A A A
  • 1968 - Freyr Jónsson
  • 1973 - Sigmar Örn Sigþórsson
  • 1996 - Viktoría Fönn Kjerúlf
20.09.2017 - 06:42 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vegagerðin,Vestfirska forlagið

16 METRAR OG GENGUR GLATT

16 METRAR OG GENGUR GLATT
16 METRAR OG GENGUR GLATT
Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni voru Dýrafjarðargöng orðin 16 m í lok viku 37 og allt gengur vel. 

Heildarlengd ganga í berg verður 5.301 m svo það er spotti eftir ennþá. 

Á bb.is verða birtar að minnsta kosti vikulegar fréttir af framvindu verksins enda bíða Vestfirðingar spenntir eftir að því ljúki...
Meira
19.09.2017 - 18:19 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson (1887 - 1963).
Sigurður Sigurðsson (1887 - 1963).
« 1 af 2 »
Sig­urður Sig­urðsson fædd­ist í Vig­ur á Ísa­fjarðar­djúpi 19. sept­em­ber árið 1887. 
For­eldr­ar hans voru hjón­in Sig­urður Stef­áns­son, prest­ur og alþing­ismaður í Vig­ur, f. 1854, d. 1924, og Þór­unn Bjarna­dótt­ir, f. 1855, d. 1936. For­eldr­ar sr. Sig­urðar voru hjón­in Stefán Stef­áns­son, bóndi á Heiði í Göngu­skörðum, og Guðrún Sig­urðardótt­ir. For­eldr­ar Þór­unn­ar voru hjón­in Bjarni Brynj­ólfs­son, bóndi, skipa­smiður og hrepp­stjóri á Kjarans­stöðum í Innri-Akra­nes­hr., og Helga Ólafs­dótt­ir, f. Stephen­sen.

Sig­urður lærði und­ir skóla hjá föður sín­um en fór síðan í Mennta­skól­ann í Reykja­vík og lauk þar stúd­ents­prófi árið 1908. Lagði hann síðan stund á lög­fræði, fyrst við há­skól­ann í Kaup­manna­höfn og síðan við Há­skóla Íslands og lauk þaðan embætt­is­prófi árið 1914.

...
Meira
19.09.2017 - 06:50 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Af léttara taginu að vestan: Einn góður úr Mýrahreppi

Þórarinn Sighvatsson (1922 - 2006).
Þórarinn Sighvatsson (1922 - 2006).
« 1 af 2 »

Snillingurinn á Höfða


Valdimar á Mýrum segir tók svo til orða um daginn í Heita pottinum á Þingeyri:


Þórarinn Sighvatsson á Höfða var snillingur. Eitt sinn datt upp úr honum:


„Hann Skúli á Gemlufalli keyrir eins og vitlaus maður. Það er varla að maður komist fram úr honum!“

...
Meira
19.09.2017 - 06:38 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,Bjarni Guðmundsson

Björgvin Hofs Gunnarsson - Fæddur 23. nóv. 1931 - Dáinn 24. ágúst 2017 - Minning

Björgvin Hofs Gunnarsson (1931 - 2017).
Björgvin Hofs Gunnarsson (1931 - 2017).
Björg­vin Hofs Gunn­ars­son fædd­ist 23. nóv­em­ber 1931. Hann lést 24. ág­úst 2017.

For­eldr­ar hans voru Gunn­ar Guðmunds­son, f. 1898, og Guðmunda Jóna Jóns­dótt­ir, f. 1905.


Björg­vin kvænt­ist þann 16. júní 1979 Borg­hildi H. Flórents­dótt­ur, f. 6.9. 1941. Hann átti eina dótt­ur, Söndru, f. 2.2. 1962, með fyrri eig­in­konu sinni, Svan­björgu Hró­bjarts­dótt­ur.


Útför­in fór fram frá Grafar­vogs­kirkju í gær, 18. sept­em­ber 2017.
_______________________________________________________


Minningarorð Bjarna Guðmundssonar

...
Meira
18.09.2017 - 18:47 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,forseti.is,Björn Ingi Bjarnason

Forseti birtir yfirlýsingu á Bessastöðum um þingrof

Forseti Íslands - Guðni Th. Jóhannesson. Ljósm.: forseti.is
Forseti Íslands - Guðni Th. Jóhannesson. Ljósm.: forseti.is
« 1 af 2 »
YFIRLÝSING FORSETA ÍSLANDS 

Í dag féllst ég á þá tillögu forsætisráðherra að þing verði rofið 28. október næstkomandi og gengið til alþingiskosninga sama dag. 

Á laugardaginn var, hinn 16. september, baðst forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Við þeirri beiðni varð ég en bað ráðherra og ráðuneyti að sitja þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð, í samræmi við stjórnskipunarvenju. 

