16 METRAR OG GENGUR GLATT
Heildarlengd ganga í berg verður 5.301 m svo það er spotti eftir ennþá.
Á bb.is verða birtar að minnsta kosti vikulegar fréttir af framvindu verksins enda bíða Vestfirðingar spenntir eftir að því ljúki...
Meira
Sigurður lærði undir skóla hjá föður sínum en fór síðan í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þar stúdentsprófi árið 1908. Lagði hann síðan stund á lögfræði, fyrst við háskólann í Kaupmannahöfn og síðan við Háskóla Íslands og lauk þaðan embættisprófi árið 1914.
...Snillingurinn á Höfða
Valdimar á Mýrum segir tók svo til orða um daginn í Heita pottinum á Þingeyri:
Þórarinn Sighvatsson á Höfða var snillingur. Eitt sinn datt upp úr honum:
„Hann Skúli á Gemlufalli keyrir eins og vitlaus maður. Það er varla að maður komist fram úr honum!“
...Foreldrar hans voru Gunnar Guðmundsson, f. 1898, og Guðmunda Jóna Jónsdóttir, f. 1905.
Björgvin kvæntist þann 16. júní 1979 Borghildi H. Flórentsdóttur, f. 6.9. 1941. Hann átti eina dóttur, Söndru, f. 2.2. 1962, með fyrri eiginkonu sinni, Svanbjörgu Hróbjartsdóttur.
Útförin fór fram frá Grafarvogskirkju í gær, 18. september 2017.
_______________________________________________________
Minningarorð Bjarna Guðmundssonar
...Inga Sæland formaður Flokks fólksins gerir ráð fyrir að leiða lista í Reykjavíkurkjördæmi suður en flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum í komandi Alþingiskosningum. Kosningabarátta flokksins er hafin.
Formlega var blásið til kosningabaráttu í vöfflukaffi hjá Flokki fólksins í dag. Flokkurinn mældist með tæplega ellefu prósenta fylgi í þjóðarpúlsi Gallup í byrjun september og fengi samkvæmt því sjö þingmenn.
Inga Sæland formaður segir að boðið verði fram í öllum kjördæmum. Hvenær var það ákveðið? „Það var bara ákveðið 2016 í janúar þegar ákveðið var að stofna Flokk fólksins.“
„Hvar verður þú á lista? Ég býst við að ég verði eins og síðast, þá leiddi ég lista í Reykjavíkurkjördæmi suður en við erum svo sem ekki ennþá búin að koma öllu því forminu í réttar skorður.“
Stillt verður upp á lista í öllum kjördæmum. Inga segir að engar reglur séu um kynjaskiptingu á listunum og ekki sé tímabært að nefna þá sem koma til með að leiða flokkinn í öðrum kjördæmum.
...