Kær þökk fyrir Gagn og gaman
Gamall kennari getur ekki leynt ánægju sinni yfir endurfundum við Gagn og gaman. Þakkir skulu færðar Bjarna Harðarsyni og öðrum þeim sem skópu þá endurfundi.
Á sinni tíð voru skiptar skoðanir um lestraraðferðir, þar sem Ísak Jónsson var frumkvöðull að hljóðlestri í stað stöfunar. Ísak kenndi mér í Kennaraskólanum og ég hreifst af þessari nýstárlegu aðferð og sem ungur kennari reyndi ég hljóðlesturinn í fáeina vetur og mér fannst hann ágætur, alveg sér í lagi fyrir bráðþroska og greinda nemendur. Þar var Gagn og gaman leiðarvísirinn ljúfi, en reyndar einnig ágæt hversu sem kennt var. En ég eins og svo margir aðrir fór í stöfunaraðferðina aftur, enda lögðust nær allir foreldrar á þá sveif, einkum þeir sem verulega hjálp veittu börnum sínum við námið.
En aftur og enn:
Kærar þakkir fyrir bókina sem veitti svo mörgum bæði gagn og gaman.
Helgi Seljan
Morgumblaðið laugardagurinn 9. september.
Velvakandi.