfirðingar eru hvattir til að koma þessum upplýsingum til þeirra sem uppfylla þátttökuskilyrðin. 


Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudagsins 24. september 2017. 

...
Meira
16.09.2017 - 09:57 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Í tilefni Dýrafjarðarganga: - „Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja“ - 1. grein.

Gleði mikil var ríkjandi á Rauðstöðum í Borgarfirði.
Gleði mikil var ríkjandi á Rauðstöðum í Borgarfirði.
« 1 af 2 »
Gleði mikil var ríkjandi á Rauðstöðum í Borgarfirði, einum af innfjörðum Arnarfjarðar í fyrradag, 16. september 2017. Þá sprengdi samgönguráðherrann okkar fyrstu sprenginguna í gangamunna Dýrafjarðarganga, en hann er í landi Rauðstaða. Nokkru áður höfðu námu- og sprengjusérfræðingarnir frá Slóvakíu komið fyrir verndardýrlingi sínum, Sankti Barböru, til hliðar við gangamunnann. Fer vel á því. Í framhaldi af ráðherrasprengingunni  sprakk svo ríkisstjórnin um kvöldið. Svo segja gárungarnir. En allir vita að ekkert samband er náttúrlega þar á milli.

   Einar Benediktsson orti:


  „Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja,


   án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt.“

...
Meira
16.09.2017 - 09:11 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Sterk kona og dugleg

Fjallkonan. - Ljóst er að Hera hefur haft úr spennandi og áhugaverðum efnivið að moða. Og hiklaust má taka undir með henni um nauðsyn þess að halda á lofti minningu merkilegra kvenna sem voru […] mikilvægar fyrirmyndir.
Fjallkonan. - Ljóst er að Hera hefur haft úr spennandi og áhugaverðum efnivið að moða. Og hiklaust má taka undir með henni um nauðsyn þess að halda á lofti minningu merkilegra kvenna sem voru […] mikilvægar fyrirmyndir.
« 1 af 4 »
Leikkonan Hera Fjord leitar í smiðju Dýrfirðingsins; langalang- ömmu sinnar, Kristínar Dahlstedt Jónsdóttur veitingakonu, í einleiknum Fjallkonunni sem hún frumsýndi á einleikjahátíðinni Act alone á Suðureyri í síðasta mánuði og sýndi í Tjarnarbíói um liðna helgi í leikstjórn Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur. Vel er skiljanlegt að Heru hafi langað að vinna með og miðla sögu Kristínar, enda merkileg kona sem setti mikinn svip á íslenskan veitingarekstur á fyrri hluta 20. aldar. Í raun má segja að hún hafi verið brautryðjandi á sínum tíma. 

Rétt fyrir aldamótin 1900 sigldi Kristín, þá rúmlega tvítug, til Danmerkur til að sækja sér þekkingu og reynslu í matargerð. Þegar hún sneri heim nokkrum árum síðar leið ekki á löngu þar til hún stofnaði sinn fyrsta veitingastað, en hún átti eftir að reka þá nokkra víðs vegar um borgina – flesta undir nafninu Fjallkonan – þar til hún settist í helgan stein rúmlega sjö- tug eftir fimmtíu ára starf í veitingabransanum....
Meira
15.09.2017 - 06:54 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Ríkisstjórnarslit

Rík­is­stjórn Íslands. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Rík­is­stjórn Íslands. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Stjórn Bjartr­ar framtíðar hef­ur ákveðið að slíta sam­starfi við rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar. Ástæða slit­anna er al­var­leg­ur trúnaðarbrest­ur inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar.


Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem Björt framtíð sendi á fjöl­miðla rétt eft­ir miðnætti.


Stjórn flokks­ins fundaði í kvöld eft­ir að það kom í ljós að Bene­dikt Sveins­son, faðir Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra, skrifaði und­ir meðmæla­bréf um að Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son, dæmd­ur barn­aníðing­ur, fengi upp­reist æru.

...
Meira
14.09.2017 - 19:35 | Vestfirska forlagið,ruv.is,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Byrjað að sprengja fyrir Dýrafjarðargöngum

Stefnt er að opnun ganganna árið 2020.   Mynd: Halla Ólafsdóttir  -  RÚV
Stefnt er að opnun ganganna árið 2020. Mynd: Halla Ólafsdóttir - RÚV
« 1 af 3 »

Byrjað var að sprengja fyrir Dýrafjarðargöngum í Arnarfirði síðdegis í dag en unnið hefur verið að undirbúningi frá því fyrr í sumar. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, fékk það verk að sprengja fyrstu sprengjuna.


Framkvæmdin felur í sér að lagður verður 8,1 kílómetra langur nýr vegur og 5,6 kílómetra löng göng, alls 13,7 kílómetra vegstæði, segir á vef Vegagerðarinnar. Framkvæmdin kemur til með að stytta Vestfjarðarvegi um 27,4 kílómetra.


Göngin leysa af hólmi veg um Hrafnseyrarheiði, sem nær 550 metra hæð, og er jafnan ófær í marga mánuði á ári þar sem honum er ekki haldið opnum árið um kring. Ásamt endurbótum á Dynjandisheiði, sem er heldur ekki mokaður yfir háveturinn, verður til heilsársvegur milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Stefnt er að opnun ganganna árið 2020.

...
Meira
14.09.2017 - 06:57 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

14. september 1996 - Vestfjarðagöng formlega opnuð

Vestfjarðagöng í Breiðadal. Ljósm.: BIB
Vestfjarðagöng í Breiðadal. Ljósm.: BIB
Vestfjarðagöng, milli Önundarfjarðar, Súgandafjarðar og Ísafjarðar, voru formlega opnuð þann 14. september 1996. 

Þau eru samtals rúmlega níu kílómetra löng og kostuðu 4,3 milljarða króna.

Morgunblaðið - Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson

...
Meira
14.09.2017 - 06:50 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason

Dugandi umhyggja í 91 ár

Síður sjó- stakkur og sjó- hattur voru lengi vinnuklæðnaður íslenskra sjómanna.
Síður sjó- stakkur og sjó- hattur voru lengi vinnuklæðnaður íslenskra sjómanna.
« 1 af 3 »
Fyrir áræðni sjómannsins Hans Kristjánssonar frá Suðureyri við Súgandafjörð fengu íslenskir sjó- menn loks dugandi sjóklæðnað á 3. áratug síðustu aldar. Framtak Hans markaði upphaf 66°N.

Hans fór ungur til sjós og skynjaði að íslenskir sjómenn þyrftu dugandi sjóklæði í glímu sinni við óblíð náttúruöflin. Meðfram sjó- mennskunni fetaði hann sig áfram við gerð sjófatnaðar og árið 1924 hlaut Hans styrk frá Fiskifélagi Íslands til að nema sjóklæðagerð í Noregi. Tveimur árum síðar stofnaði Hans Sjóklæðagerð Íslands í bakhúsi við Laugaveg 42, þar sem hann framleiddi sterkan og endingargóðan sjófatnað sem var að öllu leyti samkeppnisfær við innfluttan sjófatnað þess tíma. Á þeim tíma klæddust flestir sjómenn skósíðum sjóstökkum og báru sjóhatta. Við framleiðslu sjóhatta og sjóstakka notaði Hans í fyrstu olíuborna og þurrkaða dúka sem unnir voru í Skotlandi, en fljótlega var farið að olíubera dúkana hér heima. Léttari og meðfærilegri pólývínýl-efni, sem enn eru notuð í regnfatnað, komu til sögunnar eftir síðari heimsstyrjöld og gjörbyltu framleiðslu sjófatnaðar....
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31