Þá þegar lá ljóst fyrir að nær örugglega kæmi senn fram tillaga um þingrof. Ég aflaði þess vegna upplýsinga hjá leiðtogum þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi um hug þingmanna til þingrofs og kosninga. Einnig kannaði ég möguleika á myndun annarrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á þingi eða gæti að minnsta kosti varist vantrausti. Að þeim viðræðum loknum var ljóst að ekki yrði reynt að mynda nýja stjórn. Jafnframt kom fram ríkur stuðningur við þingrof og kosningar. 

Þá hef ég sannreynt að þegar formenn og fulltrúar þeirra flokka sem nú hafa slitið samstarfi ákváðu að mynda ríkisstjórn gerðu þeir ekkert skriflegt samkomulag um að þing yrði ekki rofið án samþykkis þeirra allra, eins og gjarnan var raunin í tíð fyrri ríkisstjórna. 


...
Meira
18.09.2017 - 08:15 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Í dagsins önn: - Falleg saga úr umferðinni á Þingeyri

Kristján Gunnarsson við rennibekkinn í Smiðjunni. Ljósm.: H. S.
Kristján Gunnarsson við rennibekkinn í Smiðjunni. Ljósm.: H. S.
« 1 af 3 »
Brekkugengið (sbr. Olsen -Olsen gengið) var að aka eftir Fjarðargötunni snemma í vor. Þegar það kom á móts við brekkuna fyrir innan Skandalabrekkuna sem var, sáu þau bíl koma þar niður. Virtist hann ekki vera alveg með á nótunum og tók götuna af genginu. Var hér á ferð heiðursmaðurinn Kristján Gunnarsson í Smiðjunni. En þar sem Brekkugengið er á góðum bíl og yfirleitt með góðan bílstjóra, sem alltaf er með hugann blístrandi við aksturinn, fór hér allt vel.

Engin stórhætta á ferðum. Ekki að nefna það....
Meira
18.09.2017 - 08:08 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Þrjátíu tonna skepna synti undir bátinn

Á Flat­eyri Um borð í skút­unni um­vaf­in vest­firsk­um fjöll­um. Landrover­inn var ætlaður til að kom­ast á Ingj­aldssand. —Ljósm.:  Morg­un­blaðið/​Krist­ín Heiða
Á Flat­eyri Um borð í skút­unni um­vaf­in vest­firsk­um fjöll­um. Landrover­inn var ætlaður til að kom­ast á Ingj­aldssand. —Ljósm.: Morg­un­blaðið/​Krist­ín Heiða
« 1 af 2 »
Þau Hreinn Ásgeir og Mona Hauger teljast ung í skútuheiminum, hafa aðeins siglt í þrjú ár, en víluðu ekki fyrir sér að sigla frá Noregi til Íslands í sumar.

Blaðamaður þáði kaffisopa hjá þeim skötuhjúum um borð í skútunni Elviru þar sem hún lá við bryggju á Flateyri, á æskuslóðum Hreins Ásgeirs, en hann er fæddur og uppalinn á bóndabænum Hrauni á Ingjaldssandi í Önundarfirði.

Ferðin yfir hafið gekk nokkuð vel, versta veðrið var á norsku strönd­inni fyrstu sól­ar­hring­ana eft­ir að við lögðum af stað frá Osló. Langa­nesið hér við Ísland tók líka ágæt­lega í,“ seg­ir Hreinn Ásgeir Guðmunds­son, en hann og kona hans, Mona Hauger, sigldu á skútu sinni, El­viru, frá Nor­egi til Íslands í sum­ar.
...
Meira
17.09.2017 - 20:05 | Vestfirska forlagið,ruv.is,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Flokkur fólksins býður fram í öllum kjördæmum

Inga Sæland.
Inga Sæland.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins gerir ráð fyrir að leiða lista í Reykjavíkurkjördæmi suður en flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum í komandi Alþingiskosningum. Kosningabarátta flokksins er hafin. 


Formlega var blásið til kosningabaráttu í vöfflukaffi hjá Flokki fólksins í dag. Flokkurinn mældist með tæplega ellefu prósenta fylgi í þjóðarpúlsi Gallup í byrjun september og fengi samkvæmt því sjö þingmenn. 


Inga Sæland formaður segir að boðið verði fram í öllum kjördæmum. Hvenær var það ákveðið? „Það var bara ákveðið 2016 í janúar þegar ákveðið var að stofna Flokk fólksins.“


„Hvar verður þú á lista? Ég býst við að ég verði eins og síðast, þá leiddi ég lista í Reykjavíkurkjördæmi suður en við erum svo sem ekki ennþá búin að koma öllu því forminu í réttar skorður.“


Stillt verður upp á lista í öllum kjördæmum. Inga segir að engar reglur séu um kynjaskiptingu á listunum og ekki sé tímabært að nefna þá sem koma til með að leiða flokkinn í öðrum kjördæmum.

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31